Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 8

Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 8
15 Alþingistíðindi Kaplaskjóls 16 hinn gífurlegasta arð — svo er erlendum konum fyrir að þakka. Skinnið af einum ref er mörg hundruð króna virði í meðalári, en í kuldatíð kemst það miklu hærra. Svo er fleira af skolla að hafa en skinnið, því nú hafa erindrek- ar stjórnarinnar útvegað tollfrían markað fyrir kjötið, sje það sent kælt til Kína, og mætti nú leigja sjerstakt kæliskip tjl til- rauna með kjötið, og ef halli kynni að verða, mun hann greiddur af norðlenskum kaupfjelögum. — Það er ekki meining mín að lögð verði algerlega niður öll sauðfjárrækt, því eins og menn vita er sauðakjöt uppáhaldsfæða refa, og get jeg því til sönnunar fært, kindina, sem tóan drap í Grindavík um daginn —. Til þess að brjóta ekki í bág við fjall- skilareglugerð Reykjavíkur nje Dýravernd- unarfjelagið, verður það að bannast að refum sje haldið innan gripheldra girð- inga. — Samþ. Fyrirspurn frá 3. þm. Ks. til stjórnarinnar um það hvorir sjeu gáfaðri sveitaþingmenn eða kaupstaðaþingmenn. Greinargerð: Þar sem þetta mál hefir valdið sundr- ungu í sumum skólum landsins, komist jafnvel inn í skólaskýrslur og verið rætt í blöðunum, með mismunandi árangri, vil jeg skora á stjórnina að ráða því heppilega til lykta. Jafnframt skal þess getið að jeg og minn flokkur höfum hið megnasta van- traust á núverandi stjórn, í einu og öllu. Svar við fyrirspurninni. 2. þm. Ks.: Þessa fyrirspurn verð jeg að telja þarflitla, eins og flestar aðrar fyrir- spurnirnar sem dyngt er hjer inn í deild- ina. Það eru nefnilega óskrifuð lög hjá þessari þjóð, að þingmenn þekki bæði á peninga og á klukkuna og ennfremur að þeir hafi tekið vísdómstennurnar eða sem heima í Kaplaskjóli er kallað, að komnir sjeu upp í þeim bitar og jaxlar. Annars mætti vísa hv. fyrirspyrjanda til nábúa-þingsins, þar sem Jónas og allir ráðherrarnir eru sveitapiltar, að upprun- anum til, en Tryggvi kaupstaðardrengur, alinn upp á Reykjavíkurmölinni. En hvorki í sveit nje á. Jeg leyfi mjer því að bera fram svo- hljóðandi, dálítið rökstudda dagskrá: Með því að flokkarnir kinoka sjer við að fara í mannjöfnuð og Alþingi hefir áður samþykt að á því sitji vitrustu og mestu menn þjóðarinnar, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Erindi til þingsins um Kapp- skýlingaheimili í Reykjavík. Flm. 12. þm. Ks.: Þetta mál hefir verið rætt svo rækilega í blöð- unum, að nauðsyn þess er öllum auðsæ orðin. Jeg skal geta þess, að forstöðu- konan er þegar fengin og bíður hún að eins eftir útborgun. Vegna reiðileysis og vankunnáttu Kappskýlinga er þeir koma í slíka stórborg sem Reykjavík, þar sem freistingarnar bíða manns við hvert fófmál, svo sem kaffihús, bíó og frelsisherinn, vona jeg að frumvarpið verði afgreitt strax, með afbrigðum frá þingsköpum og samþykt at- kvæðalaust. Forseti úrskurðar. Frv. t. I. um alm. kynbætur. Flm. 4. þm. Ks.: Um leið og jeg leyfi mjer fyrir hönd stjórnarinnar, að leggja

x

Alþingistíðindi Kaplaskjóls

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþingistíðindi Kaplaskjóls
https://timarit.is/publication/686

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.