Borgin - 01.11.1932, Page 52

Borgin - 01.11.1932, Page 52
Hvað verður dansað í vetur? Dansinn hefir á seinustu árum tekið miklum breytingum. Þróunin hefir gengið í þá átt, að gera dansinn hægari, hreyfingarnar ljettar og sporin einföld, til þess að sem flestum veitist auðvelt að dansa vel og ásjálega. Til samanburðar er þess skamt að minnast, að dansað var, að því er virt- ist, helst til að svita sig og hreyfa sem hrottalegast. Þá var það heldur ekki óalgengt að pörin hrösuðu í dansinum eða jafnvel duttu, svo var á- kafinn mikill að komast áfram. En jafnframt því sem dansarnir verða ljettari að dansa og gera minni kröfur til krafta og lithalds dansendanna, vaxa kröfurnar um fagrar og mjúkar hreyfingar. Því einfaldari og óbrotnari sem dansinn er að frum- atriðum, því meiri nauðsyn er til, að menn læri að vanda sig með spor- in og læri sem mest af tilbrigðum tii að gera dansinn fjölbreyttari og til þess að „tifa ekki altaf sama rælinn“. Það dugar t. d. ekki að dansa fox- trott eins og maður væri í kappgömgu. Frumatriðið í nýtísku dansi er það að standa rjett, áður en byrjað er. Herrann skal standa beinn, lialda hægri hendi við mittisstað dömunnar. Með vinstri liendi heldur hann um fingur dömunnar, að neðan með lóf- anum, að ofan með þumalfingri. Hendurnar vita á þann hátt saman og handleggjunum er þvi haldið út með olnbogann niður en ekki út til hlið- anna, (af nærgætni við aðra, sem dansa á gólfinu), og ef þröngt er, skal olnbogunum haldið upp að síðunni. Hreyfingarnar stafa allar frá fótunum, og skal því varasl að ypta öxlum eftir hljóðfallinu eða hreyfa sig á ann- an hált, nema nauðsynlegar jafnvægishreyfingar með öxlunum, t. d. i tangó. En hvaða dansar verða þá aðallega dansaðir í vetur? Foxlrot verður litið dansaður, nema sem SIow fox, eða í dálilið lirað- ara hljómfalli. Á þeiin dönsum hafa engar breytingar orðið ujip á síð- kastið. Taiigo er ennþá dansaður afarmikið og hafa komið l'ram nokkur ný tilbrigði, annars byggist hann enn á gamla argentinska tangóinum og hefir lítið fjarlægst hann. Vals er enn í miklum metum, bæði enskur vals og þýskur. Hinn nýi dans Ilumba ruddi sjer mikið til rúms í fyrravetur og það er ekki sýnilegt að vinsældir hans fari minkandi. Byggist hann á sömu frumatriðum og Black Bottom, eitt skref til hægri hliðar (herrans) og tvö til vinstri. Einkennilega dillandi hreyfingu er náð með sjerstakri beitingu iljanna og hælanna. Allir þessir dansar hafa jiann kost að þcir eru auðveldir og fljótlegt að læra þá. — Þer menn eru að vísu til, sem ekki kunna að dansa, en það er tæplega lengur talinn nokkur kostur. Ollum ber nú saman um, að nauð- synlegur skóli í umgengni og framkomu sje það að læra að dansa, enda getur annað varla talist vansalaust af mentuðum manni. Hinu má held- ur ekki gleyma, að það getur komið fyrir kaldlyndasta fólk að verða ást- fangið og þá er dansinn ofl heppilegasta leiðin lil viðkynningar, auk þess sem fáir una sjer betur en í dansi við veru, sem þeir elska. En umfram alt vildi jeg hvetja ])á, sem byrja að læra dans, að læra vel vals, tangó og slow fox, |iví að það eru þeir dansarnir, sem fyrirsjáanlegt er, að verða lengi dansaðir. Það er líka þeir dansar sem besl sýna þá stefnu, sem dansinn hefir þróast eftir. sem sje mýkt í hreyfingum og söng- næmt hljómfall. Sig. Guömundsson. 50

x

Borgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.