Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 17

Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 17
KJARTAN BERGMANN: Toeir miklir glímukappar Þorgrimur Jónsson, Laugarnesi Þorgrímur Jónsson er fæddur í Skipholti í Hrunamannahreppi, og þar ólst hann upp og dvaldist fram yfir tvítugsaldur, og á þeim árum lærði hann söðlasmíði. Árið 1897 flutt- ist Þorgrímur til Reykjavíkur. Síðar bjó hann í nokkur ár á Lágafelli í Mosfellssveit og einnig í Þverárkoti á Kjalarnesi. Um skeið átti Þorgrímur heima úti í Viðey. Stundaði hann þar einkum járnsmíði á árunum 1909- 1914. Þaðan fór hann að Laugarnesi og bjó þar ætíð síðan. Þorgrímur í Laugarncsi, en svo mun hann oftast hafa verið nefndur, var ágætur glímu- maður. Ég sá hann í nokkur skipti á síðustu æviárum hans, og minnist ég þess, að ég veitti því strax sérstaka athygli, hvað mér fannst hann snarlegur og stæltur. Það mun hafa verið í verzluninni Áfram í Reykjavík, hjá Benedikt Waage, sem fundum okkar bar fyrst saman. Man ég, að ég spurði Bcnedikt, hvaða maður þetta hefði verið, sem við hann hefði verið að ræða. Sagði Benedikt mér þá, að þetta væri hann Þorgrímur í Laugarnesi, og bætti við: ,,og hann gat nú glímt“. Síðar hefur Benedikt sagt mér, að hann telji Þorgrím hafa verið einn af allra beztu glímumönnum, sem hann muni eftir. Sæmundur Gíslason, lögregluþjónn, sem er þekktur fyrir krafta og var einnig góður glímumaður, hefur skýrt mér svo frá, að Þor- grímur hafi verið mikill kraftamaður, og um snarleik hans og karlmennsku eru til ýmsar sagnir. Lögreglan í Reykjavík leitaði oftlega aðstoðar hans, þegar hún átti í höggi við uppivöðslusama óróaseggi, og reyndust hand- tök hans ætíð góð og örugg. Vorið 1897 vann Þorgrímur ásamt Pétri Þorgrimur Jónsson Jónssyni blikksmið að því að endurvekja Glímufélagið Ármann, sem þá hafði legið í dái um tíma. Hófust þá æfingar af fullum krafti að nýju. Glímuæfingar voru boðaðar á grasbletti, sem Sverrir Runólfsson, formaður Glímufélagsins, hafði gert á sínum tíma, þar sem seinna varð gamli íþróttavöllurinn á Melunum. Á þjóðhátíðinni 2. ágúst 1897 glímdu með- al annarra þeir Þorgrímur og Einar Þorgils- son síðar kaupmaður í Hafnarfirði. Var Ein- ar viðurkenndur kraftamaður og lagði alla nema Þorgrím. Að glímulokum hafði einn áhorfandinn orð á því við Einar, að fast hefði hann tekið á Þorgrími. Því svaraði Ein- ar þannig: „Fannst þú hve fast Þorgrímur tók á mér?“ Þetta svar Einars, þess sterka manns og mikla glímumanns, sannar bezt hve sterkur Þorgrímur hefur verið. Hitt var flestum kunnara, hvað lipurð hans og við- bragðsflýtir var mikill. Árið 1898 stóð Ármann aftur fyrir kapp- glímu 2. ágúst í sambandi við þjóðhátíðina. Þar bar Þorgrímur einnig sigur af hólmi og hlaut fyrstu verðlaun í glímunni. Þorgrímur i Laugarnesi var meðalmaður á hæð, grannvaxinn, snarlegur, kvikur í hreyf- ingum og stæltur sem stálfjöður. Hann var einkar fjölhæfur maður og vel gefinn og sérstakur afkastamaður. Þegar talið barst að glímu og glímusögum, hitnaði honum í hamsi og hafði hann mikið yndi af að ræða um í- Armann 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.