Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 43

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 43
FAXl JÓLABLAD 2111)1) föður minn, þó einkum á jóladaginn. Við unglingamir fengum að spila á spil, þó með því mótí að hafa ekki hátt, það þótti ekki viðeigandi á aðfangadags- kvöldið. Friðui' og helgi jólanna fylltu gömlu baðstofuna og ljómuðu á hverri brá. A jóladaginn spiluðu þær mamma °g „Þobba mín“ stundum púkk við okkur krakkana, það þótti okkur skemmtilegt. Annars vildi fólkið, sem kunni að spila, ekki spila við okkur, sem ekkert kunnum, en þær gömlu konurn- ar gerðu það fúslega og hiilu ekki um vankunnáttu okkar. Stundum var fariðí jólaleiki á jóladagskvöldið, eða annan í jólum, og sungið, aldrei aðrar skemmt- anir. Þetta nægði okkur, við gerðum ekki miklar kröfur. A fyrri tímum sat fólkið ekki við dúklagt borð á jólunum, með mörgum diskum á eins og nú tíðkast. Hver tók á móti sínum diski, kúfuðum af hangi- kjöti, feitu og mögru, ásamt brauði og smjöri. Á jóladagsmorguninn var eld- aðurhrísgrjónagrautur úr nýmjólk, með rúsínum í og var smjörsneið stungö ofan í grautinn, þegar skammtað var, hjá þeim sem vildu það. Á nýárinu voru skammtaðar stórar rúgkökur - flatbrauð - reyktír lunda- baggar og magálar, smjör og kæfa. Hún „Þobba mín“ blessuð bjó tíl allar þessar stóru kökur og steikti þær á glóð. Hjá mörgum náði hátíðamaturinn saman, sumir geymdu hann sér til sæl- gætis langt fram yfir hátíðar. Hangiflot og tólg saman við var látið í spordalla og öskjur handa öllum á heimilinu, sem þessi ílát áttu, svo geymdi fólkið þessi flát á hillu yfir höfðalagi sínu. Ljós var látið lifa í baðstofúnni bæði jólanóttina og nýársnótt. Á gamalárs- kvöld voru sungnir margir sálmar líkt og á jólunum. Þá var ætíð byijað á þess- um sálmi: Guð vors nú gæsku prísum. I síðasta versinu voru síðustu hending- amar ætíð tvíteknar og smndurn þrí- teknar. Þær hljóða svona: I Jesú nafni nú þín biðja böm ennfremur blessa árið, sem kemur, allra þörf uppfyll þú. Á jóladaginn og nýársdag vom líka sungnir margir sálmar. Það var siður á flesmm bæjum að syngja mikið á stór- hátíðum. Ég heyrði taiað um, að á einum bæ í Bitm hefðu verið sungnir fimmtán sálmar á jólanóttína. Það held ég að hafi líka verið hámarkið. Fyrir þessum sið er ekki hægt annað en bera virðingu. Þetta var saklaust og snerti engan óþægilega, því að vafalaust hefur allt heimilisfólk- ið tekið þátt í þessu. Þessi viðhafnar- lausi sálmasöngur lyfti hugum og hjörtum jarðarbamanna upp í hæðimar. Þannig vom bemskujólin mín. !!!!!!£ »!•:■; ■Hiiraiiir 1 lekhihúsið á Fytjum eins ug það blasir við vegfarendum um Reykjaueshrautinn. Hekla byggir glæsilegt hús á Fitjum Fyrir stuttu var tekið í notkun mjög glæsilegt hús á Fitjunum sem hýs- ir umboð Heklu hf. en það er rekið af Kjartani Steinarssyni og fjölskyldu. Þegar húsið var tekið í notkun kornu um eittþúsund manns í heimsókn og scgir það mikið mn aðdráttarafl þess. Á meðfylgjandi myndum má glöggt sjá hið ytra form hússins en það sem fyrst vekur athygli eru viðamiklir glerveggir og bjartir litir. Hönnuð- ur hússins er Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt en annað þekkt verk hennar hér syðra er hin nýja og glæsilega bygging við Bláa lónið. Lýsingin í og við húsið skipar stóran sess en ljósabúnaður var í höndurn Guðjóns L. Sig- urðssonar. Það voru Islenskir aðalverktakar sem byggðu húsið og hafði Sveinbjöm Jónsson verkfræðingur þar stjóm á höndum. Kjartan Steinarsson ávarpar gesti. Við hlið hans er eiginkona hans, Guðbjörg Hansína Leifsdóttir. Aðalinngangurinn og hið velþekkta merki Heklu. FAXI 91

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.