Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 11

Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 11
Lausavísnaþáttur Framhald af bls. 6. er liið unaðslegasta hestlof og það hefur séra Stefán í Vallanesi þýtt ágætlega: Vittu að folinn fullhátt í feitri snemma akurbeit keyrir liófa kynstór og kringvefur bein slyng, rásar fremstu leið laus og leggst á móðu strangt flóð, óragur yfir brú, er ekki sá né fyrr gekk. Hestavísur Páls Ólafssonar þarf ég ekki nema rétt að nefna eða Jóns Þorlákssonar og eftir Eggert Ólafsson eru ágætar hesta- vísur. Tryggðin milli manna og hests nær út yfir gröf og dauða: Eilíflega á ég þig öllum hestum fremur, þú munt, Neisti, þekkja mig, þegar yfrum kemur. Þessi vísa er, held ég, eftir Ólöfu Svein- bjarnardóttur. Annars ætla ég ekki að tala um hestavís- urnar strax, en í sambandi við þær ætla ég samt að varpa fram fyrstu spurningunni til athugunar á sögu lausavísnanna: Hvað haf- ið þið fundið elsta hestavísúr, en ekki að- eins umsögn um hesta í öðrum kveðskap, eins og ég nefndi áðan? Mjög marga aðra flokka lausavísna rnætti auðvitað taka, við skulum segja allt það, sem kveðið hefur verið um skip og sjósókn og hafið. Það er mjög fornt yrkisefni og kem- ur oft fyrir í gömlum kenningum í hinum fegurstu myndum. Ég nefni tvær vísur af handahófi: Heyrast sköllin há og snjöll, lwín í föllum boðinn, sugs á völtum svignar ölt, Sigurðar trölla gnoðin. Eftir hvern er þessi vísa? Sú næsta er eftir Jón Bergmann: Enn við snjallan ölduslátt i'it mig kallar þráin. Skeiðin hállast, skautið hátt, skefur allan sjáinn. Hvernig er það svo, eru ekki ennþá ortar sjávar og siglingavísur á skipunum okkar? Ég man það úr Sjómannaskólanum liér á árunum að þar voru ýmsir kvæðafróðir pilt- ar og síðan hef ég oft fengið góðar vísur frá sjómönnum og vildi gjarnan fá enn í þennan þátt. Þá eru ekki síst vísur um stúlkurnar. Þessi er eftir Andrés heitinn Björnsson: Guð veit livað hún gerði mér, gleymdi ég stað og líðan ég veit það eitt að ég er annar maður síðan. Eins og ég sagði áðan, mega lausavísurn- ar í þessum þætti vera í ýmsu formi. Það er auðvitað gott að fá fallega kveðnar dýrar vísur, en það er ekki aðalatriðið, og síst að rírna sér um megn, heldur viljum við ekki síður fá einfaldar, fallegar og smelln- ar vísur. Ur nógu er að velja. Ég drep á það rétt til þess að minna á það, hversu lausavísnaform þessara hátta getur verið fjölbreytt, að séra Helgi Sigurðsson telur í rímnabragfræði sinni 588 bragarhætti fer- skeytta, en réttara væri að kalla þetta til- brigði um háttinn og þannig eru einnig til næstum því 200 tilbrigði um stuðlaföll og um 160 tilbrigði um braghendu. Þó að lausavísan sé gömul íslenzk íþrótt er lausavísnagerðin í sjálfu sér ekki nein sér- grein íslendinga, en þau sérstöku form henn- ar og þeir bragarhættir, sem ég nefndi, eru sérkennilega íslenzkir. Stuttar, smellnar ýjTVARPSBLAÐXÐ 11

x

Útvarpsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.