Jazzblaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 5

Jazzblaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 5
mornikuna. Hann er einstaklega músík- alskur maður og hefur góðan smekk fyrir jazzi. Enda hefur hann jafnan hlotið góða dóma, þegar hann hefur komið fram sem jazzleikari, hvort sem það hefur verið á jam-sessionum eða annars staðar. — Uppáhaldsjazzleikarar hans eru, eins og nærri má geta, kon- ungar klarinetsins og harmonikunnar, þeir Benny Goodman og Art VanDamme. Fleiri jazzleikara vildi hann ekki nefna, sem hann taldi sig hafa hlustað nægi- lega á til að geta þeirra, nema ef vera skyldi píanósnillingurinn Art Tatum. Með þessum línum er lokið fyrri hluta hljómlistarferils Grettis Björnssonar. Þó að sá hlutinn nái yfir miklu færri ár en hin síðari á vonandi eftir að gera, þá er þetta engu að síður fyrri hlutinn, því að þegar þessar línur birtast á prenti, þá verður Grettir farinn af landi burt. Ætlar hann til Vancouver í Kanada, þar sem hann hyggst setjast að ásamt konu sinni og tæplega ársgömlum syni. Fara þau þangað ásamt tengdaforeldrum Grettis. — Grettir segist vona, að hann geti fengið atvinnu við hljóðfæraleik, en takist það ekki, segist hann vera óhræddur við að reyna eitthvað annað, er þurfa kann til að framfleyta fjöl- skyldunni. Efast ég ekkert um, að hann standi sig; menn heita fjandakomið ekki í höfuðið á frægustu skáldsagna- hetju (eða var hann kannske einhvern tíma til?) íslands fyrir ekki neitt. — Og fái hann ekki vinnu við hljóðfæra- leik, þá vita Kanadamenn ekki hvers þeir fara á mis við, nema að harmonikuleik- ur sé þá bara aðal atvinnuvegur lands- manna? Grettir gat þess, að hann vonaðist fastlega til, að hljóðfæral. hér kæmu sér upp einhverjum samastað, vísi að félagsheimili eða öðru ámóta. Það væri ekki vit í að eyða heilu og hálfu dögun- um inni á sjoppum, lepjandi upphitað kaffi okurkarla. Mikið rétt. Og eins sagði hann, hvað það væri orðið áber- andi að hinir nýju hljóðfæraleikarar, sem væru að bætast í hópinn stæðu hin- um eldri mikið að baki. Menn væru áreiðanlega ekki komnir í hóp hljóðfæra- leikara , þó þeir ættu trommukjuða eða harmoniku-með-ótal-skiptingum, — það væri miklu meira, sem þyrfti til að geta talist fullgildur hljóðfæraleikari. Vita hvað á að spila undir hvaða kringum- stæðum og geta það. Hárrétt. Að lokum bað hann blaðið að færa öllum hinum mörgu kunningjum sínum víða um land sínar beztu kveðjur. Ger- um við það af heilum hug og óskum Gretti og fjölskyldu hans góðrar ferðar og góðs gengis í nýju heimkynnunum, og viljum minna hann á, að ef eitthvað bjátar á, þá er alltaf laus staða fyrir góðan harmonikuleikara heima í kalda landinu.. S. G. #a,MaU 5

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.