Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 3

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 3
Tímarit Tónlistarfélagsins nú orðin verulega úrelt og að mikill hluti af tónlist Mozarts og Bachs sé langt fyrir neðan það sem þeir rituðu bezt. Þetta lítur allt talsvert ískyggilega út, þangað til það er athugað dálitið nánar. Okkur er sagt, að gengi Beethovens byggist að miklu leyti á hinu siðferðilega innihaldi í tónsmíðum hans, og þar sem þau sjónarmið taka breytingum, vilja menn álykta að hann, sem barn samtíðar sinnar (kynslóðarinnar eftir stjórnar- byltinguna, sem dreymdi mikla drauma um betri framtíð mannkynsins), hafi gert sér óþarflega mikið far um, að láta tónlist sína túlka sérstaka siðferöilega lífsskoðun, með þeim árangri, að nú finnst þeim mörg verka hans fremur leiðin- leg. Sumir rithöfundar vilja telja okkur trú um, að það sem þeir, eingöngu á fræðilegum grundvelli, skoða sem rökréttar, eða að minnsta kosti sennilegar afleiöingar vissrar þróunar mannlegs lífs og hugsunar, sé sannleikur og ekkert annað. Hugmyndin er áferðarfalleg, en gallinn er sá, að hún er í beinni mótsögn við staðreyndirnar. Satt er það, að á nítjándu öldinni var aðdáunin á Beetho- ven svo ótvíræð, að menn og konur féllu fram og tilbáðu hann, án þess að koma auga á blett eða hrukku hjá honum. Nýrri gagnrýni hefir réttilega unniö gegn þessari blindu aðdáun. En engin rök verða fundin fyrir þeirri skoðun, að mikilfengleiki hans, eins og hann birtist í tónsmíðum hans, að tiltölulega fáum undanteknum, sé í rénun frá sjónarmiði tónlistarvina ungu kynslóðarinnar. Það hefir einu sinni ekki verið gefið í skyn, að slíkt hafi átt sér stað í Þýzkalandi eða Austurríki, og t. d. í Frakklandi eru þær aðfinnslur, er fram hafa komið á vissum stöðum, engan veginn mælikvarði á almenna skoðun. Hér á landi*) er það augljóst, að list hans nýtur mikillar aðdáunar og virðingar, bæði meðal áheyr- enda og tónlistarmanna. Þegar Beethoven-kvöld eru á „Promenade“-tónleikunum, er salurinn alltaf þéttskipaður áhugasömum hlustendum, og þótt tillit sé tekið til þess ) Englandi. 35

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.