Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1958, Blaðsíða 15

Faxi - 01.06.1958, Blaðsíða 15
F A X 1 87 Nætur- og hclgidagalæknar í Keflavíkurhér- aði í júní, júlí og ágúst 1958. 23. til 27. júní Björn Sigurðsson. 28. til 29. júní Kjartan Ólafsson. 30. júní til 4. júlí Guðjón Klemenzson. 5. til 6. júlí Bjami Sigurðsson. 7. til 11. júlí Kjartan Ólafsson. 12. til 13. júlí Björn Sigurðsson. 14. til 18. júlí Bjami Sigurðsson. 19. til 20. júlí Guðjón Klemenzson. 21. til 25. júlí Bjöm Sigurðsson. 2G. til 27. júlí Kjartan Ólafsson. 28. júlí til 1. ágúst. Guðjón Klemenzson. 2. til 3. ágúst Bjarni Sigurðsson. 4. til 8. ágúst Kjartan Ólafsson. 9. til 10. ágúst Björn Sigurðsson. 11. til 15. ágúst Bjarni Sigurðsson. 16. til 17. ágúst Guðjón Klemenzson. 18. til 22. ágúst Bjöm Sigurðsson. 23. til 24. ágúst Kjartan Ólafsson. 25. til 29. ágúst Bjarni Sigurðsson. Sigurður í Valbraut. I síðasta Faxa var sagt frá áttræðisafmæli Sigurðar Magnússonar í Valbraut og getið um kveðjur og gjafir, sem honum bámst við þetta tækifæri. Hefir Sigurður beðið Faxa að færa vinum og vandamönnum sínar innilegustu þakkir fyrir allan höfðingskap við sig, sem og blaðið gerir hér með. Eftir- farandi vísa barst Sigurði í símskeyti frá Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar, en þar hefir hann um langt skeið verið liðtækur félagsmaður. Heill áttræðum heiðursmanni! Hafðu bæði þökk og hrós, fyrir kvæði í félagsranni. Faðir hæða sé þitt ljós. Þessa fallegu fermingarvísu sendi Sigurð- ur einu fermingarbami í Garðinum nú í vor, en það er Ólafur Tryggvason, sonur Tryggva uppeldissonar Sigurðar í Valbraut. Vísan er svona: Andi vizku ætíð lýsi, einnig göfgi þína lund. Hamingjunnar heilladísir hjá þér búi hverja stund. Skógræktarfélag Suðurncsja hélt aðalfund sinn í barnaskólanum í Keflavík miðvikudaginn 14. maí. Þar mættu í fyrsta sinn fulltrúar tveggja nýrra félaga, þau: Halldóra Thorlacius og Gísli Guð- mundsson frá Skógræktarfélagi Miðnesinga, og Svavar Árnason frá Skógræktarfélagi Grindavikur. Það félag hefir nú sett upp stærstu skógræktargirðingu á Suðurnesjum, Verðlaunagripir sjómannadagsins. norðan Þorbjarnar, og ráðgerir að gróður- setja í vor 5000 plöntur, en alls er ráðgert, að gróðursetja 11000 trjáplöntur á þessu fé- lagssvæði. Grasfræsáning hefir farið fram í girðing- unum með góðum árangri og er unnið að því, að græða þar upp öll flög, jafnhliða trj áræktinni. Stjórnin var öll endurkjörin, en hún er þannig skipuð: Siguringi E. Hjörleifsson formaður, Huxley Ólafsson varaformaður, Ragnar Guðleifsson ritari, Þorsteinn Gíslason gjaldkeri. Meðstjórnendur: Árni Hallgríms- son, Gísli Guðmundsson og Svavar Árnason. A öðrum stað í blaðinu. Eins og öllum mun ljóst vera, sem nokkuð þekkja til í Keflavík, er fjölgun skólaæsk- unnar hér svo mikil, að hún er á góðri leið með að sprengja af sér húsnæði skólanna. Vegna þessa ástands sneri blaðið sér til skólastjóra beggja ríkisskólanna, sem hér starfa, þ. e. barnaskólans og gagnfræðaskól- ans, en vitanlega þekkja þeir bezt til þess- ara mála. Urðu þeir vinsamlega við tilmæl- um blaðsins og skrifa hér sína greinina hvor um málið, og má í því sambandi benda á fróðlega töflu, sem skólastjóri barnaskólans, Hermann Eiríksson, hefir gert, en hún auð- veldar fólki að skilja hvert stefnir í bass- um efnum. Faxi þakkar ckólastjórunum til- legg þeirra til þessara þýingarmiklu mála, en vísar þeim að öðru leyti til bæjaryfir- valda Keflavíkur og annarra þeirra aðila, er framkvæmdarvaldið hafa í höndum, i ör- uggri von um að verkin verði látin tala. Ritstj. 17. júní. Á öftustu síðu blaðsins er að þessu sinni •amkvæmt venju auglýsing frá 17. júní nefnd, þar sem liún skipuleggur hátíðahöld dagsins. Allir vita, að á bak við þessa skipu- lagningu hggur mikið og fómfúst starf, sem nefndin og aðstoðarmenn hennar leggja fram, án þess að taka fyrir það nokkurt kaup eða þóiknun annað en gleðina yfir vel- heppnuðu starfi, ef allt fer eins og til var ætlast. Nú er það staðreynd, að enginn dauð- legur maður segir veðurguðunum fyrir verk- um, þeir fara sínu fram, án tillits til vilja okkar og vona, og við þeirra aðgerðir verða allar 17. júní nefndir að sætta sig, en nefndin á kröfu á okkur samborgara sína, að við förum í einu og öllu eftir hennar ráðum og fyrirmælum þennan dag, svo há- tíðahöldin geti orðið með glæsibrag eins og samboðið er þessum mikla frelsis- og fagn- aðardegi. Við höfum sjálf eða fulltrúar okkar í bæjarstjórn, valið þessa nefnd til þess að gegna hér mikilsvirtu starfi og því eigum við að standa sameinuð um störf hennar og fyrirmæli i einu og öllu. Ein er sú krafa, er nefndin sérstaklega setur fram, eftir því sem formaður hennar, Kristján Guðlaugs- son, hefir í stuttu viðtali tjáð mér, en sú krafa er, að allir Keflvíkingar séu heima 17. júní, en fari ekki til Reykjavíkur. Og ef satt skal segja, ætti okkur öllum að vera létt og ljúft að uppfylla þessa sjálfsögðu kröfu, því til Reykjavíkur sækir maður ekkert þenna dag, sem ekki fæst hér. Þar eru þrengslin svo mikil, að ógerlegt er að skemmta sér. Hér verður hins vegar mikið um að vera, meira af góðum skemmtiatrið- um en nokkru sinni fyrr, eftir því sem for- maðurinn tjáði mér. Verum því öll heima 17. júní. Stúkan Vík hélt nýlega síðasta fund sinn á þessum vetri. Á fundinum voru mættir nokkrir gestir úr Reykjavík, þar á mðal stórtemplar, Benedikt Bjarklind, sem flutti stúkunni kveðjur stórstúkunnar og skýrði frá reglu- starfinu og nýjum framtíðaráformum, t. d. þeim, að stofna ungmennastúkur í bæjum og stærri sveitaþorpum. Hefir þegar verið unnið nokkuð að þessum málum og er nú búið að stofna 7—8 slíkar stúkur með góð- um árangri. En ætlunin er, að stúkur þessar taki við unglingunum úr barnastúkunum og haldi þeim innan sinna vébanda, þar til þeir ganga í undirstúku, sé hún til á staðnum. Væri þarft verk að slík migmennastúka yrði stofnuð hér í Keflavík á komandi hausti. Útsölustaðir Faxa utan Keflavíkur: Reykjavík: Söluturninn við Arnarhól. Ilafnarfjörður: Verkamannoskýlið. Grindavík: Útibú Kaupfélags Suðurnesja. Sandgerði: Kaupfélagið Ingólfur. Á Vatnsleysuströnd annast Viktoría Guð- mundsdóttir, fyrrverandi skólastjóri, útsölu blaðsins. í Garði og Leiru: Sigurður Magnússon í Valbraut. í Keflavík fæst Faxi á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Keflavíkur, Verzlun Danivals Danivalssonar, Verzlun Þórðar Einarssonar, í bryggjuvigtarskúrnum og í Matstofunni Vík.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.