Útvarpstíðindi - 01.01.1945, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 01.01.1945, Blaðsíða 10
Þess var.getið í lok greinarinnar „í þúsund hljóma safninu", sem birtist í jólablaðinu, að ferðinni væri heitið til Dagfinns bónda. Dagfinnur Sveinbjörns- son er einn þeirra, sem starfað hafa við Ríkisútvarpið frá stofnun þess haustið 1930. Hann er aðalmagnaravörður eða yfirmagnaravörður og hefur því hlut- verki að gegna, að vel mætti nefna hann „stillir útvarpsins“, því að hann stend- ur við skrúifúr sínar og takka, horfandi á mæla og klukkur og temprar hljóðið, sem berst frá hljóðnemanum. Að vísu er Dagfinnur ckki einn við þetta ófrá- víkjanlega starf. Með honum eru nú starfandi Haraldur Guðmundsson, sem verið hefur starfsmaður útvarpsins frá 1932, Rafn Sigurvinsson, kom að útvarp- inu árið 1943, og Henry Eyland, sem einnig hóf starf 1943. Dagfinnur er kunnur af öðru en út- varpsgæzlunni. Iíann hefur samið nokk- nr leikrit, sem leikin hafa verið í útvarp- ið, og á síðastliðnu ári samdi hann text- ann „í álögum“, óperettuna, sem Sigurð- ♦- *-"•**- , 206 Dagfinmir Sveinbjörnsson ur Þórðarson sanídi lögin við. — En Útvarpst. vilja segja lesendum sínum frá því, hvernig raddir manna og hljóm- Iist er tekin á plötur, 'en því starfi gegnir Dagfinnur cinnig. Ég legg því fyr- ir hann ýmsar spurningar, sem hann svarar fúslega og birtist hér útdráttur úr samtalinu. — Með hvaða hætti liófst hljóðrit- un og hver var upphafsmaður þeirrar uppgötvunar? — Upphafsmaður hljóðritunar var hinn frægi ameríski hugvitsmaður Tóm- as Alva Edison, svarar Dagfinnur. — Það var árið 1876, sem honum tókst að búa til hinn svokallaða „hljóðritara“. Á mjórri enda tréktar festi hann „þind“ með áfastri oddhvassri nál. Þegar hljóð baikt gegnum trektina sveiflaðist „þind- in“ eftir styrk hljóðsins, en nálin risti hljóðsveiflurnyr á þunna málmplötu eða nválmhúð, sem komið var fyrir á sívaln- ing, er snerist hægt. — Notið þið nú ennþá þessa aðferð Edisons? — Nei, — nú er þetta allmjög breytt. Hljóðritunartæki þau, sem nú eru not- tið eru mjög fullkomin, það eru í raun- inni þrjú tæki, hljóðnemi, magnari og skeri. En vitanlega byggist þetta allt á fyrstu aðferð Edisons. Hljóðritun á plöt- ur fer nú fram með þeim hætti. að þegar ÚTVARPSTÍÐINDI I

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.