Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 10

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 10
Tímarit T ó n 1 i s t a r f é 1 a g s i n s snúa sveif nokkra snúninga, meðan rafmagnið var ókomið, voru snillingarnir komnir inn í stofuna og fluttu verk meistaranna meðan hljómplöturnar entust. Það er raunar ekki víst, að hér væru alltaf snillingar eða meistaraverk á ferðinni, en hvað um það, hér voru þægindi og tækni hins nýja tíma og það var þungt á metunum. En nýi tíminn átti enn eftir góða gjöf í pokahorninu og það var útvarpið. Nú varð fyrirhöfnin enn minni, aðeins að hlusta, þeir sem hlusta vildu. Þegar útvarpið tók til starfa hér, losnuðu ein- staklingarnir við þann kostnað að kaupa grammofón og plötur*, því vitanlega tók það þennan góða grip í þjónustu sína, og ætlaði honum vandasamasta hlutverkið í tónlistar- flutningnum, var það álitið mikið happ og þægileg lausn á miklu vandamáli. Með þessu er ekki sagt, að þessi tæki nú- tímans séu þýðingarlaus eða óþörf, það er langt frá að svo sé, þó misnotkun þeirra verði ekki bót mælt, ef hún á sér stað. í þessu sambandi er aðalatriðið að þau komu hingað á óheppilegum tíma. Undirbúningurinn til þess að geta not- fært þau á heppilegan hátt, var ekki nægilega mikill, eða máske réttara sagt enginn. Starfsemi útvarps yfirleitt er enn ekki löng og því erfitt að dæma um áhrif þess, en einhver grunur mun nú vera að vakna um það, að vélrænn flutningur tónlistar, sérstaklega í tvöföldum skilningi, sé vafasamur gróði og megi ekki ná yfirtökunum. Næst kemur svo viðskiptakreppan, sem óþarft er að fjöl- yrða um. En það er kunnugt, að ef einhvert þurrð verður á gjaldeyri, þá eru hljóðfæri sú vörutegund, sem fyrst er bannaður aðflutningur á. Svo hefir nú verið lengi og við það situr, en meðan svo er, þarf ekki að vonast eftir miklum framförum í alþýðlegum tónlistariðkunum. í síðasta hefti þessa rits sagði Dr. Edelstein nokkuð frá þeim hreyfingum, sem nú eru ofarlega á baugi í Þýzkalandi í þessum efnum. Til þess að gera útbreiðsluna örari, eru tekin upp sum hljóðfæri fyrri tíma, sem að mörgu leyti eru heppileg, bæði hvað meðferð og verðlag snertir. Sú skoðun ryður sér nú víðar til rúms en í Þýzkalandi, að eitthvað verði að gera til að hefja gengi lífrænnar tónlistar. Sá mikli að- 42

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.