Jazzblaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 18
ERLENT J> TYREE GLENN — góð- kunningi okkar frá hljómleik- unum hér í desember — fékk lokkandi tilboð, þegar hann kom heim. Louis Armstrong bauð honum sætið, sem losn- aði í hljómsveit sinni, þegar Teagarden hætti. Tyree tók ekki þessu boði, þar sem hann vildi ekki ferðast með hljóm- sveitinni. Hann býr í New York, þar sem hann hugsar sér að leika eingöngu. Stóð til að hann kæmi fram með eigið tríó í sjónvarpsþætti. J> SHORTY ROGERS trom- petleikari og útsetjari. (Hann útsetti m. a. mest fyrir Stan Kenton í seinni tíð) hefur ný- lega stofnað litla jazzhljóm- sveit, sem mikils er vænzt af. Art Pepper og Shelly Manne leika með honum. J> DON ELLIOT vibrafón- leikari, sem var hjá George Shearing er nú að œfa upp stóra hljómsveit. Þeir Ralph Burns og Gil Evans hafa út- sett mestallt fyrir hljómsveit- ina. Elliot, sem er mjög góður vibrafónleikari leikur auk þess á trompet og mellófón (eins og trompet en talsvert stcerri). J> GENE KRUPA hefur end- urvakið hið gamla og góða Gene Krupa tríó og leika hin- ir sömu með honum og léku í gamla tríóinu hans. Þ. e. a. s. Charlie Ventura á tenór og Teddy Napoleon á píanó. / SÆNSKIR GAGNRÝN- ENDUR láta heldur lítið yfir leik Lee Konitz, en hann lék þar í des. siðastl. Stafar þetta reyndar að mestu leyti af því, að Konitz hélt því fram í blaðaviðtölum, að það vœri lítið um sjálfstœða sœnska jazzleikara, þeir gerðu allt of mikið að þvi að herma eftir ameriskum jazzleikurum. J* GÖSTA THESELIUS tenór- saxófón- og píanóleikari og út- setjari var kosinn jazzleikari ársins í kosningum, sem sænska blaðíð Estrad lét fara fram. Næstur varð hinn efni- legi píanisti Bengt Hallberg, siðan Arne Domnerus, Ake Persson, Lars Gullin og Rolf Ericson. Allir nema Bengt eru í sömu hljómsveitinni. J> OSCAR PETTIFORD — bassa (og cello) leikari — hef- ur nýlega verið með „all-star“ jazzhljómsveit á ferðalagi meðal bandariskra herflokka í Kóreu. J> JOE SULLIVAN hefur ný- lega verið ráðinn i hljómsveit Louis Armstrong og mun sennilega verða þar áfram. — Armstrong hefur hug á að fara í hljóml.ferð til Evrópu að sumri komandi. J> NELSON WILLIAM trom- petleikari, sem undanfarin ár hefur leikið með Duke Elling- ton, hefur leikið í Evrópu und- anfarið og hvarvetna notið mikilla vinscelda. INNLENT J* HILMAR SKAGFIELD fyr- verandi formaður Jazzklúbbs- ins hefur nýlega sent blaðinu bréf frá Florida, þar sem hann hefwr verið við nám á annað ár. Biður hann blaðið að fœra öllum kunningjum sínum hin- ar beztu kveðjur. Jazzfréttir getur hann litlar sagt frá Florida, þvl að þar er „Cow- boy“-músik alls ráðandi. J> GRETTIR BJÖRNSSON harmonikuleikari, sem undan- farið hefur leikið í hljómsveit Svavars Gests í Breiöfirðinga- búð, er farinn til Kanada, þar sem hann ætlar að setjast að með fjölskyldu sína. Sjá nán- ar grein um Grettir á öðrum stað í blaðinu. Guðni Guðna- son tók sæti Grettis í hljóm- sveitinni. J* EYÞÓR ÞORLÁKSSON guitarleikari er nýlega kominn heim aftur, en hann fór ásamt Guðm. Steingrímssyni trommu -leikara til Englands síðastl. haust (Guðmundur kom í des- ember). Eyþór dvaldi síðustu mánuðina i Gautaborg í Sví- þjóð. — Hlustaði hann á alla helztu jazzleikara Svíþjóðar og finnst heldur lítið til þeirra koma. Styður hann að nokkru leyti ummœli Lee Konitz, sem birtast á öðrum stað í blaðinu. Eyþór hefur nýlega tekið sœti Ólafs Gauks í Hljómsveit Kr. Kristjánssonar. J> FÉLAG ÍSL. HLJÓÐ- FÆRALEIKARA var 20 ára gamalt 28. febrúar. Sökum rúmleysis getur blaðið ekki greint nánar frá þessu merkis- afmæli að sinni, en færir fé- laginu hamingjuóskir. f VIÐGERÐARSTOFA fyrír öll blásturshljóðfœri hefur ný- lega verið opnuð að Bergstaða- strœti 39B hér í bœ. Er þetta til mikils hagrœðis fyrir hina mörgu, er ekki hafa getað fengið hljóðfœri sín viðgerð, þar sem enginn hefur viljað taka slíkt að sér. Hér er kunn- áttumaður að verki, sem fram- kvœmir hinar erfiðustu við- gerðir á blásturshljóðfœrum.— Ennfremur er hœgt að fá hljóðfœrin húðuð á nýtt, og er það verk einnig gert af hinnl mestu vandvirkni samkvœmt sýnishorni, er við höfum séð. 18 ^azzUaíií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.