Sjómaðurinn - 01.08.1941, Blaðsíða 30

Sjómaðurinn - 01.08.1941, Blaðsíða 30
22 S JÓMAÐURINN aldrei í vörinni framar. Mestallan sýrudrykkinn munu þeir Iiafa drukkið um daginn, og liefir það eflaust gerl þeim hið langvarandi hungur þeirra þolanlegra. Þegar þeir fóru úr Þorlákshöfn komu þeir i Iiúð okkar og kvöddu okkur með inestu virktum. Gáfum við þeim þá nokkra bita af „rosaké“ með sér, til endurminningar um góða samveru og sjóferðina minnisstæðu. — Arið 1892 fékk ég bréf frá Aelu, og segir hann þar, að Alfonce hafi verið kvæntur belgiskri konu, eignazl barn eitt, og nú sé hann dáinn, en sjálfur sé liann ókvæntur. Minnist Iiann þar á dvöl þeirra i Þoriákshöfn, sjóferðina gömlu og loks á liinn „harðlynda höfðingja“, er fyrir skipinu réði. Átli hann ]iar efalaust við formann okkar, þótt þar kenni misskilnings mikils, því hann var alls ekki „harðlyndur" maður, heldur glaður og gæfur, sem barn, við hvern sem var; hitt var annað mál, að hann lét eigi aðra stjórna sér eða skipi sínu, og ])ótt nokkuð reyndi á drengi þessa, daginn þanu, sem þeir voru undir stjórn hans að því sinni, þá var það eigi hans sök, lieldur þeirra. Rréfið frá Actu litla hefi ég átt og geymt lil þessa. Sjóferð þessi varð mér og öðruni skipverj- um Jóns gamla Þorkelssonar oft að umræðuefni og minntumst við hennar oft með gleði og góðum1 luiga lil þessara skemmtilegu skotturóðrarmanna okkar: Þeir voru margir öll þessi ár, en fáir eins og þeir tveir, ungu og ærslafullu útlendingar, Actu og Alfonse, annar frá Morlaix í Bretagne, hinn frá Dunkerque. Reykjavík, 27. marz 1941. Jón Pálsson. 1 Nánar um orð þetta o. fl. í næsta blaði. IMASÍ BORÐN OG ITW Sjómannadagurinn er nú orðinn einn af helztu og merkustu há- tíðisdögum þjóðarinnar. Og það er þegar orðið ljóst, að það var mjög vel lil fundið hjá sam- tökum sjómanna, að efna til slíks dags árlega. Hann vekur öldu í hvert sinn fyrir málefnum sjómanna og eykur skilning allrar þjóðarinnar á gildi sjómennskunnar og þýðingu hennar fyrir þjóðfélagið. Þetta er mikilsvert atriði, því að það er ein mesta nauðsyn hverrar þjóðar og hag- kvæmasti auður, að eiga stóran og góðan skipa- stól og vaska og velmenntaða sjómannastétt, sem á við góð kjör að búa og getur litið á sig sem frjálsa og heilsteypta stétt. 8. júní síðastliðinn var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Var mjög mikil þátttaka i hátíðahöldunum hér í Reykjavík, enda var þeim þegar á heildina er litið, vel og röggsamlega stjórnað, þó að ef til vill megi setja út á ein- hver smáatriði, ef gerð er sérstök leit að slíku. Hefði lil dæmis verið he])])ilegra að sjómanna- dagsráðið hefði gefið úl blað sitt sjálft og að það hefði ráðið stærð þess og auglýsingamagni. Ennfremur þarf að vera betra skipulag uin frá- sagnir af hófi sjómanna við hljóðnemann. Þar verður að gæta nákvæmni, en þelta er vanda- samt verk og mun verða úr bætt. Hátíðahöldin hófust með því að sjómenn söfn- uðust saman vestur við Stýrimannaskóla undir fánum hinna ýmsu félagsdeilda sinna og var gengið þaðan með hornablæstri suður á íþrótta- völl. Ræðupalli hafði verið komið fyrir fram- undan áhorfendastúku vallarins og stóðu merk- isberar félaganna þar um liring. Meðal þeirra var Eyjólfur Jónsson háseti, sem bjargaðist af Reykjaborg. Bar hann minningarfána Slysa- varnafélagsins. Á fánann voru festar giltar stjörnur, jafnmargar og sjómenmrnir, sem far- izt hafa síðan siðasli sjómannadagur var. Fyrst- ur lalaði Jón Bergsveinsson, erindreki Slysa- varnafélagsins. Þá Sigurgeir Sigurðsson biskup, þá Guðmundur Gíslason Hagaíin ritböfundur, þá Gísli Jónsson útgerðarmaður og loks Ólafur Thors atvinnumálaráðherra. Mæltist öllum ræðumönnum vel. Um kvöldið var hóf mikið í Oddfellowhúsinu og skemmtanir í fleiri húsum: Var þar glaum- ur og gleði, og fóru skemmtanirnar fram með miklum ágætum. í Oddfellowhúsinu talaði Garðar Jónsson sjómaður, en Davíð Ólafsson, forseti Fiskifélagsins, talaði úr útvarjissal. I Oddfellowhúsinu var skýrt frá úrslitum í íþróttakeppnum dagsins og verðlaun afhent. Var allri þeirri athöfn útvarpað, svo og því, seni fram fór á íþróttavellinum. ÍJ>róttakeppnirnar hófust með því, að Geir Sigurðsson skýrði hina nýju kappróðrarbáta, sem keppa átti á. Voru kappróðrarbálunum gef-

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.