17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 4

17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 4
52 17. JUNI Beinar ferðir milli íslands og Danmerkur. Rllar líkur eru til þess, aö á komandi vori takistað koma á beinum skipa- ferðum milli Danmerkur og íslands. Ætti þá að mega ferðast milli þessara landa á 4—5 dögum hvora leið og þannig spara bæði tíma og peninga. Það einkennilegasta í þessu máli virð- ist það, að íslendingar virðast ekkert hrifnir af því, að þessar beinu ferðir komist á, þannig bað einn ísl. þingm., sem hjer var á ferð í sumar, eitt stór- blaðið hjer í Höfn, sem á málið hafði minst, að geta þess, að h a n n (þingm.) væri andvígur þessu fyrirkomulagi. Óneitanlega ekki vel skiljanleg afstaða af þingmanni. Það virðist þó liggja beinast við fyrir hvern íslending, að óska sem skjótastra og tíðastra ferða milli íslands og þess lands, sem það hingað til liefur haft hvað mest viðskifti við. Og farþegafjöldinn á skipum vorum milli landa sýnir einmitt þörfina á beinum ferðum. Og svo biður íslenski þingmaðurinn erlent blað að geta þess, að hann sje þessum tilraunum andvígur. Vonandi er þó, að þessi eini þing- maður sje ekki öll íslenska þjóðin eða meiri hluti þingsins, komi til þess kasta að hafa áhrif á þetta mál. Allir þeir, sem einhver skifti hafa hjeðan við ísland, munu gleðjast við það, að þessi hugsun um beinar ferðir milli íslauds og Danmerkur þó er komin svo langt, að alt útlit er fyrir, að hún verði að veruleika á næsta ári. Það styrkir böndin milli íslendinga hjer og á íslandi, og yrði löndum vorum heima á móðurlandinu menningar- auki. Þorf. K r . ísland og íslendingar erlendis. SKIBE PAA HIMLEN heitir nýjasta bók Gunnars Gunnarssonar; hefur hún hlotið góða dóma í blöðum hjer. BOGI TH. MELSTEÐ sagnfræðingur er nú kominn heim af sjúkrahúsinu eftir slysið í sutnar. ÞJÓÐSÖNGUR íslendinga, Ó guð vors lands, spilað af þýsku „orkester" á grammófón, er nýlega komið út og fæst í hljóðfæraverslunum hjer. MAGNÚS GUÐMUNDSSON innan- ríkisráðherra dvelur hjer um þessar mundir, meðal annars í þeim erindum að ganga frá samningum um sæsíma til íslands. ÍSLENSKA ÞJOSÖNGINN er nú farið að kenna við ýmsa skóla hjer í Danmörku. í RÁÐI ER að konunglega leikhúsið leiki í vetur nýtt leikrit, Regn, eftir Tryggva Sveinbjörnsson ritara í sendi- ráði íslands. I „MUSIK“, septemberheftinu, skrifar Ernst Möller utn Islandsferð Stú- dentasöngfjelagsins á síðastliðnu sumri. Er þar lítillega rakin saga íslenskrar hljómiistar, getið tlestra ísl. tónskálda og framfara á síðustu árum. Lætur haun hið besta af förinni og viðtökunum á íslandi. Dr. VALTÝR GUÐMUNDSSON hef- uríEncyclopædia Britannica, Konversationsleksikon, skrifað grein um framfarir á íslandi fyrstu 20 ár 20. aldar. (Frh. bls. 57).

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.