Vísbending


Vísbending - 19.10.2007, Blaðsíða 2

Vísbending - 19.10.2007, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 4 0 . t b l . 2 0 0 7 Útrás í orkumál­um Sigurður­Jóhannesson­­­­ ­ hagfræðingur Umræður um útrásarfyrirtæki Orku-veitunnar, Reykjavik Energy In-vest, snúast að miklu leyti um aukaatriði. Tvennt hlýtur mesta athygli: • Sameining fyrirtækisins og einkafyrir- tækis á sama sviði. • Réttur starfsmanna og fleiri til þess að kaupa hlutabréf á tilteknu gengi. Hvort tveggja vekur áhyggjur af sama tagi hjá almenningi: óttann við að ein- hver græði mikla peninga. Ekki er síður áhyggjuefni að gróðinn kunni að verða á kostnað almennings. Hraðinn á samein- ingu fyrirtækjanna vekur tortryggni þó að á honum kunni að vera skýringar. Á hinn bóginn er líklegt að samein- að fyrirtæki sé sterkara í alþjóðlegri sam- keppni en fyrirtækin tvö hvort um sig. Sértilboð á hlutabréfum vekja alltaf tor- tryggni en það er sjaldan nógu vel skýrt hvers vegna æskilegt er talið að starfsmenn - og þá einkum stjórnendur - eigi hlutabréf í fyrirtækjum sem þeir vinna hjá. Skýring- in er sú að ætla má að oft falli markmið stjórnenda ekki að öllu leyti að hugmynd- um eigenda fyrirtækja. Stjórnendur sækj- ast til dæmis eftir virðingu í þjóðfélaginu og vinsældum meðal starfsmanna. Hætt er við að þeir leggi meira upp úr stærð fyr- irtækis síns en hagnaði. Þeir hika við að segja fólki upp þótt hagur fyrirtækisins myndi eflast við það. Hins vegar er hagur hluthafa yfirleitt sá einn að verðmæti fyrirtækisins sé sem mest. Ef stjórnendur eiga hlutabréf aukast líkur á að þeir hugsi eins og hluthafar og hafi hagsmuni fyrirtækisins í fyrirrúmi. Sjálfsagt er að skoða vel sameiningu REI og Geysis og fara yfir tilboð um hluta- bréfakaup. En almenningur ætti ekki að óttast það mest að fáeinir útvaldir hagnist ótæpilega á starfsemi Reykjavik Energy Invest. Aðaláhyggjuefnið ætti að vera að hvorki þeir né aðrir græði á ævintýrinu. Hvers veg­na útrás? Gæti Orkuveitan ekki látið nægja að búa til peninga úr þeirri reynslu sem hún býr yfir með því að selja upplýsingar og ráð? Þá þyrfti ekki að stofna peningum skattborgar- anna í hættu. Á móti mætti spyrja hvers vegna t.d. Alcoa stofnar útibú á Íslandi í stað þess að kenna ótengdum framleiðend- um að búa til ál. Það er víða mat manna að þekking og reynsla sem byggst hefur upp í fyrirtæki nýtist best innan þess. Einnig gæti komið sér vel að hafa stjórn á framkvæmd- um og framleiðslu úti um heim til þess að kraftar heildarinnar nýtist sem best. Stjórn- endur Orkuveitunnar minnka áhættuna með því að stofna fyrirtæki með öðrum, en töluvert er þó lagt undir af fé borgaranna, um 20 milljarðar króna. Hættur Orkuveita Reykjavíkur er ekki fyrsta veitufyrirtækið sem hyggur á sigra á al- þjóðlegum markaði. Árið 1853 gaf Napól- eón þriðji Frakklandskeisari út tilskipun um stofnun Compagnie Générale des Eaux­ sem reka skyldi vatnsveitu í Lyon. Nokkrum árum síðar fékk fyrirtækið sér- leyfi til þess að selja vatn í París, Feneyjum og Konstantínópel. Lengi vel hélt það sig við vatnsveitur en upp úr 1980 fór það að teygja sig inn í aðra geira atvinnulífsins, þar á meðal flutninga, sorphreinsun, orku- framleiðslu og byggingarstarfsemi. Árið 1983 var það meðal stofnanda franska sjónvarpsfyrirtækisins Canal+. Umsvifin jukust hröðum skrefum, einkum eftir að nýr forstjóri, Messier, tók við á miðjum tíunda áratugnum. Mest jókst fyrirferð félagsins á fjölmiðlamarkaði. Árið 1998 var nafni þess breytt í Vivendi. Það starf- aði þá í 90 löndum og var með yfir 200 þúsund manns í vinnu. Skömmu síðar syrti í lofti. Tap Vivendis árið 2002 var hið mesta sem franskt fyrirtæki hafði orð- ið fyrir til þessa, yfir 20 milljarðar evra. Skipt var um stjórnendur og eignir seldar til þess að komast hjá gjaldþroti. Fyrirtæk- ið starfar enn í mjög smækkaðri mynd en ekki hefur enn tekist að leysa úr fjárhags- vanda þess. Útrásaráætlanir Orkuveitunnar eru enn sem komið er minni í sniðum en vatnsveitunnar í Lyon en í lögum frá 2001 virðist hún geta valið sér hlutverk: „Tilgangur Orkuveitu Reykjavíkur er vinnsla og framleiðsla raforku, varma og vatns, dreifing og sala afurða fyrirtækisins á­samt ­ hverri ­ þeirri ­ starf­semi ­ annarri ­ sem ­ nýtt ­getur ­rannsóknir, ­þekkingu ­eða ­búnað ­ f­yrirtækisins, ­sem ­og ­iðnþróun ­og ­nýsköp­un ­ af­ ­ hverju ­ tagi, ­ á­samt ­ annarri ­ viðskip­ta- ­ og ­ f­já­rmá­lastarf­semi ­ samkvæmt ­ á­kvörð- un ­ stjórnar ­ hverju ­ sinni [leturbreyting greinarhöfundar]. Heimilt er Orkuveitu Reykjavíkur að reka dótturfélög og eiga hlut í öðrum félögum.“ Rétt er að skoða skáletruðu málsgreinina vel, einkum sein- asta hluta hennar, þar sem fyrirvörunum á undan virðist vera eytt. Lítil takmörk virðast vera fyrir því hvaða verkefni Orku- veitan getur tekið að sér. Þurf­um við að taka þátt í þessu? Hér takast á tvö meginsjónarmið. Annars vegar gæti vel verið hagnaðarvon í því að selja margháttaða reynslu Orkuveitunn- ar úti um heim. Vera kann að gróðavon- in sé meiri ef fyrirtækið fjárfestir sjálft í útrásinni en ef það lætur nægja að selja öðrum ráð. Á hinn bóginn virðist nokk- uð langsótt að skikka almenning til þess að setja fé í áhættusamar fjárfestingar, sem eru fjarri upphaflegu markmiði Orkuveit- unnar um að skaffa borgarbúum vatn og rafmagn. Er ekki rétt að íhuga að losa Orkuveituna úr almannaeigu og láta þá um að taka áhættu af rekstri hennar sem kæra sig um það? Eig­narhal­d Á umræðunni má skilja að eignarhald á almannaþjónustu skipti sköpum. Veitur í einkaeigu séu mjólkaðar til þess að skapa gróða fyrir eigendurna en veitur í eigu rík- is og bæja vinni að almannaheill. Þetta er mikil einföldun. Stjórnendur opinberra fyrirtækja keppa oft að öðru en eigendur, ekki síður en forstjórar einkafyrirtækja. Þeim verður oft vel ágengt, því að ósjald- an skortir aðhald frá eigendum. Stundum má spyrja hver það er sem á hvað. Í ræðu á ársfundi Landsvirkjunar 1999 sagði Jó- hannes Geir Sigurgeirsson stjórnarformað- ur frá aðdraganda þess að komið var á sam- keppni í raforkusölu í Noregi: „Í viðræðum okkar Landsvirkjunar- manna við þarlenda forráðamenn í raf- orkugeiranum kom fram að helsta forsend- an fyrir þeim breytingum sem þeir fóru í fyrir um áratug síðan var hið svæðis- og sveitarfélagabundna skipulag sem þar var á framleiðslunni. Slíkt skipulag gerði það að verkum að hver orkuveita fyrir sig fór í framkvæmdir út frá sínum forsendum og í trausti þess að hún ætti ­viðkomandi ­mark- að [leturbreyting greinarhöfundar] og gæti alltaf velt kostnaðinum á neytendur á sínu svæði.“ f­ramhald ­á­ ­bls. ­4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.