Vísbending


Vísbending - 27.04.2009, Side 4

Vísbending - 27.04.2009, Side 4
4 V í s b e n d i n g • 1 7 . t b l . 2 0 0 9 framhald af bls. 1 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar Svínaflensan Það er umhugsunarefni hvaða áhrif faraldur gæti haft á efnahag heimsins. Hagkerfið er nú þegar laskað og það bætir ekki úr skák ef milljónir vinnufærra manna veikjast og falla frá. Engin ástæða er til þess að ætla að Ísland myndi sleppa við farsótt fremur en önnur lönd. Þá hættir það að vera fyndið að spyrja: „Verður faraldur, Haraldur?“ Dauðans alvara tekur við. Sagan hefur mörg tilvik þar sem ógæfan hefur dunið yfir aftur og aftur. Á Íslandi má nefna farsóttir og eldgos. Spænska veikin kom í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar. Seinni heimsstyrjöldin kom í kjölfar kreppunnar og var reyndar ein af afleiðingum hennar. Þess vegna verða allir að taka það alvarlega að faraldur gæti breiðst út með skelfilegum afleiðingum. Mörgum finnst eflaust ekki á hörmungar heimsins bætandi en sjaldan er ein báran stök segir máltækið. Í versta tilviki gæti flensan höggvið stór skörð í ákveðna aldurshópa. Það er þó kaldranalegt að skammtímaáhrif gætu orðið þau að draga úr atvinnuleysi og efla þannig efnahagslífið. Orðuveitingin Það er fallegur siður að veita erlendum sendimönnum á Íslandi orður. Það léttist því brúnin á sendiherra Bandaríkjanna þegar forsetaembættið hafði samband við hann og bauð fálkaorðuna að skilnaði. Sendiherrann sem mun vera hin mætasta kona fékk til þess leyfi á æðstu stöðum að taka við orðunni. Á meðan gat forsetinn hugsað málið og komst að þeirri niðurstöðu að líklega væri það ekki eðlilegt að veita orðuna, enda væru slíkar orður aðeins veittar þeim sem væru þess verðir. Má þar nefna hinn kunna Íslandsvin Francescu von Habsburg, sem fékk orðuna fyrir það eitt að koma hér í heimsókn og hafði alls ekki lagt á sig þriggja ára dvöl eins og sendiherrann. Ekki má heldur gleyma því að í febrúar síðastliðnum fékk Nicole Michelangeli, fv. sendiherra Frakklands á Íslandi, stórriddarakross með stjörnu fyrir störf í opinbera þágu, en hann mun hafa dvalist hér um hríð. Annars er ótrúlegt að sendiherrann bandaríski sé að gera mál úr þessu. Konunni var boðið upp á kaffi. bj Bolli Héðinsson formaður Samtaka fjárfesta Í október urðu flestir stóratburðirnir í bankaheiminum, þeir ótrúlegu og sögulegu atburðir sem við upplifðum þá. Þó líður enn vart sú vika að ekki komi í ljós athafnir, sem allar ber að sama brunni, um lágt siðgæðismat og firringu þeirra sem mökuðu krókinn á Íslandi gærdagsins. Samtök fjárfesta háðu harða baráttu fyrir því að skráðum fyrirtækjum yrði gert skylt að upplýsa um laun og kjör stjórnenda í fyrirtækjunum. Þó það hljómi undarlega núna, þóttu samtökin á þeim tíma sýna mikla óskammfeilni með því ganga fram og krefjast slíkra upplýsinga. Í öllum samfélögum sem við viljum bera okkur saman við þykja slíkar upplýsingar sjálfsagðar og eru viðteknar í opnu nútímahagkerfi. Með því að mörg fyrirtæki hafa nú lent í opinberri eigu má ætla að hið opinbera eignarhald leggi enn ríkari skyldur á herðar hlutafélögum í eigu ríkisins um gegnsæi og upplýsingaskyldu. Það er greinilega ekki skilningur allra og sýnilega barátta fyrir höndum að gera opinberum aðilum slíkt ljóst. Samtök fjárfesta höfðu, löngu fyrir daga búsáhaldabyltingarinnar, háð baráttu fyrir opnu og gegnsæju samfélagi. Þeirri baráttu er langt í frá lokið. Mikilvægi fjármálaþjónustu Þó ekki blási byrlega fyrir atvinnuveginum „fjármálaþjónustu“ þá er það fráleitt að gefa sér að Íslendingar eigi í framtíðinni ekki að taka þátt í þeirri atvinnugrein, innanlands eða utan. Það má hins vegar ekki gerast með sjálfshóli og upphrópunum þar sem reynt er að telja fólki trú um yfirburði íslenska kynstofnsins til að stunda þau störf. Íslendingar eru ekki hætishót verri eða betri menn að upplagi til að stunda fjármálaþjónustu eða önnur störf yfirleitt. Hins vegar hefur mannorð íslensku þjóðarinnar verið svert mjög á þeim vettvangi, sem gerir henni erfiðara um vik en ella og um leið meiri kröfur. Opið gegnsætt samfélag Gjaldmiðillinn Íslenska krónan er gjaldmiðill sem hefur verið þjóðinni fjötur um fót allt frá því hann var skilinn frá dönsku krónunni á fyrstu árum fullveldisins. Fljótlega eftir að íslenska hagkerfið var opnað í kjölfar samninganna um Evrópska efnahagssvæðið urðu gagnsleysi krónunnar og áhætta af notkun hennar hverjum manni ljós sem það vildi sjá. Samt sem áður var það svo að ef menn töluðu um þá áhættu sem fólgin var í því að vera með eigin gjaldmiðil máttu þeir hinir sömu þola að vera úthrópaðir óþjóðhollir landráðamenn sem græfu undan gjaldmiðlinum. Þannig var Ísland; menn voru dregnir í dilka og þeir sem dirfðust að gagnrýna voru umsvifalaust flokkaðir óvinir og gátu átt á hættu útskúfun. Nú hefur það versta gerst, sem fyrir okkur gat komið. Meiri efnahagslegar hörmungar en nokkur gat séð fyrir. Það besta sem við getum vonað er að svo rækileg áföll, séu aðeins til þess fallin að losa okkur við allan vaðalinn en geri okkur kleift að vinda okkur fumlaust í þær betrumbætur á samfélaginu sem óhjákvæmilegt er að við tökumst á við. Með og móti Evrópusambandsaðild Hugmyndin um ESB-aðild mun verða uppi á borðinu allt þar til búið verður að fara í gegnum aðildar viðræður og bera þær undir þjóðina. Fyrir andstæðinga aðildar ætti það að vera kappsmál að farið verði í aðildarviðræður sem fyrst, svo hægt sé að hefjast handa og ræða um tillögur þeirra, ESB-andstæðinganna, til lausnar efnahagsvandans. ESB umræðan mun „þvælast fyrir“ öllum öðrum tillögum til úrbóta, þar til sú umræða hefur verið útkljáð, með niðurstöðu úr aðildarviðræðum og þjóðaratkvæði í framhaldi af þeim. Þannig ættu andstæðingar ESB-aðildar að vera hörðustu stuðningsmenn aðildar- viðræðna. Afstaða andstæðing a viðræðna ætti að vera sú, að þegar búið er að hafna aðild þá verði hægt að ráðast í að byggja efnahag þjóðarinnar upp, með þeim hætti sem þeim hugnast. vegna staða Dana veikist hlutfallslega á tímabilinu. Hins vegar er það athyglisvert að Finnar ná á þessum tíma að halda í horfinu miðað við meðaltalið. Ekki má gleyma því að Finnland var að koma út úr kreppu í upphafi tímabilsins, kreppu sem líka tengdist hruni Sovétríkjanna. Þessi samanburður kemur að mörgu leyti á óvart, einkum að Ísland hafi ekki staðið betur áður en að kreppunni kom. Hins vegar gefur hann líka vonir um að þegar úr rætist á ný geti landið náð sama árangri og aðrar þjóðir með því að beita aga við hagstjórn ef rétt hagstjórnartæki verða notuð.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.