Ármann - 01.04.1959, Blaðsíða 55

Ármann - 01.04.1959, Blaðsíða 55
Glíma tíl Frakklands Kjartan Bergmann Guðjónsson skoraði hann í þetta sinn. Ákafinn í sundmönnum var mikill og ekkert var gefið cftir. Sparkað var í hvað sem fyrir var, og eitt sinn er Guðjón Ólafs- son liafði leikið lengi með boltann og var kominn ískyggilega nærri marki var hann tekinn af honum. Fleygði hann sér þá á magann og æpti: „Dóm- ari, hvað fæ ég fyrir þetta?“ Að lokinni keppni var haldið kaffi- samsæti fyrir keppendur og mættu þeir flestir, svo og formaður félagsins. Var þar ákveðið að keppni þessi skyldi haldin árlega, og einnig að keyptur yrði bikar til keppninnar, en um það hafði áður verið rætt. Keppni þessi hefur vakið mikla at- hygli innan félagsins og hafa fleiri deildir sótt um upptöku í kcppnina, en óneitanlega vinnur hún að bættu sam- starfi og félagsanda. Haustið 1958 tók Kjartan Bcrgmann Guðjónsson við þjálfun hjá glímu- deildinni. Kjartan er orðinn kunnur fyrir afskipti sín af íþróttamálum, en þó einkum í sambandi við glímuna. Hann byrjaði ungur að glíma í heima- sveit sinni, Borgarfirði. Síðan lá leið- in til hinna stærri glímumóta í Reykja- vík, og jafnframt til Ármanns, og hlaut hann þar marga góða sigra. Vér hittum Kjartan að máli og spurðum hann spjörunum úr um glím- una hjá Ármanni í dag. Honum fórust m. a. orð á þessa leið: „Glímuæfingar hófust 15. okt. Fyrst í stað voru æfingar illa sóttar, en úr því rættist þó fljótlega, eftir að ákveðið var að hefja glímunámskeið, en það hófst í byrjun nóvember. Þátttaka í þessu námskeiði var ágæt, og hafa margir, sem þá hófu að æfa glímu, haldið því áfram, svo vonir standa til að þegar tímar líða muni Ármann að nýju eignast röskva glímumannasveit. Mikið happ hcfur það verið fyrir glímudeildina, að hinn ágæti glímu- maður, Rúnar Guðmundsson, hefur nú hafið æfingar að nýju, eftir margra ára hvíld. Einnig æfir Trausti Ólafsson af kappi, og er mikill fengur að þessum tveim glímumönnum fyrir félagið. Alls munu hafa æft um 40 manns í vetur, þó aldrei allir samtímis.“ „Á hvað leggur þá mesta áherzlu í glímukennslunni?“ „Ég tel það aðalatriðið að menn læri brögð og varnir til hlítar, áður en farið er að eigast við í glímunni. Þá er mikil áherzla lögð á stígandi og einnig að menn temji sér mjúkleika og snarræði þegar þeir glíma. Það er mesti misskilningur að slysa- hætta sé meiri í glímunni en ýmsum öðrum íþróttagreinum. Mín reynsla er sú, að svo þurfi ekki að vera.“ „Hvað er þitt álit á þeim öldudal, sem glímuíþróttin er nú í?“ „Ég held að of lítið hafi verið gert fyrir glímuna og að þeir sem fara með yfirstjórn glímumálanna vanræki að reyna að efla hana. Veit ég ekki nema rétt væri að stofna sérsamband í glím- unni, og væru þá kannski vonir til að lögð yrði meiri rækt við hana. Einnig held ég að glímukennsla í skólum sé æskileg.“ „Hvað er efst á baugi hjá ykkur glímumönnum núna?“ „í sumar ætlum við að leggja land undir fót, og í þetta sinn til Frakk- Riinar Giidmundssoit armann 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.