Vísbending


Vísbending - 19.10.2007, Blaðsíða 3

Vísbending - 19.10.2007, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 4 0 . t b l . 2 0 0 7  Mynd:­Spá­Danske­bank­um­gengi­krónunnar gagnvart­dollar­borin­saman­við­raunveruleikann Í dag er liðið um eitt og hálft ár frá því að greiningardeild Danske bank gaf út skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem bar yfirskriftina ­Geyser ­ crisis. Í skýrslunni var dregin dökk mynd af íslensku efnahagslífi eins og yfirskrift skýrslunnar ber með sér. Rök Danske bank voru ekki öll úr lausu lofti gripin enda ljóst að ýmsir hagvísar sýndu fram á, og gera raunar enn, talsvert ójafnvægi í íslenskum þjóðarbúskap. Það er þó ljóst að svartsýni Dananna var slík að við megum prísa okkur sæl með að greiningaraðferðir þeirra hafi ekki staðist prófið. Geysiskrísan átti ekki eingöngu að leiða til þess að landsframleiðsla Íslands drægist saman um 5-10%, heldur var í raun fátt sem gat komið í veg fyrir alvar- lega fjármálakreppu á skerinu góða. Þar sem þenslu á atvinnumarkaði hafði á­vallt fylgt niðursveifla samkvæmt heimildum Danske bank var gert ráð fyrir 5-10% sam- drætti í einkaneyslu og væntanlegum halla á ríkisfjármálum. Að lokum var gert ráð fyrir að verðbólga myndi fara yfir 10% vegna gengisfalls. Nú eru greiningardeildir mikilvægur hlekkur í þjónustu við viðskiptavini stórra banka og þá sér í lagi fjárfesta. Með grein- ingum sínum gefa bankarnir ráðlegging- ar um arðbærar fjárfestingar og að sama skapi viðvaranir um þær sem ekki eru vænlegar til árangurs. Það er lítil bein ábyrgð sem fylgir orðum sem þessum, enda er eingöngu um ráðgjöf og spár að ræða en ekki beinar ákvarðanir fyrir hönd viðskiptavina. Það er þó ljóst að trúverðug- leiki greiningardeilda hlýtur að miklu leyti að fara eftir spáspeki þeirra og hversu vel þeim tekst til í ráðgjöf í efnahagsmálum. Oft hefur virst sem greiningardeildir á Íslandi eigi erfitt með að gefa afdráttar- laus ráð hvað varðar innlend hlutabréf. Orðið undirvogun er sjaldséð en þó birtist það alltaf öðru hverju. Það er kannski til marks um hversu gott er að fjárfesta í ís- lenskum hlutabréfum en einhverra hluta vegna er erfitt að samþykkja það sem einu ástæðuna fyrir slíkri ráðgjöf. Reynslan hefur leitt í ljós að hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum eiga það til að lækka eins og flest önnur. Þrátt fyrir að greiningardeild- ir innanlands séu stundum skrefi á eftir markaðnum í stað þess að vera skrefi á undan honum hafa rannsóknir leitt í ljós að ráðgjöf þeirra um hlutabréfakaup hefur skilað betri ávöx­tun en meðaltalsávöx­tun á markaðinum. Lítið hefur þó verið gert til þess að meta spádómsgáfu þeirra hvað varðar almennar efnahagsspár, s.s. hagspár, verðbólguspár og gengisspár. Það er þó vissulega hægt að mæla ár- angur á þessu sviði eins og öðrum, með misvísindalegum hætti. Að þessu sinni verður árangur íslenskra greiningardeilda ekki mældur, heldur verður kannað hversu vel fjárfestum hefði gengið hefðu þeir farið að ráðum Danske bank í fyrra- vor. Tímasetningin er engin tilviljun enda náði spátímabilið einungis yfir eitt til tvö ár og því er við hæfi að kanna árangurinn að einu og hálfu ári liðnu. Þess ber þó að geta að úttektin er mjög óformleg og öðru fremur ætluð til að gefa mynd af því hversu góð greining Carstens og Lars, sér- fræðinga Danske bank, raunverulega var. Til réttlætingar á þessum aðferðum má setja fyrirvara líkt og gert var í upphafi Geysisskýrslunnar. Fyrirvari: Fræðileg ­ greining ­ á­ ­ á­rangri ­ greiningardeilda ­er ­ekki ­hluti ­af­ ­kjarnastarf­- semi ­undirritaðs. ­Í ­starf­i ­sínu ­vinnur ­greinar- höf­undur ­að ­almennum ­ef­nahagsf­ramf­örum ­ en ­birtir ­ekki ­reglulegar ­á­rangurskannanir ­á­ ­ störf­um ­erlendra ­greiningaraðila. Skömmu eftir að Geysisskýrslan kom út gaf Danske bank út gjaldeyrisráðgjöf varðandi íslensku krónuna með yfirskrift- inni ISK ­ heading ­ f­or ­ serious ­ trouble. Um haustið reyndi Lars svo aftur fyrir sér í þjóðhagfræði Íslands þegar hann gaf út álit á komandi vax­taákvörðun Seðla- bankans: The ­devil ­is ­in ­the ­detail... ­sharp­ ­ ­slowdown ­in ­domestic ­demand. Sem dygg- ur viðskiptavinur hjá Danske bank hefði ég að sjálfsögðu hagað fjárfestingarstefnu minni samkvæmt þeim ráðleggingum sem fram komu í ofantöldum greiningum. Hér var augljóslega um skothelt fjárfest- ingartækifæri að ræða. Til að einfalda útreikningana verða fjár- festingar miðaðar við eitt ár í dæminu hér á eftir. Þannig er mjög einfalt að reikna út ávöx­tun á ársgrundvelli og ágóðann hefði verið hægt að nýta í fjölskylduferð í Lego- land eða jafnvel sumarferð til Mið-Austur- landa. Augljósasta fjárfestingartækifærið lá í skortstöðu á íslenska krónudvergnum sem enginn vildi. Þetta þýðir að við gerum samning um að kaupa dollara fyrir krónur á fyrir fram ákveðnu gengi í framtíðinni. Þar sem Danske bank gaf ekki út spágildi fyrir gengisvísitöluna stóð valið á milli þess að taka skortstöðu í krónunni á móti evru, dollaranum eða Norðurlandakrónu. Dönum er illa við evruna og það hljóm- ar ekki nógu gáfulega að taka skortstöðu í krónu á móti krónu. Með þetta í huga þá verður miðað við Bandaríkjadal. Gjaldeyrisspá Danske Bank kom út þann 22. september 2006. Á þeim degi var miðgildi krónunnar gagnvart dollara 72 krónur. Vax­tamunur á Íslandi og í Banda- ríkjunum var talsvert minni en hann er í dag en engu að síður talsverður. Ef gert er ráð fyrir að vax­tamunur yfir árið hafi verið Skideg­odt, Carsten! Frosti­­Ólafsson­­­­­­­­ hagfræðingur f­ramhald ­á­ ­bls. ­4 Gengi ISK Spá Danske Bank 21.3.2006 69,84 69,8 22.3.2006 71,97 69,98448 23.3.2006 71,24 70,16897 24.3.2006 73,47 70,35345 27.3.2006 72,72 70,53793 28.3.2006 71,9 70,72241 29.3.2006 71,48 70,9069 30.3.2006 70,33 71,09138 31.3.2006 70,87 71,27586 3.4.2006 72,92 71,46034 4.4.2006 72,07 71,64483 5.4.2006 72,28 71,82931 6.4.2006 72,93 72,01379 7.4.2006 72,42 72,19828 10.4.2006 73,36 72,38276 11.4.2006 74,04 72,56724 12.4.2006 75,45 72,75172 18.4.2006 75,75 72,93621 19.4.2006 77,54 73,12069 21.4.2006 77,92 73,30517 24.4.2006 76,84 73,48966 25.4.2006 74,49 73,67414 26.4.2006 75,06 73,85862 27.4.2006 73,99 74,0431 28.4.2006 74,72 74,22759 2.5.2006 73,65 74,41207 3.5.2006 74,32 74,59655 4.5.2006 72,23 74,78103 5.5.2006 71,87 74,96552 8.5.2006 71,53 75,15 9.5.2006 70,74 75,33448 10.5.2006 70,31 75,51897 65 kr. 70 kr. 75 kr. 80 kr. 85 kr. 90 kr. 95 kr. mar06 maí06 júl06 sep06 nóv06 jan07 mar07 Gengi ISK Spá Danske bank Gengi ISK í raun Spá Danske bank Heimild: ­Gjaldeyrissp­á­ ­Danske ­Bank ­f­rá­ ­22. ­sep­tember ­2006, ­Seðlabanki ­Íslands.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.