Jazz - 01.10.1947, Blaðsíða 3

Jazz - 01.10.1947, Blaðsíða 3
Rex Stewart bannað að skemmta ó íslandi Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti er það fréttist að dómsmálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, hefði bannað hljómsveit Rex Stewart að skemmta á Islandi, og ekki varð þetta bann sktiljanlegra við það, að litln seinna kom út sú tilskipun frá sama manni, þess efnis að viðurkenndum listamönnum sé landvist heimil en trúðum bönnuð. Því var almennt trúað áður en þessi til- skipan var send út að hinn hljómlistarelsk- andi ráðherra væri vel að sér í íslenzkri tungu, þar sem hvert mannsbarn veit, að „trúður“ er nafn á fjölleikafólki og öðru fólki, er gerir það að atvinnu sinni að leika á fjórar munnhörpur, standa á höndum og hafa í frammi önnur skrípalæti, og getur því ekki átt við hljómlistamenn, eða vill Bjarni Bene- diktsson /{alla islenzka hljómlistamenn trúða, þar sem hann veit að flestir hljómlistamenn hér leika jazz. En þar sem íslenzkukunnátta þessa manns var svo bágborin, hleypti hann inn hinu munnhörpuleikandi og hoppandi fjölleika- fólki, en stöðvaði hina frægu hljómsveit Stewarts, með þeim forsendum að þetta gætu Íslendingar sjálfir, og vill með öðrurn orðum halda því fram, að hinum klassisku hljóm- listamönnum vorum veitti ekki af að læra Það allra skemmtilegasta við þennan atburð er hinn mikli hljómlistaáhugi hins sjálfskip- aða „tónlistamálaráðherra“, og hér eftir er það Bjarni Beneciiþtsson, sem velur og hafnar þeim listamönnum, er til landsins vilja koma, og er það virðingavert hve mikla aukavinnu „tónlistamálaráðherrann“ leggur á sig, enda er hann þreyttur mjög um helgar og er skiljanlegt að hann tali þá ekki við hvern sem er, sérstaklega ekki ef það á við þessa vitlausu tónlistamenn, er vilja ekki láta hann hafa vit fyrir sér, og vita ekki að Bjarni Bene- diktsson hefir miklu meira vit á tónlist en þeir. Ungur maður hér í bæ sagði við mig í sambandi við þetta mál: „Þetta minnir mig á þann atburð, er kvenfélög í Washington bönnuðu Marion Anderson, hinni svörtu söngkonu að syngja í sönghöllum Washing- ton-borgar vegna þess að hún var svört, en Marion var ekki að baki dottin og söng undir Lincoln-minnismerkinu fyrir 40,000 áheyr- endum“. Hvílíkur sigur tónlistarinnar yfir hugmyndasnauðum og kreddufullum and- stæðingum. Þetta bann Bjarna Benediktssonar á skemmtunum Stewarts á Islandi minnir á, er Duke Ellington var ba-nnað að leika í Þýzkalandi á stjórnartímum Hitlers sáluga, en hann var einnig mikill jazzhatari og urðu þýzku jazzklúbbarnir að fara „undir jörðina“ eins og það var orðað, og sigur bandamanna í styrjöldinni var einnig sigur jazzins yfir kreddum í flestum löndum. JAzz 3

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.