Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1958, Blaðsíða 4

Faxi - 01.06.1958, Blaðsíða 4
76 F A X I Frú Vigdís Ketilsdóttir, Ólaf- ur Ásbjamarson kaupmaður og bamaböm þeirra: Auður Stefáns- dóttir, Ólafur Alexandersson, Hulda Gunnars- dóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Edda Alexanders- dóttir og Jóhanna Gunnarsdóttir. læknis Thoroddsen, er þá stóð autt og lét innrétta sölubúð í útbyggingu er var vestan við húsið og áfast við það. Varð þetta rúmgóð og vistleg búð og langsamlega fínasta búðin í Keflavík, en húsið allt var tekið fyrir skrifstofur og vörugeymslur. Var nú gnægð af góðum vörum eins og áður í verzlun Olafs og höfðingjabragur á verzlun og viðskiptum, rak bann verzlun þessa um nokkra ára skeið, en þá keypti verzlunina, Eyjólfur Bjarnason, er verið hafði verzlunarstjóri hjá Ólafi Asbjarnar- syni. Hefur Eyjólfur verið kaupmaður í Keflavík til þessa. En Olafur rak svo áfram verzlun í Reykjavík. Hann andaðist 9. febr. 1943 í Reykjavík. Olafur Asbjarnarson var fæddur í Innri- Njarðvík 13. júlí 1863. Voru foreldrar hans Ásbjörn óðalsbóndi þar, (f. 30. ágúst 1832, d. 5. ágúst 1900) Olafsson og kona hans Ingveldur, (f. 23. júlí 1840, d. 6. marz 1904) Jafetsdóttir gullsmiðs í Reykjavík, Jónssonar prests á Rafnseyri 1785—1821, Sigurðssonar bónda í Ásgarði í Grímsnesi, Ásmundssonar. Voru þeir Jón Sigurðsson forseti og Jafet gullsmiður bræðrasynir, en Ingibjörg kona forsetans var alsystir Jafets svo sem kunnugt er. Kona Jafets gullsmiðs og móðir Ing- veldar í Njarðvík, var Þorbjörg Nikulás- dóttir bónda á Seli við Reykjavík, Erlends- sonar og konu hans Guðnýjar Gunnars- dóttur lögréttarmanns í Götu í Eystri- hrepp, Hafliðasonar prests í Hrepphólum, Bergsveinssonar. Var Þorbjörg alsystir Hafliða, föður Ölafar móður séra Bjarna Jónssonar vígslu- biskups. Ölafur, faðir Ásbjarnar í Njarðvík, var bóndi í Innri-Njarðvík og factor, f. 1787 í Innri-Njarðvík, dáinn 15. jan. 1839. „Fannst látinn milli Njarðvíknanna á heimleið um kvöldið, seint í köldu veðri, hafði komist allur votur úr sjóarkrapa og hroða upp á land og orðið þar til. I mörgu merkilegur maður, var sigldur og vel að sér, einkum í reikningi og rithönd. 6 barna faðir, hverra 5 lifa“. Þannig ritar presturinn á Kálfatjörn, séra Pétur Jónsson, er hann færir lát hans inn í prestsþjónustubókina. Ólafur var sonur Ásbjarnar bónda í Innr-Njarðvík, (f. 17. marz 1747, dáinn 20. jan. 1819) Sveinbjarnarsonar bónda í Innri-Njarðvík (f. 1701, d. 10. febr. 1773) Egilssonar bónda í Miðhúsum í Sand- víkurhreppi, Sveinbjarnarsonar. Kona Sveinbjarnar Egilssonar var Kristín Rafns- dóttir, bónda á Auðnum á Vatnsleysu- strönd, síðar í Innri-Njarðvík, Grímssonar. (Sjá Faxa 7. ár, 6 tbl., Njarðvíkurbændur). Kona Ásbjarnar Sveinbjarnarsonar var Elen, f. 1758, d. 10. ágúst 1825, Odds- dóttir, bónda á Ásláksstöðum á Vatnsleysu- strönd, Jónssonar. Börn þeirra voru Kristín dó óg. og bl. 1838, Ölafur fyrrnendur, Ásta varð kona Hans Hendriks Jacobsens factors í Reykjavík, síðar í Keflavík og Guðlaug átti Klemens Sæmundsson bónda í Narfakoti. Kona Ölafs Ásbjarnarsonar bónda í Njarðvík, var Helga, f. 1797, Árnadóttir bónda á Reykhólum í Barðastrandarsýslu, Arasonar bónda á Reykhólum Jónssonar prests í Tröllatungu 1771, Olafssonar. Börn Helgu og Olafs voru: Árni elstur, þá Ásbjörn stórbóndi í Innri-Njarðvík, Arinbjörn stórbóndi í Tjarnarkoti (verður hans síðar minnst) og Guðlaug kona Bene- dikts Waage frá Suðurkoti í Vogum, dóttir þeirra var Guðrún Ólína, móðir Bene- dikts Waage forseta I. S. í. Seinni maður Guðlaugar var Illugi Guðmundsson bóndi í Hólmfastskoti í Njarðvík, þeirra sonur var Guðmundur klæðskeri í Keflavík, síð- ast í Reykjavík, en dóttir þeirra var Benía kona Magnúsar í Hólmfastskoti, Magnús- sonar. Frú Vigdís Ketilsdóttir, kona Ólafs kaupmanns, varð níræð í vor, þann 30. apríl. Er hún, þrátt fyrir þann háa aldur, hin ernasta, heimsækir vini og vandamenn, situr veizlur og sinnir gestum. 'Hún er fædd í Kotvogi í Höfnum, dóttir sæmdar- hjónanna Ketils dbrm. Ketilssonar og konu hans Vilborgar Eiríksdóttur, fór mikið og gott orð af því heimili, heyrði ég þeirra hjóna oft minnst og ætið á einn veg. Ósjálfrátt líkti ég þessu heimili, í huga mínum, við Landakotsheimilið. (Faxi XVI. ár, 9—10 tbl.). Kom ég þó aldrei að Kotvogi né sá húsfreyjuna þar. En Ketill var af öllum talin mestur stórbóndi á Suð- urnesjum um sína daga og höfðingi í sjón og raun og Vilborg, kona hans, var af öllum þeim er hana þekktu, talin mikil sæmdarkona, stillt og prúð í dagfari og nokkuð hlédræg, mikil búkona, höfðingi i lund og hjartagóð. Börn þeirra Kotvogshjóna voru: Eiríkur Ketilsson breppstjóri á Járn- gerðarstöðum í Grindavík, átti Jóhönnu Einarsdóttur frá Járngerðarstöðum, systur Einars kaupmanns í Grindavík. Eiríkur varð skammlífur og var hans sárt saknað af öllum er til hans þekktu. Helga Ketils- dóttir kona séra Brynjólfs Gunnarssonar prests á Stað í Grindavík, hin ágætasta kona, Ólafur Ketilsson hreppstjóri og bóndi að Kalmannstjörn í Höfnum, átti Steinunni Oddsdóttur prests í Stað í Grindavík, var heimili þeirra sannkallað menntaheimili og afburða skemmtilegt. Vigdís Ketilsdóttir og Vilhjálmur Ketils- son, hóndi í Kirkjuvogi, átti Valgerði kennara Jóakimsdóttur frá Guðlaugsvík í Strandasýlu, ágætur gáfumaður. Eru þau Vigdís og Vilhjálmur nú tvö á lífi af systkinahópnum. Húsfrú Vilborg var fædd 30. okt. 1834 á Tjörfastöðum á Landi, dóttir hjónanna þar, Eiríks Ólafssonar og fyrri konu hans Helgu Jónsdóttur bónda á Vindási á Landi, Jónssonar bónda síðast á Vindási, Bjarnasonar hreppstjóra á Víkingslæk, Halldóssonar (Sjá P.Z.: Vík bls. 479) Kona Jóns yngra á Vindási var Vilborg Stefánsdóttir bónda á Bjalla á Landi, Filip-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.