Vísbending


Vísbending - 14.04.2009, Blaðsíða 4

Vísbending - 14.04.2009, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 1 4 . t b l . 2 0 0 9 framhald af bls. 3 framhald af bls. 2 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar Vonin blíð Margt af því sem við gerum byggist á væntingum. Þegar bankarnir hrundu í október síðastliðnum fór þjóðin strax í þunglyndi vegna hækkandi skulda og minni eigna, þó að í raun hefðu fæstir ætlað að selja eignirnar né borga skuldirnar í náinni framtíð. Ástæðan fyrir depurðinni var að menn þóttust vita að framtíðin yrði önnur en þeir ætluðu. Væntingar eru einn helsti áhrifavaldur í viðskipum og efnahagskerfinu öllu. Kreppur lengjast vegna þess að menn sjá ekki fram á að svartnættinu ljúki nokkurn tíma og góðærisglýjan helst lengi eftir að hinu eiginlega góðæri lýkur. Þess vegna er mikilvægt að senda jákvæð skilaboð út í atvinnulífið. Fyrrverandi seðlabankastjóri hafði lög að mæla um að enginn talar kjark í þjóðina. Obama Bandaríkjaforseti segist sjá jákvæð teikn um að viðsnúningur sé í nánd á sama tíma og fréttir berast af minnkandi sölu almennt. Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum hefur aðeins rétt úr kútnum að undanförnu vegna þess að menn vilja trúa forsetanum. Hér á landi er hlutabréfamarkaðurinn nánast horfinn. Gengisvísitalan er sá hitamælir sem forráðamenn fyrirtækja líta á til þess að sjá hvernig staðan er. Meðan krónan styrktist dag frá degi og gengisvístalan lækkaði hækkaði brúnin á forráðamönnum fyrirtækja. Þeir vissu að skuldir þeirra lækkuðu og töldu að líklegra væri að viðskiptavinir vildu kaupa af þeim vörur og þjónustu. Þeir sjálfir voru því fúsari að taka ákvarðanir um kaup á vöru og þjónustu frá öðrum. Seðlabankinn hafði stutt við gengi krónunnar í þeim litlu viðskiptum sem voru á frjálsum markaði. Þetta var auðvelt vegna gjaldeyrishaftanna og í samræmi við yfirlýsta stefnu IMF. Seinnihluta mars er eins og stjórnendur þar (og í fjármálaráðuneytinu) hafi farið á taugum og hætt að kaupa gjaldeyri á markaði. Krónan veiktist aftur og þunglyndið hóf innreið sína á ný. Samtímis hægðist á hjólum efnahagslífsins. Þetta hefur örugglega haft miklu neikvæðari áhrif á fjárhag ríkisins en smávægileg gjaldeyriskaup. Svona getur verið dýrt að kunna lítið í sálfræði. bj sáttargerð. Sú sátt stóð allan síðari hluta viðreisnartímans og var ein helsta skýring þess að vel tókst til í viðureign við þá örðugleika sem um þetta leyti steðjuðu að vegna aflabrests og verðfalls á erlendum mörkuðum. Niðurstaða Hér hafa verið rakin þrjú mikilsverð atriði sem voru forsendur þess að viðreisnin kom til sögunnar og náði fram að ganga: 1. Skoðanaskipti í Alþýðuflokknum, ekki síst vegna áhrifa erlendis frá 2. Endanlegar ógöngur millifærslukerfisins 3. Upphaf samskipta ríkis og verkalýðs - hreyfingar sem, byggðust á gagn- kvæmri viðurkenningu Allt eru þetta meginatriði stjórnmálalegs og efnahagslegs eðlis. Við þau verður þó að bæta öðrum atriðum sem eru kerfisleg, það er fela í sér breytingar á því umhverfi stofnana sem stjórn efnahagsmála hvílir á. Þau ber fyrst að nefna stofnun sérstaks seðlabanka sem að fullu var skilinn frá hlutverki viðskiptabanka og hafði með höndum yfirstjórn peninga- og gengismála í samráði við ríkisstjórn, ásamt eftirliti með starfsemi fjármálastofnana. Þetta hafði ekki verið gert 1950, enda þótt slík breyting hefði upphaflega verið hluti af tillögum Benjamíns Eiríkssonar og þegar verið á dagskrá á dögum Skipulagsnefndar atvinnumála á árunum fyrir styrjöldina. Mikilvægi þessarar umbótar kom í ljós þegar á fyrsta ári viðreisnar er nauðsynlegt reyndist að lækka gengið að nýju, eins og áður er vikið að. Annað atriði var að koma á fót stofnun er fylgst gæti náið með þróun efnahagsmála og verið ríkisstjórn staðfastlega til ráðuneytis í þeim efnum. Þetta var fyrst í stað gert með stofnun efnahagsráðuneytis sem skömmu síðar var breytt í Efnahagsstofnun er heyrði undir forsætisráðherra og starfaði í nánu samráði við seðlabanka og ráðuneyti, ekki síst fjármála- og viðskiptaráðuneyti. Þriðja atriðið af þessu tagi var sú ákvörðun að hefja umbæturnar í náinni samvinnu við alþjóðastofnanir, það er Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og Efnahagssamvinnus tofnun Evrópu (OEEC), sem um þessar mundir var að breytast í Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunina (OECD). Þetta hafði ekki verið gert við gengislækkunina 1950, sem leiddi til þess að ekki reyndist unnt að fella niður höft eins mikið og fljótt og æskilegt hefði verið vegna skorts á nægum gjaldeyrisforða. Nú sáu þessar stofnanir fyrir þeim varasjóði er nægði til þess að frjáls innflutningur og gjaldeyrisviðskipti gætu þegar orðið að veruleika, auk þess sem náin tæknileg samvinna við stofnanirnar báðar kom að góðum notum. Um leið varð landið virkur aðili að báðum þessum alþjóðastofnunum, gerði markmið þeirra að sínum og kappkostaði að fylgja settum reglum. Samhliða þessu opnaðist leiðin til þess að Ísland gæti orðið þátttakandi í þeim viðskiptalega samruna Evrópuríkja sem þá var hafinn. virðast hafa áttað sig á því að fyrirtækið var byggt upp úr froðu en enginn sagði neitt. Íslenskir stjórnmálamenn og seðlabankastjóri vörðu bankakerfið fyrir ári. Nú segjast þeir hafa vitað vel að í óefni stefndi (þó að þeim komi ekki saman um hve vel þeir hafi verið upplýstir um málin). Leti. Ekki eru allir lygarar mjög metnaðarfullir. Á Íslandi komst bankamaður upp með það árum saman að setja inn á yfirlit viðskiptavina gjald sem rann beint í hans vasa. Enginn hafði fyrir því að kanna hvaða gjald þetta væri árum saman og ekki komst upp um kauða fyrr en hann fór loks í sumarfrí. Vanræksla. Hér getur lygin leitt til mjög alvarlegrar niðurstöðu. Ef öryggisvörður kannar ekki hvort brunaútgangur virkar getur það haft mjög alvarleg áhrif. Venjur. Lygin getur komist upp í vana. Ef maður skrökvar því að hann sé með einhverja prófgráður verður honum það léttara eftir því sem hann segir það oftar. Endurtekning. Auglýsendur, stjórn- mála menn, og prestar halda áfram að boða sama „sannleik“ dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Með því að hamra á því sama fara áheyrendur og jafnvel þeir sem flytja fagnaðarerindið að trúa því sem sagt er. Hneykslun. Allir kannast við setningar eins og: „Heldurðu virkilega að ég myndi gera annað eins?“ Margir trúa manni sem horfir bláeygur í sjónvarpsmyndavélarnar og lítur út eins fermingardrengur. Þetta er ein áhrifamesta aðferðin til þess að segja ósatt þangað til upp um menn kemst. Sem betur fer er ekki allt sem menn segja lygi. Hvorki í viðskiptum né stjórnmálum. Jafnvel menn sem hafa það að atvinnu að vera heiðarlegir, eins og prestar eða löggiltir endurskoðendur eru þó ekki alltaf barnanna bestir. Þess vegna ættu allir að búast við því að það geti verið logið að þeim. Menn eiga að láta sér detta í hug að ekki sé allt sé satt og rétt sem þeim er sagt.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.