Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 28

Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 28
BRÉFÁKASSINN „Nótaríus" skrifar okkur eftirfarandi. • Eg hefi fylgst af áhuga með innflutningi erlendra tónlistarmanna til Islands. Eg verð að viðurkenna, áður en lengra er farið, að ég er mjög mikið á móti, að erlendum tónlistarmönn- um sé veitt hér atvinnuleyfi, „nema um sérstaka 'hæfi- leikamenn sé að ræða“. Þetta á sérstaklega við nti, er atvinnuleysi er byrjað að gera vart við sig innan stéttarinnar. Þessvegna horfir nó einkennilega við frá mínum bæjardyrum séð, að þrír erlendir tónlistarmenn skuli nó leika á veitingahósum 'bæjarins. Tveir þessara manna, 'hafa nó fengið, að því er ég hefi frétt, takmörkuð atvinnuleyfi, en sá þriðji, sem er nýkominn hingað þarf ekki að sækja um at- vinnuleyfi til F.I.H. því að dómsmálaráðherra hefur veitt honum leyfi beint frá sér, án þess að ráðgast um það við F.I.H-, sem eitt má veita þannig leyfi. Ef þetta er rétt, er ekkert efarnál að sjálfur dóms- málaráðherrann hefur brotið þau lög, sem hann á að gæta, að séu ekki brotin, og þykir mér það sízt gott eftirdæmi. Mér finnst einnig, að ráðherrann ætti sízt af öllu að gera þetta tilræði við F.I.H., þar sem hann hefur sjálfur haldið því fram, að Islendingar gœtu sjálfir séð um dansmúsiþina. Eg vænti þess, að eitthvað verði gert í þessu máli og þakka ég hinu ágæta blaði Musica fyrirfram fyrir birtinguna. Nótaríus. Svar: Musica snéri sér til Sþapta Sigþórssonar ritara F.Í.H. og hann hefur gefið okkur eftirfarandi upp- lýsingar: hefur gefið mér gáfurnar, þessvegna hef ég ekki leyfi til að hvílast". Að síðustu bugaði þreytan hann. Hann varð geð- veikur og dó skömmu síðar. Mjög miklar deilur urðu um kirkjutónlistina meðal leiðtoga kirkjunnar og hélt meirihlutinn fram, að fleirröddunin gerði messuorðin óskiljanleg og margir voru mjög fylgjandi að hætta fleirrödduðum söng innan kirkjunnar. Þá benti einn leiðtoganna á ungt tónskáld Pierluigi Palestrina og mælti með því, að leitað yrði til hans um samningu verka kirkjunni til handa. Palestrina er fæddur árið 1526 í bænum Palestrina (Præneste) skammt frá Róm, Ungur hóf hann söng- nám og var um tíma nemandi franska tónskáldsins Goudimel. Árið 1551 var hann skipaður hljómsveitarstjóri við Péturskirkjuna í Róm og jafnframt söngkennari drengjakórs kirkjunnar. Skömmu síðar varð hann pávalegur söngvari, en varð að hætta, vegna þess að hann var giftur, en pávalegir söngvarar urðu að lifa einlífi. En brátt var hann skipaður hljómsveitarstjóri við Lateran kirkjuna í Róm og gat nó verið öruggur um framtíð sína. I verkum Palestrina nær fleirröddunin ró og jafn- vægi, sem áður hafði vantað. Hann heldur stundum kerfinu „nóta fyrir nótu“ og jafnvægið milli hvíldar og hreyfingar nær þeirri fullkomnun, sem erfitt verður að fara fram ór. Er kirkjuráðið sneri sér til Palestrina samdi hann ekki eina heldur þrjár messur og tileinkaði hina mestu þeirra Marcellusi páva, vergerðarmanni sínum og nefndi messuna „Missa Papae Marcelli". Yfirmenn kirkjunnar urðu mjög hrifnir af þessum messum og var Palestrina skipaður hirðtónskáld við hina páva- legu hirð. Palestrina var mjög athafnamikið tónskáld og Iiggja eftir hann mikið af kirkjulegum og verald- legum verkum. Framhald. 28 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.