Austurstræti - 23.06.1938, Page 15

Austurstræti - 23.06.1938, Page 15
AUSTURSTRÆTI kúnni sinni 50 pund af töðu í mál og’ svo nokkuð til viðbót- ar, sem hann segði engum, og það væri síld. Þeir sem á frá- sögn hans heyrðu, fóru að efast um að kýrin gæti torgað svona mikilli fóðurgjöf. Brást hann þá reiður við og spurði þá, sem áttu tal við hann: „Vogið þið ykkur að rengja sykurvigtin’a í búðinni? Ég get svarið það, ég gef henni kúfaðan 50 punda sykurkassa í mál og hún sleik- ir það upp í skít“. Eitt sinn var Jón staddur á fiskiskútu norður í Strandabugt, var hann þá sendur niður í lest og átti að hringa þar niður trossu. Skipstjórinn kom þá fram á lúgukantinn og kallaði til hans að hann bæri sig ekki rétt að þessu, hann ætti að hringa trossuna niður sólarsinn- is. Kallaði Jón þá upp úr lest- inni: „Hvernig í ósköpunum á ég að vita hvernig sólin gengur hér norður í Strandabugt og það niður í lest“. Öðru sinni var Jón staddur úti á Barðagrunni. Það er eitt af beztu fiskimiðum Vestfjarða. Var vel um fisk, og menn í góðu skapi yfir feng sínum. — Morðinginn sem söng. Hann söng lög úr óper- unni Tosca, eftir að dauðadómurinn hafði verið kveðinn upp. Þetta skeði við réttarhöld í Belgrad nýlega. Ungur maður, sem dæmdur var til dauða og setið hafði hljóður með- an á því stóð, reis skyndilega á fætur er dómarinn hafði lokið máli sínu, hneigði sig djúpt og virðulega fyrir áhorfendum, dró að sér andann djúpt og byrjaði svo allt í einu að syngja turn-aríuna úr Tosca, með hárri og glæsilegri röddu. — Það sló dauðaþögn á salinn og allir hlustuðu undrandi og stórhrifn- ir þar til fangaverðirnir, sem einnig voru gagnteknir áttuðu sig og stöðvuðu sönginn með því að grípa fangann og fara með hann út úr réttarsalnum. En fólk fór heim með tárin í augunum. Barðagrunn er eitt af djúpmið- unum. Hrópar þá Jón upp yfir sig og segir: „Það vildi ég óska að Island væri komið út í hafs- 15

x

Austurstræti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.