Jazzblaðið - 01.05.1949, Page 11

Jazzblaðið - 01.05.1949, Page 11
Sfuavt, „The Sentimentalists“ <><j Ðorsey. að byrjaö var. Það marraði enn í ein- hverju, en nú voru það ekki stólarnir, heldur pedalinn á píanóinu. Þessu var fljótt kippt í lag, og Tommy lét hljómsveitina byrja einu sinni enn. Nokkrar nótur voru leiknar og síðan stoppaði hann og sagði: „Einhver er aðeins of lágur. Komið þið með A.“ Menn- irnir stemmdu allir hljóðfær- in sín og síðan var aftur byrjað. 1 þetta sinn léku þeir alla útsetninguna og síðan þyrptist öll hljómsveitin um- hverfis hátalarann til þess að hlusta á útkomuna. Mér íannst þaö hljóma prýðilega, en Tommy heyrði margt:, sem hann vildi að betra væri. Hann sagði Stu- art og „The sentimentalists“ nð gæta sín á fyrsta orðinu í textanum, það væri „Why do I íove you“, en ekki „Wha“. Síðan sagði hann: „Ég var of nærri í sólónni minni og þarf að færa mig aftar, og Al,“ bætti hann við, ,,þú mátt vera sterkari á trommurnar, sérstaklega í öðrum chorus." Alvin Stoller trommuleikari var fyrir nokkru byrjaður í hljómsveit- inni og var þetta fyrsta plat- an hans með henni. Síðan fór hver á sinn stað og gerðu sig tilbúna aftur. — Tommy áminnti þá um að íletta nótunum varlega, því hann sagðist hafa heyrt nokkra þeirra fletta á plöt- unni. Hann gaf merki, og allt virtist ætla að ganga að óskum, en þegar komið var fram í miðjan annan chorus, stoppaði hann og sagði: „Við erum öll orðin alltof þvinguö og erum að missa tökin á þessu. Bezt að allir fari út og fái sér hreint loft Friiinli. á bls. 17 Illjómsvcilin hluslar á plötunu leikna. flazzltaSiS 11

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.