Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1965, Blaðsíða 3

Faxi - 01.05.1965, Blaðsíða 3
þótt okkur fyndist þetta nám óþarft núna, þá gæti sá tími komið, að við teldum þennan lærdóm mestu auðlegð okkar. Inn í þessar viðræður, fléttaði hann sögu af blindri konu, sem oftast var ein. Ein- hver spurði hana hvort henni leiddist ekki einveran, en hún svaraði, að svo væri ekki. Hún væri alltaf að rifja upp og fara með vers og erindi, sem hún hefði lært í æsku og daglega kæmi nýtt upp í hugann, og ég veit oft ekki, hvernig dagurinn líður, svaraði konan. Þessi kona átti mikla auðlegð sagði séra Friðrik og leit yfir hópinn sínum blíðu og stillilegu augum. Þá voru söngtímarnir í kirkjunni okkur mikið gleðiefni. Séra Friðrik lék á orgel- ið og æfði með okkur mörg lög og leið- beindi okkur með raddbeitingu og fram- burð málsins. Þá urðum við einnig margs vísari um sjálfsagða kurteisi í daglegri umgengni, einkum brýndi hann fyrir okkur, að sýna gömlu fólki vinsemd og kurteisi, slíkt var æðsta boðorð í um- gengnisvenjum. Séra Friðrik var óþreyt- andi að fræða okkur og segja okkur sem bezt til vegar. Hver dagur í nálægð hans, færði okkur eitthvað nýtt og fagurt. Svo kom síðasti dagur þessara sæludaga. Við vorum boðuð út að Utskálum rúmum hálfum mánuði eftir ferminguna. Biskup- mn ætlaði að vísitera. Við gengum út eftir, eins og vant var. Það var dimmt í lofti og sá ekki til sólar og við vorum í ætt við veðrið. Séra Friðrik tók okkur innilega að vanda og biskupinn, faðir hans, yfirheyrði okkur. Að lokum talaði sera Friðrik til okkar hjartnæmum orðum, eins og góður faðir, sem er að skilja við börn sín. Ég held að við höfum öll tárazt. Svo héldum við heim, það var enn dimmt í lofti og við og við rigndi. Við gengum hægt og töluðum lítið sem ekkert saman, eins og við vorum vön. Þegar við komum að Grænhóli, sem er uppi á hæðinni á Berginu, inn af Leiru, fett við veginn, settumst við, að vanda a hólinn og tókum upp nestið. Alla þessa vordaga höfðum við, á göngu okkar á milli Keflavíkur og Garðs, átt glaða stund á Grænhól, en þennan síðasta dag, var þögn a hólnum. Við beygðum okkur yfir nestis- hitann, líklega til þess að láta ekki sjá, hve þungbúin við vorum, eða kannske dl að leyna því, hvort fyrir öðru, að í allra augum glitruðu tár. Frú Bentína Björnsdóttir, var fædd 1. júní 1878 á Búlandsnesi við Djúpavog. Var faðir hennar, Björn, bóndi og hrepp- stjóri þar f. 2. jan. 1806 d. 11. apríl 1882 Gíslason prests á Húsavík f. 1781 d. 1842 Auðunssonar prests í Blöndudalshólum Jónssonar. Séra Gísli var albróðir Björns sýslumanns Blöndal. Móðir Björns hrepp- stjóra var Ingibjörg f. 28. febr. 1775 Jóns- dóttir, síðast bónda í Litla-Klofa á Landi, f. 1745 d. 22. maí 1820. Kona Jóns í Litla- Klofa var Halldóra Halldórsdóttir bónda á Rauðnefsstöðum Bjarnasonar hreppstjóra á Víkingslæk Halldórssonar. (P. Z. Vík- ingslækjarætt, bls. 13, 48 og 92—94). Seinni kona Björns hreppstjóra á Bú- landsnesi og móðir frú Bentínu, var Þór- unn f. 10. nóv. 1848 Eiríksdóttir bónda á Svínafelli í Nesjum albróðir Stefáns alþm. í Arnanesi Eiríkssonar hreppstjóra í Hof- felli Benediktssonar. Frú Þórunn fluttist með þeim prests- hjónum frú Bentínu og séra Friðrik, til Ameríku og þar andaðist hún í hárri elli. Hún var glæsileg myndarkona. Séra Friðrik var fæddur í Reykjavík 9. júní 1872, sonur Hallgríms biskups Sveins- sonar og konu hans, Elina Maria Bolette, f. Fevejle, danskrar ættar. Svo alkunn er ætt séra Hallgríms biskups, að óþarft er að rekja hana hér, þó skal getið föður hans Sveins prófasts á Staðarstað, Níelssonar og seinni konu hans Guðrúnar Jónsdóttur prófasts í Steinnesi, Péturssonar. (B. M. Guðfræðingatal, 365). Séra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur andaðist 6. júní 1949 og frú Bentína Hall- grímsson andaðist 16. des. 1960. Dætur þeirra hjóna voru fjórar, Ellen Marie, Þóra Sólrún, Guðrún Agústa og Ester Bentína, allar giftar erlendis. Einka- sonur þeirra er Hallgrímur Friðrik Hall- grímsson forstjóri í Reykjavík og aðal- ræðismaður Kanda á Islandi. TRYGGI NGAR - ÖKUKENNSLA Hefi umboð fyrir hinar ódýru bifreiða- og innbústryggingar Tryggingafélagsins Ábyrgð h.f. o. fl. Veitið athygli! Tryggingafélagið Abyrgð h.f. veitir góðum ökumönnum 50% afslátt. Er einnig umboðsmaður fyrir Tryggingamiðstöðina h.f. með báta, veiðarfæri og mannatryggingar og fleira. Kenni á Merzetizbenz 190. Hægt að ná til mín allan sólarhringinn í síma Aðalstöðvarinnar, 1515 í Keflavík, eða heima í síma 7011. L Vilhjálmur Halldórsson, Brekku. — Garði. KEFLAVÍK - SUÐURNES FRAMKVÆMUM ALLSKONAR MYNDATÖKUR Á stofu. í heimahúsum. í samkvæmum. Passamyndir. Ökuskirteinismyndir. Eftirtökur á gömlum myndum. Auglýsingamyndir. Pantið í síma 1890 > Ljósmyndastofa Suðurnesja Túngötu 22 — Keflavík — Sími 1890 — Pósthólf 70 F A XI — 67

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.