Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 4
'Utn tehót-Aaxafönleikara Eftir Gunnar Ormslcv Saxafónninn var fundinn upp árið 1840 af Frakka að nafni Adolphe Sax og var hljóðfærið kennt við hann. Af saxafónum eru til sex tegundir, sópraninó, sópran, altó, tenór, baritón og bassa-saxafónn. Sem heild ná þeir yfir ærið stórt tónsvið, þar sem neðsta nótan á bassa-saxafóninum er á þriðja striki fyrir neðan strenginn í bassalyklinum og efsta nótan á sópranínó- fóninum er á fjórða aukastriki fyrir ofan strenginn í G-lyklinum. Saxafónarnir hafa náð einna mestri útbreiðslu í heimalandi sínu, Frakklandi, þar sem þeir eru mikið notaðir t. d. í lúðrasveitum. Nokkur síðari tíma tónskáld hafa notað saxafóninn í tón- smíðum sínum, svo sem Meyerbeer, Thomas, Saint-Saens, Richard Strauss, Bizet og d’ Indy. Saxafónninn er eitt af yngstu hljóðfær- um, sem notuð eru í jazzmúsik. Það var ekki fyrr en um 1020 að farið var að nota hann og þá fyrst sópran og C-melody, (sem þekkist ekki lengur). Síðar kom altóinn og svo tenórinn, en fyrst framan af var hann ekki notaður sem sóló hljóðfæri og var það í rauninni ekki fyrr en negrinn Cole- man Hawkins gjörbreytti stílnum í saxa- fónleik og er tenór-saxafónninn nú eitt af glæsilegustu einleiks hljóðfærum jazzins. Þegar rætt er um tenór-saxafónleikara, þá er Coleman Hawkins ætíð fremstur í fylkingu. Hann hefur i meir en tuttugu ár verið fremsti tenór-saxleikarinn og jafn- vel mesti jazzleikari, sem uppi er. „Hawk“, eins og sumir kalla hann, fæddist í St. Joseph í fylkinu Missouri í U.S.A., 21. nóvember 1907. Hann tók til að læra á celló og píanó aðeins fimm ára gamall, og er hann var níu ára tók hann til við tenór- saxafóninn. Hann hefur vart verið mikið stærri en fónninn í þá daga. Hann var við nám í gagnfræðaskóla í Topeka í þrjú ár og nam þar m. a. hljómfræði og tón- smíði. Meðan hann var í skóla lék hann með hljómsveitum borgarinnar, en árið 1923 réðst hann í hljómsveit, er bar nafnið „Mamie Smith’s Jazz hounds“. Hinn fræga blues söngkona Mamie Smith, notaði hljóm- sveit þessa til að leika með sér á hljóm- leikaferðalögum sínum um Bandaríkin. Er hljómsveitin kom til New York, fór Hawk til Fletcher Henderson, sem var með fremstu hljómsveit þeirra tíma. Fletcher var svo hrifinn af tónlistarhæfileikum hans, að hann réði hann til sín strax daginn eftir að hann heyrði í honum. Og eins og honum sagðist sjálfum frá, þá svaf hann ekkert undanfarna nótt, hann hugsaði svo mikið um Hawkins. í hljómsveit þessari var Hawk í áratug, frá 1924—1934, og einmitt þar tók hann upp stílinn, sem hann varð svo frægur fyrir, stíl sem hver ein- asti saxafónleikari líkti og líkir enn eftir. í hljómsveitinni kynntist hann Choo heitnum Berry, sem síðar varð hans erfið- asti keppinautur á tenór-saxafóninn, en engu að síður voru þeir ætíð hinir mestu mátar. Hawk fór síðan til Evrópu, þar sem hann dvaldi í fimm ár og lék með öllum helztu jazzleikurum Evrópu. Nokkrar plöt- ur eru til frá þessum árum, sem hera 4 Ja::lLU

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.