Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 19

Jazzblaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 19
Don Marinó segir frá: Óþekktur snillingur og fleira frá Ítalíu Þegar ég var á Ítalíu í september síðastliðnum, dvaldi ég í Napoli í nokkra daga og eins skrapp ég til Rómar, en því miður var tími minn svo naumur á hinum síðarnefnda staðnum, að mér gafst ekki tími til að kynnast þar músík- lífi, enda var för mín ekki farin þangað í þeim tilgangi. En sem kunnugt er, er geysimikið skemmtanalíf í þessari merku borg og hafa frægir tónlistar- menn og kvikmyndaleikarar, svo að ein- hverjir séu nefndir, afar oft dvalizt þar um lengri og skemmri tíma, og er svo enn. Skemmtanalíf og skemmtistaðir eru á háu stigi og sagðir fjölmargir. En þá sögu má nú segja um flestar stórborgir heimsins. Hinsvegar er Vatikanið og listasöfn Páfans ekki nema á einum stað í heimi hér: í Róm; þess vegna hafði ég ekki tíma til að fara í einn einasta næturklúbb, auk þess sem fjár- málaástandið var því til fyrirstöðu. — Sama var að segja, eftir að ég kom aft- ur til Napoli og því get ég ekki sagt, að ég hafi heyrt þar eða séð neitt, sem vert er frá að segja. Hins vegar hafði ég góðan tíma og skilyrði til hins gagnstæða, meðan ég dvaldi á Norður-Ítalíu, í Genova, og þar hafði ég hina skemmtilegustu viðkynn- ingu við hljómlistai'menn af ýmsu tagi. Þar með er ég kominn að efninu. í KJALLARAHVELFINGUNNI Fyrsta kvöldið, sem ég var í Genova, fór ég upp í gamla borgarhlutann, sem einkum er sérkennilegur fyrir mjög þröngar götur, há hús, fjölbreytta fýlu, verzlanir og 'vínstofur. Á Ítalíu og ís- landi eru viðhorfin afar ólík, sem bezt má sjá af því, að syngi menn á götum úti á kvöldin, eru þeir teknir fastir og sekt- aðir á íslandi, meðan klappað er fyrir þeim og þeim gefnir peningar á Ítalíu. Ja, hvað ætli yrði sagt og gert, ef t. d. Svavar Gests og sex aðrir kæmu með hljóðfæri undir hendinni og byrjuðu að spila á Útvegsbankatröppunum klukkan tíu um kvöld og klukkan ellefu kæmu svo Öskurbuskur og byrjuðu að syngja á næsta götuhorni? Slíkt er afar algeng sjón í Genova, og eru heilir söngflokkar sem kannske leika á hljóðfæri á milli, á hverju kvöldi einhvers staðar í gamla hverfinu. Og ég skal segja ykkur, að stemningin og blærinn eru þannig að ég held að þetta hafi verið eitt hið ógleym- anlegasta, sem fyrir mig bar þar í borg. Nú má enginn misskilja þetta svo, að Svavar eða Öskubuskur hafi gert sig sek um slíkt þar suður frá, heldur er um að ræða ítali, sem um verður að segja, að séu yfirleitt afar söngvinn þjóð. Ég býst við, að þar verði erfitt að finna jafn marga (miðað við fólksfjölda, eins og Spegillinn og fleiri segja) eins og hér heima, sem telja tónlist fólksins, al- mennings, hávaða sem einungis haldi vöku fyrir syfjuðum að kvödlagi. Og svo mikið er frjálsræðið eða þroskinn' þar suður frá, að ef þú átt gítar og langar til að spila á hann, þá getur þú farið beint á skemmtilega vínstofu og spilað bæði fyrir sjálfan þig og gest- ina. En ávaxtavín suðurlandabúanna hafa lík áhrif á þá, eins og gott kaffi 19

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.