Vísbending


Vísbending - 25.09.2009, Blaðsíða 3

Vísbending - 25.09.2009, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 3 8 . t b l . 2 0 0 9 3 framhald á bls. 4 Hagfræðin er mjög umdeild. Fáar fræðigreinar vekja jafnmikil viðbrögð almennings. Það er ekki skrítið þar sem hagfræði hefur frá upphafi skipað stóran sess í stjórnmálum og daglegu lífi fólks. Efnahagsmál hafa mikil áhrif á velferð almennings og samfélagið almennt. Viðhorf hagfræðinga eru ekki alltaf þau sömu og annarra í þjóðfélaginu. Sum lögmál markaðarins eru ekki í samræmi við þá tilfinningu sem almenningur hefur fyrir aðstæðum. Dæmi um þetta eru bág kjör verkafólks í þróunarríkjum. Þar þarf oft að vinna langan vinnudag við bágar aðstæður á launum sem Vesturlandabúum þykja ekki sæmandi. Fyrstu viðbrögð „upplýsts“ fólks eru oft þau að best sé að sniðganga framleiðslu fyrirtækjanna sem þræla starfsmönnum sínum út. Hagfræðingar eru ekki svo harðbrjósta að segja að slík starfsemi sé í góðu lagi. Viðhorf þeirra er að fólk vinni af fúsum og frjálsum vilja og starfið sé skásti kosturinn sem býðst. Þegar alþjóðleg fyrirtæki láta undan þrýstingi og flytja framleiðsluna til landa þar sem kjör fólks eru betri, versna kjör þeirra sem misstu vinnuna til muna. Því er ekki nóg að bera saman kjör þessa verkafólks við aðstæður á Vesturlöndum heldur þarf líka að bera þau saman við önnur tækifæri sem þetta fólk hefur. Viðhorf af þessu tagi valda slæmu orðspori hagfræðinga. Stundum sjá þeir hlutina undir þröngu sjónarhorni. Hins vegar ríkir alls ekki eining innan stéttarinnar um hvað sé rétt. Því er óvarlegt að tala um eitt eða annað sé best samkvæmt hagfræðinni. Viðhorf hagfræðinga Það er áhugavert að kanna skoðanir hagfræðinga, hvenær þeir eru sammála og hvenær þá greinir á. Til þess má nota eftirfarandi tvær leiðir. Önnur er að skoða allar greinar sem birtar hafa verið um viðfangsefnið í helstu fræðiritum hagfræðinnar. Hin að senda spurningalista á handahófskennt úrtak hagfræðinga og spyrja þá um hin ýmsu málefni. Hvorug aðferðin er mjög vænleg til árangurs. Þessar kannanir geta þó gefið vísbendingar um hvort grundvallarviðhorf stéttarinnar sé til. Nýlega birtist könnun af síðari gerðinni í Journal of American Institute for Economic Research þar sem spurningalisti var sendur á þá hagfræðinga í Sambandi bandarískra hagfræðinga sem höfðu doktorsgráðu. Þótt könnunin sé gerð meðal bandarískra hagfræðinga og um bandarísk málefni er Hvað segja hagfræðingarnir? margt þarna sem má hæglega yfirfæra á Ísland. Tafla 1 sýnir viðhorf þeirra. Nokkur meginatriði Könnunin var gerð árið 2007. Sendir voru spurningalistar á 325 doktora í hagfræði. Svarhlutfallið var 42%. Helstu niðurstöður könnunarinnar má sjá í meðfylgjandi töflum. Þar sést að 83% hagfræðinganna vildu afnema allar hömlur á milliríkjaviðskipti. Það þarf þó ekki endilega að þýða „Laissez-faire“ því 52% þeirra vilja hækka bætur til þeirra sem missa vinnuna vegna alþjóðlegrar samkeppni. Fyrirtækið Wal-Mart hefur haft mikla yfirburði á sínum markaði og tekjur þess eru meira en fimmfalt hærri en næststærsta smásalans. Vegna stærðar sinnar hefur Wal-Mart vakið mikinn ugg hjá mörgum stjórnmálaleiðtogum. Fyrirtækið hefur áhrif á vinnumarkað og efnahagslífið. Aðrir benda á að Wal-Mart hafi stuðlað að lægra vöruverði bæði hjá sér og samkeppnisaðilum og hafi komið bágstöddum sérstaklega vel. Hvað finnst hagfræðingunum? Könnunin sýnir að 72% aðspurðra telja ábatann vera meiri en kostnaðinn sem það veldur samfélaginu á meðan innan við 15% eru því ósammála. Annað er þó uppá teningnum þegar kemur að spilavítum. Aðeins 17% af hagfræðingum eru sammála þeirri fullyrðingu að spilavíti skapi meiri ábata fyrir samfélagið en kostnaði, en 53% voru því ósammála. Einstaklingsbundið val Oft hafa hagfræðingar verið tregari en aðrir til þess að segja skoðanir sínar á ákvörðunum almennings, enda gera þeir sér grein fyrir því að smekkur fólks er misjafn og erfitt að gera upp á milli kosta sem aðrir standa frammi fyrir. Samt valda persónulegir gallar, samfélagslegur þrýstingur, fyrirkomulag stofnana og stefna stjórnvalda því að jafnvel einfaldar ákvarðanir fólks í fjármálum virðast ekki vera þær bestu. Tafla 2 sýnir viðhorf hagfræðinganna til fjármála einstaklinga. Eins og Íslendingar vinna Bandaríkja- menn töluvert meira en íbúar á meginlandi Evrópu. Samt telur meirihluti aðspurðra, um 61%, að Bandaríkjamenn vinni ekki of mikið. Stór hluti af eyðslu fólks fer Tafla 1: Skoðun bandarískra hagfræðinga Tafla 2: Skoðun banda­ rískra hagfræðinga á vinnu, neyslu, húsnæðis­ málum og sparnaði *Hlutfall þeirra sem sagðist sammála eða mjög sammála fullyrðingunni. Tafla 1: Skoðun bandarískra hagfræðinga Viðfangsefni Fjöldi sammála* Bandaríkin ættu að afnema tolla og aðrar hömlur á utanríkisviðskipti 83% Bandaríkin ættu að hækka bætur til þeirra sem missa vinnu sína vegna alþjóðlegrar samkeppni 52% Bandaríkin ættu að banna genabætta uppskeru 7% Bandaríkin ættu að minnka kröfur til menntunar heilbrigðisstétta 64% Bandaríkin ættu að leyfa greiðslur til líffæragjafa 70% Bandaríkin ættu að setja skatt á óhollan mat 25% Bandaríkin ættu að afnema skattaafslátt vegna vaxtagreiðslna á húsnæðislánum 36% Wal-Mart verslun skapar yfirleitt meiri ábata í samfélagi en sem nemur kostnaðinum sem hún veldur 72% Spilavíti skapar yfirleitt meiri ábata í samfélagi en sem nemur kostnaðinum sem það veldur 17% Hagvöxtur í þróuðum ríkjum leiðir til meiri hamingju 48% Hagvöxtur í þróuðum ríkjum leiðir til meiri velsældar 87% *Hlutfall þeirra sem sagðist sammála eða mjög sammála fullyrðingunni Tafla 2: Skoðun bandarískra hagfræðinga á vinnu, neyslu, húsnæðismálum og sparnaði Meðalstarfsmaður í Bandaríkjunum vinnur: Of mikið Of lítið Hvorki of mikið né of lítið 36% 3% 61% Meðal Bandaríkjamaður neytir: Of mikils Of lítils Hvorki of mikils né of lítils 50% 0% 50% Hús í Bandaríkjunum eru: Of stór Of lítil Hvorki of stór né of lítil 32% 0% 68% Meðal Bandaríkjamaður sparar: Of mikið Of lítið Hvorki of mikið né of lítið 0% 69% 31% Heimild: Tafla 1: Skoðun bandarískra hagfræðinga Viðfangsefni Fjöldi sammála* Bandaríkin ættu að afnema tolla og aðrar hömlur á utanríkisviðskipti 83% Bandaríkin ættu að hækka bætur til þ irra sem mis a vinnu sína vegn alþjóðlegrar samkeppni 52% Bandaríkin ættu að banna genabætta uppskeru 7% Bandaríkin ættu að minnka kröfur til menntunar heilbrigðisstétta 64% Bandaríkin ættu að leyfa greiðslur til líffæragjafa 70% Bandaríkin ættu að setja skatt á óhollan mat 25% Bandaríkin ættu að afnema skattaafslátt vegna vaxtagreiðslna á húsnæðislánum 36% Wal-Mart verslun skapar yfirleitt meiri áb ta í samfélagi en sem nemur kostnaðinum sem hún veldur 72 Spilavíti skapar yfirleitt meiri ábata í samfélagi en sem nemur kostnaðinum sem það veldur 17% Hagvöxtur í þróuðum ríkjum leiðir til meiri hamingju 48% Hagvöxtur í þróuðum ríkjum leiðir til meiri velsældar 87% *Hlutfall þeirra sem sagðist sammála eða mjög sammála fullyrðingunni Tafla 2: Skoðun bandarískra hagfræðinga á vinnu, neyslu, húsnæðismálum og sparnaði Meðalstarfsmaður í Bandaríkjunum vinnur: Of mikið Of lítið Hvorki of mikið né of lítið 36% 3% 61% Meðal Bandaríkjamaður neytir: Of mikils Of lítils Hvorki of mikils né of lítils 50% 0% 50% Hús í Bandaríkjunum eru: Of stór Of lítil Hvorki of stór né of lítil 32% 0% 68% Meðal Bandaríkjamaður sparar: Of mikið Of lítið Hvorki of mikið né of lítið 0% 69% 31% Heimild: Heimild: The Policy Views of American Economic Association Members: The Results of a New Survey A Journal of American Institute for Economic Re- search. Econ Journal Watch. Volume 6, Number 3 September 2009, pp 337-348.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.