Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 23

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 23
IWI JÓLAItLAU 20(10 bauð mér peningagreiðslu fyrir skrif mín í blaðið það árið. Enda var Jóni kappsmál að fá sem fjölbreyttast efni á síður þess og ávallt stóð hann við orð sín 1 okkar samskiptum. Fóru jafnan sam- an hjá Jóni efndir orða og athafna, líkt og í samskiptum mínum við Hallgrím Th. Bjömsson 1969-1971. Jón vildi því fyrir alla muni tryggja blaðinu stuðning sem flestra. Þetta jók út- breiðslu Faxa sem enn um stund stóð af sér ný blöð og fjölgun fjölmiðla á þess- unr árum. En 1972 korn til tals að legg- ja útgáfu Faxa niður enda var þá hafrn útgáfa vikublaðs í Keflavík sem þjónaði betur sem fréttablað en Faxi. Þegar Jón hóf að rita í Faxa hafði hann aldrei komið nálægt slíkum störf- um áður, en fljótlega náði hann prýði- legum tökum á skriftunum, einn og án tilsagnar, að hann sagði mér löngu sein- na. Líklega lét Jóni best að skrifa frétt- ir og um Flæðarmálið sá hann iðulega á ámnum fram um 1955. Langflestar ef ekki allar fréttir og greinar, sem snerta Grindavík og birtust á þessum ámm og raunar síðar í Faxa, ern til að mynda eft- ir Jón. Ekki var Jón hneigður til bóka og ljóða á svipaðan hátt og Valtýr og neftóbaksmaður var hann enginn. Jón var sósíalisti þar til Rússar hófu hernað við Finna veturinn 1939-1940 en eftir þau átök gekk Jón til liðs við Al- þýðuflokkinn og sat síðar urn tíma í bæjarstjóm fyrir flokkinn, hafði þó litil eða engin bein opinber afskipti af stjómmálum annars enda nægu öðm að sinna. Jón var alla tíð góðtemplari og tók mikinn þátt í starfi templara. Eins og ég vék að áðan var Jón fatl- aður á annarri hendi og sáust þess stundum merki, t.d. þegar hann ók sjálfur bíl sínum. Fyrir kom að lögregl- an stöðvaði Jón sökum þess, að henni þótti aksturslag hans sérkennilegt en það stafaði af fötlun hans. Þessa sér- stæðu sögu sagði Jón mér þegar við renndum einhverju sinni eftir Reykja- nesbrautinni til Reykjavíkur, hann í er- indum Faxa en ég til þess m.a. að kíkja í gamlar skræður á söfnum. I þeirri feið bauð Jón mér í mat með sér á ágætum matsölustað í Reykjavík. Slíkur var háttur hans. Minnisstætt er mér það hvemig Jón tók grein minni, sem ég skrifaði til minningar um Kristján Eldjám í Faxa haustið 1982. Hvorki dró Jón úr mér að semja greinina né hafnaði áætlun minni, þegar ég orðaði það við hann að skrifa greinina. Slík grein var óvenju- leg í Faxa. Löngu seinna bámst mér þau umntæli til eyma eftir Einari Sig- urðssyni þá háskólabókaverði, nú for- stöðumanni Landsbókasafnsins, að greinin um Kristján væri sú besta sem rituð var eftir hann látinn. Faxi þurfti því ekki að líða fyrir ritstjóm Jóns Tóm- assonar. Það var Jóni að þakka hvemig gengið var frá greininni við hæfi, um- gjörðin hæfði þjóðhöfðingja. Raunar var ég og er ekki sammála þessu mati Ein- ars um grein mína. Bestu eftirmælin um Kristján látinn komu frá Gunnari Thoroddsen, sem var forsæúsráðherra þegar Kristján lést. Þau þykir mér sjálfum vænst um. Skúli Magnússon Á myndinni sjást byggingar Básverja við Básveginn. Básverjar voru þeir oft nefndir sem áttu Básbryggjuna og fiskhúsin við Básveginn og gerðu út úr Básnum á árabilinu frá 1929 og frarn yfir 1950. Frá vinstri að ofan við veginn: Svanshúsið og neðar Bjama Ólafssonar og Sæfarahúsið. Að neðan- verðu hinum megin við veginn sér á Arnbjörnshúsið. í baksýn er fiskreitur Elíasar Þorsteinssonar. Fjær er byggðin í Keflaví allt frá Hæðarenda og út í Gróf. Ef grannt er skoðað má að minnsta kosti sjá einn bát við Miðbryggju. Húsið í snúðum, næst á myndinni er hús Ágústar (Gústa) á Vatnsnesi. Góð ráð dýr Gústi á Vatnsnesi var landformaður hjá Jóhanni Guðnasyni á Vatnsnesi sennilega á árunurn fyrir 1940, þegar Jóhann gerði út bát sinn Svan. Átti Jó- hann beitingarskúr í Básnum og var Gústi afar sparsamur fyrir Jóhanns hönd, raunar svo aðjaðraði nær hótfyndni. Einu sinni þegar menn voru að beita héngu þar í loftinu 15 kerta ljósaperur svo vart sáu þeir handa sinna skil. Einn þeirra var Sigurður B. Helgason, sonur Helga Jenssonar. Siggi tók sig til og keypti nokkrar 60 kerta perur og henti 15 kerta perunum. Skömmu síðar rak Gústi nefið inn í skúrinn og sagði undrandi: „Hvaða ógnar birta er þetta?“ og benti á perumar. „Við þvoðum pemmar “, svaraði Siggi Bensi íbygginn og leit úl fé- laga sinna. Gekk Gústi þá út og lét sér vel líka, án þess að hirða ffekar um það aðeyðsla rafmagns var nú fjórfalt meiri en af 15 kerta pemnum. Þar urðu góð ráðdýr. Þessa sögu, sem varð alkunn í Keflavík, sagði Siggi Bensi Friðriki loðuibróð- ur mínum og oft og einatt var hún rifjuð upp á góðum stundum. Lúðvík sonur Friðriks sagði mér söguna 1. júlí 1997. Skúli Magnússon FAXI 71

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.