Vísbending


Vísbending - 23.01.2009, Blaðsíða 4

Vísbending - 23.01.2009, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 4 . t b l . 2 0 0 9 framhald af bls. 2 framhald af bls. 3 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar Í Morgunblaðinu birtist eftirfarandi 24.5.07: „Ólafur Ragnar sagði að Geir hefði gert sér grein fyrir viðræðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. „Þær eru í samræmi við það sem ég lýsti í síðustu viku um að viðræðum lyki á viku til tíu dögum. Eins og ég lýsti hef ég ætíð verið þeirrar skoðunar að æskilegt væri að flokkarnir gætu á skjótvirkan og árangursríkan hátt komið sér saman um nýja ríkisstjórn sem styddist við meirihluta á Alþingi án þess að forsetinn þyrfti að blandast inn í það mál með ítarlegum viðræðum við alla flokka eða að atburðarásin yrði mjög flókin,“ sagði forsetinn.“ Nú hefur forsetinn hins vegar skipt um skoðun og telur eðlilegt að fara í ítarlegar viðræður við alla flokka og setja þeim lífsreglur um hvernig stjórn eigi að mynda. Hann virðist telja að þegar forsætisráðherra segir af sér verði forsetinn alvaldur og alvís. Auðvitað má forsetinn hafa þá skoðun sem hann vill á stjórnarfari og því hverjir eigi að mynda stjórn. Það skiptir hins vegar engu máli því að það er meirihluti þingsins sem ræður því hvernig stjórn er mynduð. Margir hafa haft þá skoðun að utanþingsstjórn væri heppilegri en stjórn misviturra stjórnmálamanna. Það kann að vera en slík stjórn verður ekki mynduð nema þingmenn geti ekki komið sér saman um neina meirihlutastjórn. Slík stjórn gæti aldrei setið í óþökk þingsins. Forsetinn er nú reyndar ekki í fyrsta sinn þeirrar skoðunar að sveigja megi þingræðisregluna. Árið 1995 kom eftirfarandi frétt í Mbl. 25.4.: „Á fundi með forseta Íslands í gær bar Ólafur Ragnar formlega upp þá tillögu þingflokks Alþýðubandalagsins, að Halldór Ásgrímsson fengi umboð til að mynda ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna. Eftir fundinn sagði Ólafur Ragnar að þetta væri í samræmi við það sem flokksmenn hefðu sagt að undanförnu og í samræmi við það sem þeir teldu vera eðlilegt. „Við sáum ekki ástæðu til að hvika frá þeirri afstöðu þótt á síðasta sólarhring hafi komist upp um þetta hollustubandalag sem Halldór Ásgrímsson hefur sóst í með Davíð Oddssyni,“ sagði Ólafur Ragnar.“ bj Ætíð þeirrar skoðunar ekki að gera það. Stundum er mér svo heitt í hamsi, að ég verð að taka pennann og hella úr honum á pappírinn til þess að kvikni ekki í mér. Svo er allt þetta blek og vinna til einskis því að ég get ekki prentað afurðina. Ég var að ljúka við slíka grein og ég er mjög ánægður með hana. Það gerir veðraðri sál minni gott að lesa hana og dást að því hvílík vandræði hún kæmi mér og fjölskyldu minni í. Ég ætla að skilja hana eftir mig og birta hana úr gröfinni. Þar er málfrelsi sem er skaðlaust fjölskyldunni. hefur fylgt íslenzku efnahagslífi eins og skuggi um margra áratuga skeið, haldið útflutningsatvinnuvegum í spennitreyju og girt fyrir erlend viðskipti. Þessi bjögun er að miklu leyti óháð fyrirkomulagi gengisskráningarinnar, föstu gengi eða fljótandi.“ Röng hugsun Samkvæmt þessu getur vel verið að jafnvægisgengi krónunnar verði miklu veikara en haldið var fram í blaðinu í fyrra. Reyndar er rétt að taka það fram að það er raungengi en ekki nafngengi sem leitar jafnvægis (ef það gerist þá). Verðbólga veldur því að ekki er hægt að segja til um jafnvægi nafngengis til lengri tíma litið. Engu að síður er trúlegt að gengisvísitala á bilinu 175 til 190 sé mun nær lagi en 140 eins og áður var haldið fram. Þetta þýðir að erlendar skuldir gætu lækkað um 10 til 15% til viðbótar en varla miklu meira. Þorvaldur bendir á hættuna við að horfa á sögulegt gengi eins og gert var í Vísbendingu: „Hvenær fellur gengið? Hversu mikið? Það veit enginn. Hitt er næsta víst, að skellurinn getur komið illa við suma þeirra, sem ugga ekki að sér og halda að allt sé í himnalagi. Of hátt gengi krónunnar á sér langa sögu. Upphafið er hægt að rekja til verndarstefnu ríkisins í landbúnaði og síðar einnig í sjávarútvegi. Þegar háir tollar eru lagðir á innflutning til að vernda innlenda framleiðslu gegn erlendri samkeppni, dregur tollheimtan úr innflutningi og þá um leið úr eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri og verðið á gjaldeyri lækkar að því skapi, svo að gengi krónunnar hækkar. Þjóð, sem heftir innflutning, þarf að búa við hærra gengi en ella. Þannig hefur háttað til á Íslandi síðan 1927, og þannig er Afríka. Vandinn er kerfislægur á báðum stöðum. ... Ef einhver álitlegur hluti þess skammtímalánsfjár, sem hefur streymt hingað heim að undanförnu, skiptir um skoðun og streymir út aftur, fellur gengið líkt og gerðist fyrir áratug við svipaðar aðstæður í Suðaustur-Asíu. Þar var ríkið ekki helzti sökudólgurinn, heldur einkageirinn, sem sást ekki fyrir í lántökum og framkvæmdum – og komst í þrot með illum afleiðingum. Skammtímaskuldir bankakerfisins jukust langt umfram gjaldeyrisforða seðlabankanna, svo að erlendir lánardrottnar kipptu að sér hendinni og knúðu þannig fram gengisfall. Sumir græddu á tá og fingri, en almenningur sat eftir með sárt ennið. Hagvöxturinn þarna austur frá hvíldi þó á svo styrkum stoðum, að efnahagslífið þar komst aftur á réttan kjöl á nokkrum árum og blómstrar nú enn sem fyrr. Ýmsar ástæður liggja til þess, að ekki fór verr, þar á meðal mikil rækt við menntun og þokkalegur jöfnuður í skiptingu auðs og tekna.“ 1Greinina má sjá á slóðinni: http://www3.hi.is/~gylfason/Herdubreid.pdf Möppur vegna ársins 2009 hafa ekki verið sendar út vegna þess að birgðir hafa verið á þrotum. Áskrifendur eru beðnir að hafa biðlund í 2-3 vikur. [afkomenda Hollendinga í Suður-Afríku], virtir menn, skattgreiðendur, góðborgarar, sem máttu hafa skoðanir eins og hver annar, urðu fyrir aðsúgi á fundum sínum. Ræðumenn þeirra sættu illri meðferð og voru hraktir úr ræðustól af samborgurum sem höfðu aðra skoðun. Ég hef fundið það í Bandaríkjunum þegar múgur hefur ráðist inn á fundi og ráðist að ræðumönnum. Og ég finn sérstaklega fyrir því í hverri viku eða svo ef mig langar til þess að setja eitthvað á prent, þegar eitthvað segir mér að ég eigi Of hátt gengi krónunnar á sér langa sögu. Upphafið er hægt að rekja til verndarstefnu ríkisins í landbúnaði og síðar einnig í sjávarútvegi.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.