Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 8

Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 8
pallinum eru hreyfingar hans mjög ákafar og hann hann býr yfir miklu skapi í allri stjórn. Er hann kom i fyrsta sinn til Bandaríkjanna árið 1928 sögðu blöðin hann vera mesta „leikfimis“Jhljómsveitarstjóra, er sést hefði 'í Bandaríkjunum. „Hann hoppar eins og keingúra, kafar eins og önd, gerir árásir eins og skilmingamaður, rennir sér eins og skautahlaupari og gerir yfirleitt allar leikfimis- æfingar nema að fara kolllhnís aftur fyrir sig“, sagði einn gagnrýnandinn. Sir Thomas eða Tommy eins og hljóðfæraleikarar hans kalla hann, er þekktur fyrir hina hárbeittu hæðni sína og hefur hina ensku kímnigáfu í ríkum mæli. Eitt sinn, á æfingu, er eitt af valdhornunum kom allt of sterkt inn stoppaði Beedham leikinn og sagði: „Við skulum taka þetta aftur, og ég vildi gjarna fá að heyra í valdhorninu“. Beechaín er mjög vinsæll um allan heim fyrir hjálp- semi sína. Eitt sinn, þegar sinfoníuihljómsveit Berlín- arborgar undir stjórn Furtwánglers kom til Englands dó framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar og í ljós kom, að hann hafði eytt öllum þeim peningum, sem standa áttu straum af kostnaði hljómsveitarinnar. Er Beedham frétti þetta, lagði hann fram það sem vantaði, og hljómsveitin gat farið hljómleikaferðina án hindrana. Hann heimsótti oft Þýzkaland eftir að nazistar komust til valda, því hann hafði miklar mætur á þýzkri menningu. Hann mótmælti mjög eindregið þegar uppi voru raddir um að banna alla tónlist eftir Wagner, því hann væri spámaður nazista. „Söngleikur Wagners, Meistarasöngvararnir eru ekki eftirlætisverk Hitlers, heldur káta ekkjan eftir Le'har. Ég veit það, því Hitler sagði mér það sjálfur“. Hann hvatti Hitler til að heimsækja Bretland, en Hitler kvað það myndu verða of erfitt fyrir ensku lögregluna. Þá vakti Beeoham athygli einvaldans á því, að konungurinn gengi meðal fólksins án sér- stakrar verndar. „Eg er ekki viss um, að ég yrði fyrir jafn miklu kæru- leysi af hendi fjöldans og konungurinn“, sagði Hitler. „Því gat ég auðvitað ekki lofað honum“, sagði Beeoham og glotti. Hann réðist einnig mjög ákaft á ensku stjórnina fyrir máttleysislegar aðgerðir. Þó er Beecham mjög ákafur lýðræðissinni, og lýsir hann muninum á lýðræði og einræði þannig: „Lýð- ræði veitir okkur möguleika til að verða fífl á okkar eiginn hátt, en einræði neyðir okkur til að verða fífl eftir vilja einvaldans“. Beedham hefur mjög gott tónminni og stjórnar alltaf án partitura. „Islenzk tónlist á sér mikla framtíð", scgir hið vinsœla tóns\áld Karl O. Runólfsson. Cantata og svíta Karls O. Runólfssonar hafa að vonum vakið mikla og óskifta athygli allra íslenzkra tónunnenda. Má uppfærsla þeirra teljast merkur at- burður í íslenzkri tónlistarsögu. Karl er nú á förum til Danmerkur og mun verða þar við uppfærslu svítunnar, fara þaðan til Osló, en þar mun hún einnig verða flutt, í septembermánuði. Karl O. Runólfsson hefur lagt drjúgan skerf til íslenzkra tónmennta, hefur hann m. a. samið tvær kantötur, svítu, sónötu fyrir fiðlu, fjölda karlakórs- laga, 10 íslenzk þjóðlög fyrir hljómsveit auk hinna vinsælu sönglaga, sem eru á vörum flestra Islendinga. Hann hefur verið kennari við Tónlistarskólann um margra ára skeið, kennt tónfræði og trompetleik, og auk þess hefur hann unnið feikimikið starf í þágu lúðrasveitanna. Má segja, að Karl sé sístarfandi, en þó tókst okkur að fá smá rabb við tónskáldið um „fortíð — nútíð — og — framtíð“. Eitt sinn, er hann átti að stjórna hljómsveit í Man- chester ihvíslaði 'hann, um leið og hann kom upp á hljómsveitarpallinn: „Hvaða óperu eigum við að leika í kvöld?“ „Tosca“, hvíslaði konsertmeistarinn. 1932 stofnaði hann „Tihe London Philharmonikan Orc.“ og lagði niður sína fyrri hljómsveit, og er hún nú álitin með beztu hljómsveitum, sem uppi eru. Beecham er fyrst og fremst listamaður, með svo háar hugsjónir að hann er reiðubúinn að leggja allt í sölurnar fyrir þær. Meðan aðrir hljómsveitarstjórar hafa fengið offjár fyrir hvern hljómleik, hefur Beec- ham orðið að kosta þúsundir punda a. m. k. fyrstu árin, fyrir hvern hljómleik. En hann hefur náð því marki, er hann setti sér í byrjun, að gera England að öndvegislandi tónlistarinnar í Evrópu. 8 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.