Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Page 40

Morgunn - 01.12.1992, Page 40
Joy Snell: ÞJÓNUSTA ENGLANNA 2. hluti. Þegar ég var tvítug, kom faðir minn heim aftur frá Indlandi og var þá orðinn gamall maður. Hann keypti sér lítið, yndislegt hús á írlandi og settist þar að. Ég hafði skilið við hann á Indlandi, þegar ég var þriggja ára barn, eftir að móðir mín hafði andast þar. En þó að sautján ár væru liðin síðan er ég hafði séð hann, þá hittumst við samt ekki sem ókunnugar manneskjur. Hann hafði lengi verið aðalhetjan í æskudraumum mínum, og ég fann, að hann var enn meiri maður en mig hafði dreymt um. Ég unni honum heitt og naut fyllilega sömu ástar frá hans hálfu. Við vorum stöðugt saman og vorum bestu vinir og félagar. Bróðir minn var líka mér svo góður bróðir, sem unnt er að vera. Um tvö ár var bikar gleði minnar barmafullur. Um þessar mundir fór sú tilfinning vaxandi, að einhver ósýnileg, blíð, ástrík, verndandi vera væri ávallt með mér. Mér fannst þessi vera vera svo nálægt mér og svo veruleg með köflum, að oft hélt ég, að ég gæti fundiö andardrátt hennar á kinninni á mér og heyrt hana hvísla við eyrað á mér. Ég var þá vön að snúa mér snöggt við og átti fast- lega von á að sjá einhvern. Því næst kom breyting. Ég varð gagntekin af þeirri tilfinningu að eitthvað hræöilegt mundi koma fyrir fööur minn. Þessi þjakandi tilfinning fyrir yfirvofandi óhamingju var sterkust þegar ég gjöröi 38

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.