Vísbending


Vísbending - 25.09.2009, Page 4

Vísbending - 25.09.2009, Page 4
4 V í s b e n d i n g • 3 8 . t b l . 2 0 0 9 framhald af bls. 1 Aðrir sálmar Ein af afleiðingum bankahrunsins er að Íslendingar hafa staðið einir og óstuddir í samfélagi þjóðanna. Að minnsta kosti er það upplifun margra landsmanna. Ögmundur Jónasson fer örugglega nærri tilfinningu margra þegar hann segir á vefsíðu sinni: „Alltaf voru Íslendingar með hnífinn gömlu nýlenduherranna á barkanum. Handrukkararnir í AGS mættu þeim til fulltingis með sínar þumalskrúfur og ESB sýndi að þegar á reynir þjónar bandalagið fyrst fjármagni, síðan fólki.“ Enginn vill lána Íslendingum peninga, ekki einu sinni Norðurlandaþjóðirnar að Færeyingum undanskildum. Það er ekki að undra að krafa margra sé, að fyrst enginn vill vera vinur þjóðarinnar þá skuli Íslendingar arka áfram einir. Menn segja sem svo: „Við þurftum ekki á útlendingum að halda hér áður fyrr. Þjóðin lifði það af.“ Skoðun þessu lík virðist orðin stefna heilla flokka. Máltækið segir: Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Það skrítna er að svo virðist sem þjóðin hafi engan áhuga á að hjálpa sér sjálf. Iðnaðarráðherra neitar að endurnýja viljayfirlýsingu um uppbyggingu álvers á Húsavík. Umhverfisráðherra tefur lagningu Suð- vesturlínu og þar með áform um álver í Helguvík. Samningum um gagnaver er enn ólokið. Kaup Magma energy á hlut í HS Orku eru fordæmd. Það er eins og ráðamenn þjóðarinnar vilji ekki fá útlendinga til þess að koma að nýrri uppbyggingu. Ágætur hagfræðingur lýsti ástandinu svona: „Hvað gerir maður, ef frændi manns kemur til manns eftir að hafa drukkið frá sér aleiguna og sett fjölskylduna á vonarvöl og biður mann svo að gefa sér milljón? Segir maður nei? Ekki endilega, en maður myndi segja honum að hann fengi milljónina, ef hann færi í meðferð.“ Því miður virðist ástandið æ meira minna á það, að þeir sem stjórna landinu vilji ekki fara í meðferð. Stjórnin slær á hönd þeirra sem vilja byggja upp með þjóðinni, kannski af ótta við að þeir gætu grætt peninga líka. Íslendingar neita að hjálpa sér sjálfir og neita samvinnu við útlendinga. Ef guð er útlendingur viljum við ekki hjálp frá honum heldur. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Minn herra á engan vin framhald af bls. 3 Peningastefna óskast Peningastefna Seðlabankans miðaði lengi vel fyrst og fremst að því að ná ákveðnu verðbólgumarkmiði. Það markmið náðist aldrei, fyrst og fremst vegna þess að það er mjög erfitt að hafa áhrif á hagkerfi eins og það íslenska þar sem fyrirtæki voru að miklu leyti með lán í erlendri mynt sem fylgja allt öðrum vaxtalögmálum. Um skipbrot þeirrar stefnu þarf ekki að ræða frekar. Í janúarhefti Peningamála Seðla bank- ans kemur eftirfarandi fram: „Megin- viðfangsefni peningastefnunnar um þessar mundir er að stuðla að stöðugleika í gengismálum og styrkja gengi krónunnar.“ Þessi stefna virtist halda fram í mars, en fram undir miðjan mánuðinn styrktist gengi krónunnar smám saman. Eftir það veiktist hún á ný fram í ágúst en hefur haldist tiltölulega stöðug síðan. Stefnan virtist í góðu samræmi við upprunaleg markmið Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Eftir síðasta fund peningastefnu- nefndar kemur fram ný stefna: „Á meðan á umbreytingaskeiðinu stendur munu ákvarðanir í peningamálum taka mið af því markmiði að stuðla að stöðugu gengi krónunnar.“ Hér er því búið að leggja á hilluna hugmyndir um styrkingu krónunnar á „umbreytingaskeiðinu.“ Ekki er fyllilega ljóst hvaða tímabil það er og hvenær því lýkur, en ætla má að áfanga yrði náð ef samkomulag um Icesave-skuldirnar lægi fyrir, endurreisn bankanna væri lokið og fjárlög samþykkt. Vonandi er það ekki óhófleg bjartsýni að vona að þessir áfangar náist á næstu þremur mánuðum. Samkvæmt því ætti gengi krónunnar að geta styrkst upp úr áramótum. Lítill vafi virðist leika á því að Seðla- bankinn lítur til samvinnu við Seðlabanka Evrópu í náinni framtíð. Svo vitnað sé aftur í minnisblað Deutche Bank þá hefði Ísland þá eins og Írland „aðgang að fjármagni til að aðstoða bankakerfið og ríkissjóð. ... Náttúruleg auðæfi og aðildarumsókn Íslands að ESB leiði til þess að landið eigi möguleika á að ná sér snögglega að nýju á næstu eina eða tveimur árum.“ Ársæll og Heiðar Már koma inn á hættuna við krónu í höftum í niðurlagsorðum: „Ekkert nútímahagkerfi getur starfað á hagkvæman hátt í miðstýringu. Ísland þarf að hafa aðgang að fjármagnsmarkaði. Einfaldasta leiðin til þess er að færa landið inn á alþjóðlegt gjaldmiðilssvæði með upptöku nýrrar myntar. Við það yrðu fjármagnshreyfingar frjálsar á ný, vaxtakostnaður myndi lækka gríðarlega, verðbólga hjaðna og hagvöxtur taka strax við sér. Við það yrði Ísland einnig laust við þá hættu sem nú steðjar að hagkerfinu – að til verði nýr aðall á Íslandi – hafta-aðallinn.“ til húsnæðis en 69% hagfræðinganna töldu flesta kaupa hús af eðlilegri stærð. Bandaríkjamenn taka samkvæmt könnuninni helst rangar ákvarðanir um sparnað því heil 70% aðspurðra telja fólk spara of lítið þar í landi. Að lokum var spurt hvort hagvöxtur leiddi til meiri velsældar og hamingju. Samkvæmt umfangsmikilli félagslegri rannsókn frá 2006 hefur hamingja Bandaríkjamanna staðið í stað allt frá árinu 1972 á sama tíma og mikill hagvöxtur hefur skilað meiri tekjum en hafa áður þekkst. Þrátt fyrir það trúir næstum helmingur aðspurðra því að Kári S Friðriksson hagvöxtur leiði til aukinnar hamingju. Þó skiptir hagvöxtur ekki jafnmiklu máli og ætla mætti út frá mælikvarða hagfræðinga um að peningar séu það eina sem skiptir máli. Þeir leggja greinilega aðra merkingu í velferð en í hamingju, því 88% töldu hagvöxt leiða til aukinnar velferðar. Doktorar í hagfræði hafa ekki fullkom- inn skilning á þjóðfélaginu. Flestir hafa þó einlægan áhuga á því hvernig má bæta (efnahagslega) velferð fólks. Þeir vita kannski ekki hvernig á að auka hamingjuna, en góða hugmynd hvernig bæta mætti velferð. Eftir síðasta fund peningastefnu­ nefndar kemur fram ný stefna: „Á meðan á umbreytingaskeiðinu stendur munu ákvarð­ anir í peningamálum taka mið af því mark­ miði að stuðla að stöðugu gengi krónunnar.“

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.