Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1965, Blaðsíða 10

Faxi - 01.05.1965, Blaðsíða 10
Frystihús brennur. Föstudaginn 14. maí, kl. 7,15, kom upp eldur í Hraðfrystihúsi Keflavíkur h.f., sem er eign Kaupfélags Suðurnesja, en þar unnu um 50 manns. Talið er, að sprenging hafi orðið í vélasal hússins og breiddist eldurinn mjög ört út. Ráðskonan í mötuneyti hraðfrystihúss- ins mun fyrst hafa orðið eldsins vör, er hún laust eftir kl. 7 fór fram i frystigeymslu. — Heyrði hún þá smá-sprengingu og varð vör við reyk. Hljóp hún þá inn í eldhúsið og að- varaði fólk, sem þar var. Þegar fólkið var ný- sloppið út, varð mikil sprenging. Ráðskonan mun í flýtinum hafa meiðzt nokkuð, en svo lánlega tókst til að aðrir sluppu ómeiddir, en enginn tími vannst til að bjarga neinu af fatnaði eða öðrum lausum munum, sem í mötuneytinu voru. Einnig missti ráðskonan þar peninga, en hún var nýbúin að fá kaup sitt greitt. Þessi sprenging var svo mikil, að hluti af þaki hússins þeyttist langa vegu og veggir rifnuðu inn í vinnusal hússins. Slökkvilið Keflavíkur kom strax á vettvang og eins slökkvilið af Keflavíkurflugvelli. — Tókst þeim í sameiningu að ráða niðurlögum eldsins að mestu fyrir kl. 11. Miklar skemmdir urðu á húsinu. Brann öll rishæð þess og þakið féll niður. Mikill eldur var í vélarrúminu og er viðbúið að vélar og tæki séu öll ónýt. Allmikill fiskur var í húsinu. 7000 öskjur af síld og 5—6000 kassar af fiski, sem ekki mun hafa skemmzt, þar sem slökkviliðunum tókst að verja frystiklef- ana á neðri hæðinni. Hefur hraðfrystihúsið orðið fyrir tilfinnan- legu tjóni, og fyrirsjáanlegt er, að rekstur þess muni stýðvast af völdum brunans allt þetta ár. Húsið var vátryggt hjá Brunabóta- félagi Islands, en vélar og tæki hjá Sam- vinnutryggingum. Meiri gjafir til Keflavíkurkirkju. Enn hafa mér borizt gjafir til Keflavíkur- kirkju, sem hér segir: Frá karli Eyjólfssyni kr. 10.000,00 — tíu þúsund — til minningar um konu hans, Hólm- fríði Einarsdóttur, dáin 1. ágúst 1963. I orgelsjóð frá Sveiney Guðmundsdóttur, Heiðagerði 17, Reykjavík, kr. 5.000,00 — fimm þúsund — til minningar um foreldra hennar, Önnu Sveinsdóttur og Guðm. Guðmundsson. Aheit frá Guðjóni Einarssyni kr. 500,00 — fimm hundruð —. Áheit frá ónefndum kr. 1.000,00 — eitt þús- und — sent í pósti. Beztu þakkir. F. h. sónkarnefndar Hcrmann Eiríksson. KEFLAVÍK - SUÐURNES Úrsmíðaverkstæðið hætlir 20. þessa mánað- ar. Þeir, sem eiga úr og/eða klukkur vin- samlega sæki það fyrir þann tíma. Tvo næstu daga á eftir verður það selt fyrir kostnaði, sem ósótt verður. Hjálmar Pétursson. ■ Terylene kjólaefni Mikið og fallegt úrval kjólablúnda — munstrað og einlit strigaefni. Verzlun Sigríðar Skúladóftur ■ Sími 2061 m ■ ■ ■ ■ ■ ■ WESTINGHOUSE KÆLISKÁPAR Margar stœrðir Kaupfélag Suðurnesja Skemman — Sími 1790 m m m m m ■ ■ Lóða- og garðeigendur Flestar tegundir loftáburðar fyrirliggjandi. Kaupfélag Suðurnesja Jám- og skipadeild. — Sími 1505. ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Húsbyggjendur! Sement — Mótavír — Steypustyrktarjárn — Þakpappi — Þakjárn Þaksaumur — Pappasaumur — og allskonar saumur fyrirliggjandi. Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipadeild. — Sími 1505. S Utgerðarmenn! ■ Trollvírar: 1", 114", \Vi" og 1 34" í 500 til 900 metra rúllum. — Hagstætt verð. ■ Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipadeild. —- Sími 1505. ■ ■ Garðeigendur! Garðyrkjuverkfæri í fjölbreyttu úrvali og vandaðar hjólbörur. Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipadeild. — Sími 1505. ■ Vesturþýzkir Linoleum gólfdúkar B og C þykkt og pappadúkar. ■ ■ Kaupfélag Suðurnesja Skemman. — Sími 1790. 74 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.