Vísbending


Vísbending - 14.04.2009, Blaðsíða 2

Vísbending - 14.04.2009, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 1 5 . t b l . 2 0 0 9 er eins og skúta sem stefnir stórlega löskuð í nýtt strand verði henni ekki bjargað. Á meðan áhöfnin deilir um það hverjum fyrra strand sé að kenna hugar hún ekki að hættum framundan. Næsta strand gæti haft mun verri afleiðingar en það fyrra þar sem ástand skútunnar er svo slæmt. Stefnumörkun felst í eftirfarandi: 1. Umsókn um aðild að ES 2. Samstarfi við Seðlabanka Evrópu um gengi krónunnar 3. Samkomulagi við erlenda og innlenda kröfuhafa bankanna um endurreisn bankakerfisins 4. Samkomulagi við erlenda eigendur krónubréfa til að styrkja gengið Síðastliðið haust var aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eina haldreipi þjóðarinnar til skamms tíma. Sumir töldu að þjóðinni væri meiri sæmd að því að sökkva en grípa þann bjarghring. Sem betur fer var farið að viturra manna ráðum í því efni. Þeir sem hafna nú Evrópusambandsaðild hafa ekki bent á neina aðra leið úr rústum bankahrunsins. Fái þeir að ráða er hætt við að þeirra ógæfustjórn leiði þjóðina í enn meiri ógöngur. meðan ekki hefur verið mótuð nein framtíðarstefna í peningamálum og almennu efnahagsumhverfi. Þessu þarf að breyta og Íslendingar mega ekki hrekja bestu fyrirtæki landsins til útlanda. Nú er þörf á að fjölga störfum en ekki fækka. Andstæðingar Evrópusambandsins klifa á því að evran sé engin töfralausn. Það er rétt, en henni fylgja margir kostir. Sveiflur á gengi krónunnar og hið mikla fall hennar hafa komið mjög illa við bæði almenning og fyrirtæki á Íslandi. Innganga í ES, þar sem stefnt yrði að þátttöku Íslands í evrópska myntsamstarfinu svo fljótt sem auðið er, myndi draga úr óvissu í efnahagsmálum. Hugsanlegt er að samhliða því sem sótt verður um aðild mætti leita til Evrópska seðlabankans um að hann styddi við gengi krónunnar meðan unnið væri að því að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evru. Þannig myndi gengi krónunnar styrkjast þar til jafnvægi væri náð. Líklegast yrði það gengi veikt í sögulega samhengi vegna þess hve miklar erlendar skuldir þjóðarinnar eru. Þegar jafnvægi næst væri genginu haldið innan ákveðinna marka gagnvart evru líkt og gert hefur verið í Danmörku um árabil. Evran færir því þjóðinni stöðugleika. Raunvextir á Íslandi eru 10-15% meðan nágrannalöndin hafa fikrað sig nær núllinu við hverja vaxtaákvörðun. Því er staða íslenskra fyrirtækja afar slæm gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. Skuldir ríkisins stefna í 1.500 milljarða króna. Hvert prósentustig í vöxtum jafngildir 15 milljörðum króna. Ef vaxtaálag lækkar um 3% við það að ganga í Evrópusambandið, eins og ráða má af kjörum lána til ES ríkja sem eru nú í vanda, sparar það 45 milljarða króna vaxtagjöld á ári Það er um það bil þriðjungur af fjárlagahalla þjóðarinnar. Verði stefnu í gjaldeyrismálum ekki breytt munu núverandi aðstæður líklega versna enn. Krónan hefur ekkert traust erlendis og yrði áfram sveiflukennd og lágt skráð. Gjaldeyrishöft yrðu viðvarandi vegna mikillar hættu sem afnám þeirra hefði í för með sér. Ísland yrði einangrað á fjármálamörkuðum og þyrfti í raun að ganga úr Evrópska efnahagssvæðinu því að skilyrði fjórfrelsisins væru ekki uppfyllt hér á landi. Bankar kæmust á ný í þrot með alvarlegum afleiðingum fyrir ríki og þjóð. Mörkum stefnu til framtíðar Þess vegna er það meginatriði að taka strax að taka stefnuna í átt að evrunni þar sem þjóðin má engan tíma missa. Ísland Innan fárra daga gengur þjóðin að kjörborðinu. Flestir búast við því að nú fari í hönd þeir dagar þar sem margir tiltölulega heiðarlegir menn fara vísvitandi með ósannindi. Því miður er tiltrú almennings á stjórnmálamönnum afar lítil og ekki að ástæðulausu. Þeir segja að sjálfsögðu ekki alltaf ósatt, en þegar menn eru ósammála um flestar staðreyndir, jafnvel í einföldum málum er ljóst að þeir geta ekki allir sagt satt. Lygina er hægt að gera að vísindagrein eins og svo margt annað. Jósep Göbbels áróðursmálaráðherra Hitlers náði afburðatökum á henni. Hér er þó fjallað um lygina fyrst og fremst til þess að lesendur geti varast hana. Hinar ýmsu myndir blekk inga Áður hefur verið fjallað í Vísbendingu um bókina Liar’s Pardise eftir Graham Edmonds. (Sjá 9. tbl. 2007). Nú verða skoðaðar sérstaklega hinar ýmsu tegundir lyginnar sem kynntar eru í bókinni. Hvít lygi. Sett fram til þess að hlífa viðmælandanum. „Mikið ertu vel klipptur.“ „Þetta var skemmtileg saga.“ Skrök. Smálygi. Til dæmis þegar fólk sem er með stúdentspróf segist tala dönsku vel eða skrifa frönsku reiprennandi.. Gróf lygi. Oft sett fram í örvæntingu eða til þess að fela mistök, annað hvort hjá sjálfum sér eða vini sínum. „Ég man ekki eftir því að hann hafi dottið í laugina í jakkafötunum.“ Eða: „Ég veit ekki hver borgaði fyrir þessa veiðiferð.“ Þvaður. Blanda af ósannindunum hér á undan þar sem bætt er við blekkingum til þess að gefa fegraða mynd. Þeim hefur oft verið beitt í bókhaldi fyrirtækja til þess að láta hlutina líta betur út en þeir gera í raun og veru. Pólitísk sjónhverfing. Af sama toga og þvaðrið, en bætt við ákveðinni fágun sem menn í viðskiptum hafa oft ekki. Tvöfalt siðgæði er talið sjálfsagt og hiklaust logið að trúgjörnum fjölmiðlamönnum. Glæpsamleg lygi. Undir þetta falla falsanir og svindl og tilraunir til þess að fela slóðina. Watergate-hneykslið er eitt frægasta dæmið þar sem lygasamsærið eftir glæpinn varð mönnum að falli. Stóra lygin. Þetta var sérgrein Dr. Göbbels á sínum tíma. Með því að endurtaka stóru lygina nógu oft varð hún sannleikur vegna þess að enginn treysti sér til þess að efast um hana. Af svipuðu tagi var trúin á útrásina á Íslandi. Hver á fætur öðrum dásamaði útrásarvíkingana, sem voru stórkostlegir vegna þess að allir trúðu því að þeir væru það. Hvers vegna er svona auðvelt að ljúga? Aðstæður skipta lygarann miklu. Stundum vilja menn láta ljúga að sér. Til dæmis þegar sögð er gamansaga eða mönnum er hrósað af litlu tilefni. En stundum eru aðstæður betri til ósanninda en venjulega. Tökum dæmi: Umhverfið. Ef áheyrendur þekkja ekki þann sem talar, til dæmis ef hann er útlendingur, er líklegt að hann eigi auðveldara með að halda fram einhverju fjarstæðukenndu en sá sem menn þekkja vel. Menn eiga flestir erfiðara með að ljúga að vinum sínum en ókunnugu fólki. Góðir lygarar eru oft fólk sem á ekki marga nána vini. Samsæri. Stundum vill heill hópur af einhverjum ástæðum viðhalda ósannindum. Frægt dæmi er Enron þar sem stjórnendur Í sannleika sagt framhald á bls. 4 framhald af bls. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.