Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 30.05.1970, Blaðsíða 6

Íslendingur - Ísafold - 30.05.1970, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 29. MAl 1970. Lee gekk að honum, reirði kaðal- inn tvisvar um hann og hnýtti svo að. Því næst gekk hann þangað, sem Jim Howie lá, tók belti hans með skeið- unum af honum og girti sig því, tók saxið upp af sandinum, og þegar hann hafði skorið á kaðalinn, vafði hann iausa endanunt um hnakknefið en stakk saxinu í skeiðarnar. Loks tók han riffii Jóa Bass upp af sand- inum og lagði í hnakkinn. „Dokaðu við andartak," sagði Jói Bass. „Hvern fjandann sjáifan hyggstu eiginlega fyrir?" „Nú ríð ég til Mexikó með vas- ana fulla af gullpeningum," svaraði Lee. „Mér þykir leitt að ég skuli verða að stela hryssunni, en þar sem ég hef bjargað lífi þinu, finnst mér að þú getir varia reiðst mér þótt ég taki hana traustataki." Og allt í einu var sem hann myndi eftir einhverju. Hann dró saxið úr skeiðum, skar ræmu af ábreiðunni og laut aftur að Jóa Bass. „Ég vil ekki eiga það á hættu, að þú stöðv- ir hryssuna með öskri þínu öðru sinni,“ sagði hann og batt dúkræm- una fyrir munninn á Jóa. Að því búnu fékk hann sér enn drjúgan teyg úr viskíhnaliinum, áður enn hann stakk honum aftur ofan í töskuna á hnakknum. Hann hikaði enn við að stíga í hnakkinn. „Ég verð rikur Mexikani," sagði hann, „svertingi að vísu, en rík ur og það gerir allan muninn!" Enn dró hann viskíhnailinn upp úr tösk- unni, laut að Jóa, leysti dúkræmuna, og bar stútinn að munni hans. Bass iét ekki á sér standa og svalg visk- iið í stórum teygum, unz Lee þótti nóg að gert. „Þakka þér fyrir, Lee,“ sagði Jói Bass. „Þú hefur efiaust ætlað að segja — þakka þér fyrir, herra Lee.“ „Farðu til fjandans ...“ Lee kefiaði hann aftur með dúk- ræmunni, dró hann þvínæst eilítið til og hagræddi honum þannig að hann sat því sem næst uppi með bakið við stein. Þar varð honum á í messunni, Jói fann þegar að skörp brún var á steininum og tók að núa að henni kaðlinum, sem batt hendur hans. Lee veitti því ekki peina athygli. Hann stóð hjá Brúnku, dró það enn að slíga á bak, eins og hann vildi njóta þess sem Iengst að hafa áhorfanda að sigri sínum. „Segðu — farðu til fjandans, herra Lee“, sagði hann storkandi. Jói Bass hristi höfuðið. Hann fann að kaðalinn var að bresta. Eftir and- artak gæti hann sprottið á fætur, því að um leið og kaðallinn færi í sund- ur, mundi slaka á böndunum. Lee var í þann veginn að stíga á bak, þegar það gerðist. Um leið reif Jói Bass dúkræmuna frá munni sér og öskraði eins og hann mátti. Lee brá svo, að hann mátti sig hvergi hræra, þegar Jói Bass stökk á hann. „Þú ert svo djöfull þrár, að þú tek- ur ekki einu sinni tillit til þess þótt þú sért bundinn," varð Lee að orði. Jóa Bass féllust hendur í bili við orð hans. Hann nam staðar rétt hjá Lee og virti hann fyrir sér. „Þér ferst ekki að vera með mannalæti," sagði hann, „þótt hér hafi tekizt það, að mestu leyti fyrir slysni, að kála einum manni." „Ég sigraði hann,“ sagði Lee. „Fyrir siysni, eins og ég sagði. Þú ættir heldur að biðja mig fyrirgefn- ingar á framkomu þinni, piltur rninn." „Ég er ekki neinn piltur þinn. Ég er herra Lee, fullorðinn karlmaður." Um leið vék hann lítið eitt til hlið- ar, Jói Bass hélt að hann ætlaði að rétta fram höndina til sátta, en fékk þess í stað vel úti látið hnefahögg beint á kjammann. Hann hrökklaði aftur á bak við höggið, og brot úr andrá glápti hann á Lee, furðu lostinn. Svo stökk hann fram . . . Kata var tekin að gerast áhyggju- full. Ef allt hefði farið með felldu, átti að vera farið að sjást til ferða Jim Howie. Jafnvel þótt hann hefði lagt loðskinnaklyfjarnar á þá brúnu og teymt hana, eftir að hann hafði gengið á milli bols og höfuðs á Jóa Bass. Jed, sem reið með vagninum, varð litið til hennar. „Þú ert farin að ótt- ast um Jim?“ varð honum að orði. Kvenmaðurinn Kata yppti öxlum kæruleysislega. „Hann er maður til að sjá um sig sjálfur," sagði hún. „Það tekur hann helzt til langan tíma.“ „Það ber þá eitthvað nýrra við, ef Jim Howie lætur í minni pokann fyrir einum manni,“ sagði Kata. „Þeir voru tveir saman,“ varð Jed að orði. Kvenmaðurinn Kata rak upp hlát- ur. „Stofustúlkan mín? Ekki fer ég að kalla þann vesaling karimann." „Hann hefur þó allan vöxt til þess,“ maldaði Jed í móinn. „En ekki hug á við rakka,“ svar- aði Kata. „Hvenær hefurðu séð karl- mann þvo nærföt af kvenmanni og búa um rúm?“ „Ég held nú samt að við ættum að snúa við,“ mælti Jed með áherzlu. „Ég er ekki mikill vinur Jim Howie að vísu, eins og þið bæði vitið, en við komumst ekki langt eins og mann skapurinn er á sig kominn af þreytu og þorsta, nema við njótum forystu hans“. Kata teygði upp hendina til merkis um að farið skyldi að tillögu hans. Og hópurinn sneri við. Þeir Jói Bass og Lee börðust eins og óðir væru. Sjálfur varð Lee furðu iostinn, þegar hann komst að raun um að hann hafði í fullu tré við veiðimanninn, og ekki varð undrun 23. HLIJTI Jóa Bass minni, þegar hann fann að hann varð að hafa sig allan við, ætti svertinginn ekki að hafa betur. Langa hríð börðust þeir á tjarn- arbakkanum, en svo fór að leikur- inn barst út í tjörnina, þá var í raun inni ekki lengur um nein slagsmál að ræða, heldur hörkuáflog í fora- leðjunni, og var ýmist hverum tókst að færa hinn í kaf. Skeyttu þeir engu þótt foraleðjan fyllti öðru hveru vit þeirra, og loks voru þeir svo ör- magna orðnir, að þeir hugsuðu um það eitt að sleppa ekki tökum hvor á öðrum. Kannski var það vegna þess að leðjan fyllti eyru þeirra, að þeir heyrðu ekki skothvellinn úr riffli Jeds, eða hvininn af kúlunni, þegar hún þaut rétt fyrir ofan þá. Jed lyfti riffiinum aftur í mið og vandaði sig eins og honum var unnt, en Ramón beindi allri sinni athygli að því hvern ig til tækist í næsta skoti. Fyrir það tók hvorugur þeirra eftir örlágu þruski fyrir aftan sig, þegar Gamii Krákur og stríðsmenn hans veittust að þeim allt í einu. Það urðu snögg umskipti. I einu vetfangi höfðu Indíánarnir stungið þá báða spjótum sínum til bana. Því næst kom röðin að þeim hinum stiga mönnunum. Það var bersýnilegt að Gamli Krákur var ekki einungis stað- ráðinn í að koma fram hefndum fyr- ir menn sína, sem þessir fantar höfðu drepið og fláð af höfuðleðrin, heldur og að reka slyðruorðið af ættbálki sínum í eitt skipti fyrir öll. Skipti þ ðaengum togum, að stigamennirnir lágu ailir dauðir í valnum, en Gamli Krákur og fylgjarar hans fláðu af þeim höfuðleðrin af sömu leikni og forfeður Kaw-anna höfðu áður fyrr meir fláð höfuðleðrin af föllnum fjandmönnunt sínum. Mexikönsku konurnar urðu mið- ur sín af skeifingu, en kvenmaður- inn ICata fylgdist með öllum athöfn- um Indíánanna af áhuga fremur en ótta. Nú var Jim Howie dauður, Jedd og Ramón dauðir, allir karlmennirnir í fylgdarliði hennar dauðir, og hún stóð uppi ein og varnarlaus á víðri sandauðninni, ásamt tveim huglaus- um konum, sem henni var síður en svo nokkur styrkur að. Og skyndilega reis kvenmaðurinn Kata upp í vagninum, og gustaði af henni. „Fjandinn hafi það,“ sagði hún við þær mexikönsku, „hættið þessu grenji. Rauðskinnarnir eru ekki annað en karlmenn, þegar allt kemur til alls.“ Og kvenmaðurinn Kata lagfærði lokka sína, hneppti frá sér treyjunni svo sá efst í brjóstin og sneri sér að Gamla Krák. „Hvað heitirðu kunningi?" kallaði hún til hans. Gamli Krákur, sem fylgst hafði með fláningarieik hinna djörfu stríðs mana sinna af hestbaki, reið að vagn inum og sagði til sín. „Áttu konur?“ spurði kvenmaður- inn Kata. „Þrjár,“ svaraði hann og terraði upp þrjá fingur, orðum sínum til á- herzlu. „Fjórar," sagði kvenmaðurinn Kata og terraði upp fjóra fingur. „Já, því ekki það“, sagði Gamli Krákur og brosti út að eyrum. Þeir Lee og Jói Bass voru nú loks orðnir svo uppgefnir, að þeir megn- uðu ekki lengur að halda tökum hver á öðrum, og skriðu upp á baklt- ann, þar sem þeir lágu góða stund og máttu sig hvergi hræra. Lokst tókst þó Jóa Bass að brölta á fætur. „Ég hef fengið meira en nóg, herra Lee,“ varð honunt að orði. Hann rétti Lee höndina og studdi hann á fælur. Nokkurt andartak horfðu þeir hvor á annan. „Kallaðu mig bara Lee, Jói Bass,“ sagði svert- inginn að lokum. Þeir heyrðu hófatak og hjólskrölt nálgast í sömu svifum, og varð litið um öxl. Þarna voru um tuttugu rauð skinnar á ferð, en Gamli Krákur sat í eklissætinu, þar sem Ramón hafði áður setið og hélt öðrum armi um mittið á kvenmanninum Kötu. Mexi- könsku konurnar sátu í hnipri fyrir aftan hann. „Jói Bass . . . vinur minn!“ kallaði Gamli Krákur. Jói Bass spýtti fyrirlitlega um tönn. „Ég vissi ekki betur en að ég brenndi líkið af þér dauðum," sagði hann. „Það voru menn mínir," svaraði Gamli Krákur. „Ég þakka þér fyrir það.“ „Sjálfþakkað . . . og ekki nema sjálfsagt að ég geri þér sama greiða, hvenær sem þú þarft á að halda.“ — í sömu svifum veitti hann því atygli, að tveir af mönnurn Gamla Kráks höfðu tekið loðskinnaklyfjarnar og voru að koma þeim á bak einum af hestum sínum. „Hvað ætlið þið að gera við loðskinnin mín?“ hrópaði hann. „Loðskinnin mín,“ leiðrétti Gamli Krákur. „Ég keypti þau af þér fyrir svartan þræl.“ „Hann er ekki þræll, heldur frjáls Commanche-Indíáni og stríðsmaður," sagði Jói Bass. „Það verður þinn höfuðverkur . . .“ svaraði Ganili Krákur og benti mönn um sínum að haida af stað. Jói Bass horfði á eftir þeim. Gekk svo þangað sem Brúnlta stóð. „Hvert ætlarðu?" spurði Lee. „Á eftir þeim og loðskinnunum ntínum, auðvitað," svaraði Jói Bass. Lee dró peningapung Jim Howie upp úr vasa sínum, tók upp gull- dal og rétti Jóa Bass. „Loðskinnun- um okkar,“ sagði hann. „Ég kaupi þau að hálfu.“ Jói Bass tók við gullpeningnum og stökk ekki bros, þegar hann stakk honum á sig. Ekki heldur þegar hann laut hæversklega, benti á Brúnku og mælti. ,„Við skiptumst á . . . þú ríður fyrsla spölinn!" E N D I R . Stuðlum að sigri Sjálf stæðisf lok ksins Sjálfstæðisfólk Akureyri Kjósið snemma! Kjörfundur hefst kl. 9

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.