Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 7

Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 7
HALLBJÖRG BJARNADÓTTTR tíu ártt ^tu rj.sajmœíi Fyrir tíu árum kom Hallbjörg fram í fyrsta skipti sem söngkona. Það var reynd- ar ekkert nýtt að fram kæmi söngkona hér, þær eru til æði margar, en Hallbjörg var algjörlega frábrugðin hinum, hún söng sem sé dnnslötj. Þetta var í fyrsta skipti, sem söngkona kom fram hér á landi með danshljómsveit og maður getur rétt ímynd- að sér, hvort að háæruverðugir borgarbú- ar hafi ekki hneykslast á slíku og þvílíku. En hvað um það, ekkert beit á hinni ungu söngkonu og hefur hún haldið sleitulaust áfram í þennan áratug og komið víða við. Hún hefur sungið í flestum bæjum og kaup- túnum þessa lands og eins í stórborgum annarra landa. Nánar tiltekið, þá var það á blaðamannaskemmtun að Hótel Horg, sem hún söng opinberlega i fyrsta skipti. Hljómsveit hússins, sem þá, eins og nú, var undir stjórn Carls Billich, lék undir hjá söngkonunni. Nokkru síðar hélt Hall- björg miðnæturhljómleika í Gamla Bíó, og þá ekki svo fáa. Hljómsveit Billich lék með henni á þessum skemmtunum. Síðar fór hún út á land og hélt hljómleika, eins og- áður getur. A stríðsárunum hélt hún bljómleika öðru hvoru, bæði hér og út á landi, og léku hinar og þessar hljómsveitir með henni þá, t. d. Aage Lorange, Jónatan Hlafsson og fleiri. A þessum árum kom hún einnig fram á skemmtunum ameríska Rauða krossins hér og fékk afbragðsdóma, og birtust mcöal annars mjög velviljaðar greinar um hana 1 þekktum amerískum tímaritum, þar sem sérstaklega var minnst á hið yfirnáttúr- lega raddsvið söngkonunnar. Er stríðinu lauk, sigldi hún til Englands og söng hún þá í brezka útvarpið. Síðan fór hún til r Kaupmannahafnar, þar sem hún hélt hljómleika árið 194G. Þaðan fór hún svo aftur til London og söng um skeið á hin- um þekkta skemmtistað ,„Stage door can- teen“. Síðan kom París, og kom hún þar fram í útvarpinu, og' söng meðal annars lög, sem hún hefur sjálf samið. Vera má, að þessi lög verði gefin út hér síðar. Enn fór hún til Englands og kom hún nú fram í sjónvarpi. Þess má geta, að hún var um alllangt skeið við klassiskt nám hjá pró- fessor Neumann í Englandi, en hann er sagður afbragðs kennari. 1 Englandi bárust henni mörg og góð tilboð um atvinnu, en leyfi fékkst ekki, þar sem hún var útlendingur. Fyrir milligöngu blaðamanna í London, hélt hún hljómleika í einhverri stærstu hljómleikahöll þar, „The Royal Albert Hall“. Tuttugu og fimm manna hljómsveit undir stjórn Eric’s Blore lék með henni á þessum hljómleikum, og söng Hallbjörg þar meðal annars tvö ís- lenzk þjóðlög. Skömmu fyrir áramót síð- ustu, kom Hallbjörg heim og mun hún halda hljómleika hér í febrúarbyrjun (verða þeir sennilega afstaðnir þegar blað þetta kemur út) og gefst þá bæjarbúum kostur á að heyra í söngkonunni. Hvar sem Hallbjörg hefur komið fram, hefur hún hlotið liina ágætustu dóma og má með sanni segja, að hún hafi ekki stigið rangt spor, er hún fyrir tíu árum gerðist fyrsta íslenzka danslaga söngkonan. — S. G. flazzltM 7

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.