Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 17

Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 17
Jazzclub". Honum er útvarpað á hverj- um fimmtudegi klukkan 22 og sér hinn þekkti píanóleikari Börge Roger Hend- riksen nú um þáttinn. Sem stendur er aðeins eitt jazzblað gefið út hér, sem ég hefi nefnt áður, „Jazz Parade", en bráðlega kemur út nýtt blað, sem á að heita „Musik Jour- nalen“. í fyrra kom út lítið blað, sem hét „Jazz Information“, en það varð því miður að hætta útkomu sinni vegna óviðráðanlegra orsaka. En nú hefur fjárhagurinn verið rétt- ur við og blaðið mun koma út aftur, en nú undir því nafni, er ég nefndi áður. Ritstjórar blaðsins verða þeir Hans Jör- gen Pedersen og Bent Riis Olesen. Plötuspursmálið í Danmörku er ekki sem bezt, landið er fátækt af erlendum gjaldeyri, og þar sem litið er á plötur sem lúxusvöru, er innflutningur á þeim ekki mikill. Hins vegar höfum við verið heppnir með heimsóknir amerískra jazzleikara. Eftir stríðið höfum við heyrt í eftirfar- andi stjörnum: hljómsveitum þeirra Don Redman, Rex Stewart, Chubby Jackson, Dizzy Gillespie, Louis Armstrong, King Cole og Benny Goodman, auk stjarnanna Coleman Hawkins, Jose White, Charlie Parker, Roy Eldridge, Lena Horne, June Richmond og söngkvartettinn Delta Rhythm Boys. Allar þessar stjörnur hafa haft mikil áhrif á okkar eigin jazzleikara. Eftir fremstu aðstæðum höfum við komið í kring jam-sessionum með fyrrnefndum hljóðfæraleikurum og frá þessum kvöld- um eigum við óteljandi minningar sem aldrei fyrnist yfir. — Segið svo að hinn danski jazz sé l afturför. Markmið hinna dönsku jazzvina er, að auðvelda skilning og lærdóm á hin- JOHN KIRBY Framh. af bls. 12 nokkru leyti í klassíska stílnum (sbr. framar í greininni), það þriðja er dans- lagið „Peanut Vendor“ og hið fjórða er jazzlag að nafni „Ripples". Og síðan hverfur hljómsveit þessi af jazzhimninum. Fram að þessu hefur engin ámóta hljómsveit náð slíkri full- komnun sem þeir. Það er ótrúlegt en satt, að hljómsveit John Kirby var algjörlega fullkomin jazzhljómsveit. — Vonum við, að annar negri eigi eftir að fylla skarðið sem myndaðist, þegar að hljómsveit John Kirby leystist upp, það eru mikil not fyrir slíka hljómsveit. (S. G. þýddi). VIÐBÓT Því má skjóta hér aftan við, að John Kirby gerði nú fyrir stuttu tilraun til að endurvekja hljómsveit sína. Fékk hann þá Shavers, Procope, Bailey, Kyle og trommuleikarann Sidney Catlett (sem annars eru allir fastráðnir í öðrum hljómsveitum) til að æfa með sér og hélt hann svo hljómleika í „Carnegie Hall” í New York. Að sjálfsögðu komu fleiri hljómsveitir fram á hljómleikunum, en þrátt fyrir það var aðsókn lítil sem eng- in og þessi virðingarverða tilraun Kirby fór algjörlega út um þúfur. s G um sanna jazz, jafnframt því, að tengj- ast áhugamönnum í öðrum löndum með samvinnu fyrir augum. Það er okkar heitasta ósk, að í fram- tíðinni fáum við að heyra meira um jazzinn á íslandi og við getum komið beinu sambandi á milli íslenzkra og danskra jazzunnenda. (Trausti Thorberg þýddi). JaiMaíiÍ 17

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.