17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 17

17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 17
17. JUNI 65 grönn og vel vaxin, fríð sýnum, ljós á brún og brá, hafði mikið hár og fag- urt, er náði henni i beltisstað, þá er það hafði verið tekið upp og nælt und- ir húfuna. Hún var ljúflynd og jafn- lynd í daglegri umgengni, hjálpsöm og tilfinninganæm. — Við rúm konunnar sat nú maður hennar. Hann var ungur og hiaustur. Hann var hár maður vexti, þrekinn og herðabreiður, dökkur á brún og brá, með mikið þjett, svart hár og hátt enni. Það var eitthvað það yfir honum, sem benti til þess, að framandi blóð rynni í æðum hans. Hann var fæddur í Kaupmannahöfn og hafði ílutst heim til íslands með móður sinni, að eins 3 ára gamall. Hún var alíslensk, af gam- allri, Reykviskii sjómannaætt. Hún haíði komið syninum í fóstur hjávanda- lausum og hann vandist snemma á að vinna. Nú vár hann kominn svo langt á lifsbrautinni, að hann hafði sjálfur stofnað heimili, þótt það væri að ytra útliti kalt og tómt. En hann hafði breitt bak og krafta í köglum og var þess albúinn að taka karlmannlega báráttunni fyrir brauðinu. Og þau hjónin höfðu lieldur ekki neins sjerstaks að sakna frá bernsku- árunum; þau höfðu lítið þekt til þess að leika sjer og njóta æskunnar. Þau höfðu vanist á það frá barnæsku að v i n n a. Máske var þessi stund þeirra mesta gleðistund — ef alt gengi þá vel. Nýtt líf í heiminn! Var það nokkuð til að gera þau hamingjusöm? — Síðan þennan atbuið, eru nú lið- in mörg ár. Barnið, sem þessi unga kona ól manni sínum kalda haustnótt 1887, er nú fulltíða maður, en konan sem ól það, er fyrir löngu horfin þess- um heimi; bein hennar hefur móðir vor Jörð nú geymt í 30 ár. En maður- inn, sem við hlið hennar stóð, lifir enn. Hið hrafnsvarta hár hans er nú mjög tekið að grána, bak hans bogið af erfiði dagsins, og augu hans sjá ekki lengur sólina og alla dýrð náttúr- unnar. — Hann h e f i r sætt sig við það altsaman og er ferðbúinn þegar hver vill, til hinsta áfangans. II. ikið er orðið breytt í Reykjavík og umhverfi bæjarins síðan jeg var að alast þar upp. Árið 1870 eru íbúar Reykjavíkur taldir vera 3866. Árið 1901 6682 og nú munu þeir vera yfir 20000. Tölur þessar sýna best þann geysi- hraða, sem orðið hefur á vexti bæjarins síðustu 25—40 árin. Fátt stendur nú eftir af torfbæjunutn, sem einkendu Reykjavík á þessu tímabili, holtin og móarnir uinhverfis bæinn er rutt og ræktað; græn tún liggja nú víða þar, sem áður voru óræktaðir móar, og holtin prýða nú víða stæðileg hús. Brunnarnir eru horfnir og alt það líf, sem þeim fylgdi, og í þeirra stað komin vatnsieiðsla í því nær hvert hús í bænum. Lokræsi er nú komið í stað ofanjarðarfrárensli fyr, höfn í stað hafnleysisins áður, breiðir og þolan- legir vegir í stað vegleysisins. Á rústum Laugarnesstofunnar gömlu stendur nú einhver mesta líknarstofnun landsins, landshöfðingjatúnið eða Arnarhólstúnið klæðir meðal annars vegleg bókhlaða, og fyrrum bústaður landshöfðingja er aðsetur ríkisstjórnar íslands. Hve stórstíg breyting hefur ekki líka orðið á útveg Reykvíkinga, já, landsins í heild. Skúturnar að mestu horfnar og opnu bátarnir með, en í þess stað

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.