Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 10

Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 10
19 Alþingislíðindi Kaplaskjóls 20 af eigin reynslu yfirgang Reykvíkinga, meðan að vjer vorum nýlenda þessara drotnunargjörnu sægarpa, og ættum vjer því öðrum þjóðum betur, að geta skilið þetta nauðsynjamál þeirra. 011 stefna þeirra í innanlands stjórnmál- um hefir nú á síðari árum beinst í þá átt, að nálgast oss sem mest og er það því mín skoðun að við megum á engan hátt styggja þessa þjóð, sem gæti orðið oss að ómetanlegu liði ef vjer lentum í ófriði við einhverja af hinum nágrannaþjóðunum. Gagnfríðindi þau er þeir bjóða, að mega »róa í Vestursjóinn« við og við í skamm- deginu, mun mörgum Kaplskýlingi kær- komin. 8. þm. Ks.: ]eg verð að játa það, að mjer kom töluvert á óvart að þessi háttv. þingmaður gerðist flm. að slíku frv. sem þessu. ]eg hefi þrásinnis brýnt það fyrir hv. deild, hve vel við verðum að vera á verði um sjálfstæði vort og skil jeg ekki hvern veg forsætisráðherra, sem alla tíð hefir verið hinn einbeittasti og ákveðnasti forvígismaður í frelsisbaráttu vorri, fer að rjettlæta slíkar rjettindagjafir fyrir kjós- endum sínum, og trúi jeg því trauðla, að annað eins landráðamál og þetta sje komið inn á þingið með vilja stjórnarinnar. — Sem kunnugt er, er hrognkelsaveiði aðal- atvinnuvegur vor og mega því þeir menn, er leigja sig til slíkrar leppmensku sem þessarar, kallast hinir örgustu föðurlands- svikarar (fors. hringir). Hinn pröngi markaður fyrir þessar af- urðir vorar, má síst við því, að framleiðsl- an aukist svo gífurlega, sem hjer er til stofnað, meðan sendimönnum vorum hefir ekki tekist að kenna hinum menningar- þjóðunum að eta íslenska saltgrásleppu. Markaðurinn er nú þegar svo bágborinn, að ekki er lengur unt að selja rauðmag- ann á eina krónu, sem þó átti að vera lágmarksverð. Fríðindi þau er Vesturbæingar bjóða oss, er ljeleg tálbeita, sem vjer Kaplskýl- ingar höfum að þessu notfært okkur án sjerstaks leyfis, og eigi að fara að verja mið- in, mun engum skotaskuld úr því, að leita upp fyrir Læk. Hv. flutningsmaður gerði mikið veður út af hermensku nágrannaþjóðarinnar, en sagan sýnir oss, að ekki eru þeir ósigr- andi, því ósigur biðu þeir, þótt liðsmunur væri mikill, þá er þeir gerðu uppreisn gegn yfirþjóðinni og Gunnar Espho- lin hershöfðingi kúgaði þá til hlýðni. — Nú hefi jeg heyrt því fleygt, að þeir sjeu farnir að halda einhver sjálfstæðismót aftur og syngi uppreisnarsöngva eftir þjóðskáld sín. — ]eg er því algerlega frábitinn allri sam- vinnu við þá að sinni, og hygg jeg að hjer ætti við að segja sama og Páll þver- æingur sagði forðum daga, þegar kongur vildi fá Drangey, eða einhverja af eyjun- um þarna fyrir norðan »að heilan her mætti fæða á hrognkelsunum af Kapla- skjólsmiðum*. Lýk jeg svo máli mínu með þeirri á- skorun til allra einlægra ættjarðarvina, að þeir afstýri þessu fargani, sem getur orðið bráðhættulegt okkar unga og efnilega sjálfstæði. 4. þm. Ks.: Við nánari lestur þessa frv. kemur það í ljós, áð ýmislegt er ógreinilega framsett í því. Mig langar t. d. að fá að vita hvort það er saltgrásleppa eða sígin, sem þeir ætla að veiða þarna úti á miðunum okkar. Einnig væri mjer kært að fá upplýst, hverskonar veiðarfæri þeir ætla sjer að brúka. Hvort hjer sje um að ræða hand- færi, lóðabrúkun eða troll og fer atkvæði mitt mikið eftir því hver svör jeg fæ. 10. þm. Ks.: Menn fara nú að gerast nokkuð herskáir hjer í deildinni,

x

Alþingistíðindi Kaplaskjóls

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþingistíðindi Kaplaskjóls
https://timarit.is/publication/686

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.