Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 20

Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 20
Fer hér á eftir lýsing á glímunni eins og hún birtist í Árbók íþróttamanna 1947: „Skjaldarglíman var háð 1. febrúar í Iðnó, húsið var troðfullt. Óhætt mun vera að telja hana hina veigamestu kappglímu, er háð hef- ur verið í Reykjavík. Hvað úrslit snertir er hún sérstök í sinni röð, og munu þau trauðla fyrnast í minnum þeirra, er á horfðu. Þegar fyrsta umgang var lokið, stóðu þeir jafnir að vígi þessir þrír: Hallgrímur, Sigurjón og Guðmundur A. Stefánsson, höfðu hlotið eina byltu hver. Þá runnu þeir saman á ný, og sá umgangur lyktaði á sama veg. Nú fór að vandast málið. Áhorfendur urðu næsta spenntir fyrir úrslitum og kvað þétt við lof í lófa þeirra. Eftir litla hvíld var hafinn annar umgangur milli þessara þriggja. Var nú víga- móður næsta mikill - ekki einasta í köppun- um - gamlir karlar, sem minnti, að þeir fyrir mannsaldri hefðu verið glímumenn, skulfu cins og strá, og ungu stúlkurnar máttu ekki sætum halda. Enn fór sem fyrr. Sigur- jón lagði Hallgrím, - Hallgrímur lagði Guð- mund Stefánsson og Guðmundur Stefánsson lagði Sigurjón. Nú varð engin hvíld, nú varð til skarar að skríða, þótt lúnir væru. Var nú sóknin öllu skarpari en i hinum fyrri atlög- um og mátti nú ekki á milli sjá. Úrslitin urðu þó von bráðar og greinileg, og allra dómur var sá, að Hallgrímur hefði vel til skjaldarins unnið.“ Eins og að líkum lætur tók Hallgrímur þátt í fjölmörgum kappglímum og sýningar- glímum öðrum en hér hefur verið drepið á. En þetta læt ég nægja til að sýna glímuhæfni hans. Hallgrímur Benediktsson var afburða glímumaður, hvort heldur var til sóknar eða varnar. Helzta bragð hans mun hafa verið klofbragð og hælkrókur á lofti, annars var hann hinn fjölbrögðóttasti, en auk þess ó- venju sterkur í mótbrögðum. Auk glímunnar iðkaði Hallgrímur bæði fimleika og sund. Aldamótakynslóðin var borin til mikilla athafna. Það var gæfa Islands, að í dagrenn- ing íslenzkrar endurreisnar komu margir vaskir menn fram á athafnasviðið, einbeittir í þeim ásetningi að vinna þjóð sinni sem allra mest til gagns og sóma. Einn þeirra var Hallgrímur Benediktsson. Þegar Hallgrímur hóf sjálfstæðan verzlunarrekstur var innflutn- ingsverzlunin ennþá að all-verulegu leyti í er- lcndum höndum. Margs konar erfiðleika var við að etja fyrir þá Islendinga, sem tóku upp baráttuna fyrir því að færa verzlunina inn í landið. En fyrirtæki Hallgríms Benedikts- sonar sigraðist á þeim, færði út kvíarnar og vann sér traust og álit. Hallgrímur Benediktsson tók mikinn þátt í félagsmálum og gegndi fjölmörgum opin- berum trúnaðarstörfum. Hann átti sæti í stjórn íþróttasambands Islands um margra ára skeið, og var formaður verzlunarráðs um fjölmörg ár. Þá sat hann í áratugi í stjórn Vinnuveitendafélags Islands, Eimskipafélags Islands og Sjóvátryggingafélags Islands. I bæjarstjórn Reykjavíkur átti Hallgrímur Benediktsson sæti í allmörg ár, og var forseti bæjarstjórnar um eitt skeið. Á Aiþingi átti hann sæti árin 1945-1949. Hallgrímur var fæddur 20. júlí 1885 á Vest- dalseyri við Seyðisfjörð, sonur Benedikts bónda á Refstað Jónssonar prests í Reykja- hlíð og seinni konu hans, Guðrúnar Björns- dóttur frá Stuðlum í Reyðarfirði. Hallgrímur fluttist til Reykjavíkur árið 1905 og dvaldist þar til æviloka. Hallgrímur Benediktsson Iézt 26. febrúar 1954 á 69. aldursári. Fagurlimaður, karlmann- legur og stæltur í fasi, sem ungur væri, var hann til hinztu stundar. Hallgrímur Benediktsson starfaði jafnan af mikilli ósérplægni, alúð og velvild að hverju sem hann gekk, og af yfirlætislausum glæsi- brag. Góðgirni hans og drengskapur voru honum öruggur leiðarvísir. 18 Armann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.