Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 17
Þuríður Pálsdóttir. Alice Babs. Hjördís Schymberg. <i)------------------------------------ Útvarpstíðindi hafa áður getið þeirra Eustrati og Frischer-Diskaus og birt af þeim myndir, svo óþarft mun vera að kynna þau lesendum blaðsins nánar. Alice Babs nefnist fræg sænsk kvik- myndaleikkona og dægurlagasöngkona, og var hún hér í haust á vegum SÍBS og vakti mikla hrifningu þeirra er á hana hlýddu. Er hún vafalaust bezta dægurlagasöngkona, sem hingað hefur komið. Normanstríóið aðstoðaði söng- konuna. Þessa frægu söng- og leikkonu fá útvarpshlustendur að heyra um jólin. Sænska sendiherrafrúin í Reykjavík, frú Öhrvalls, syngur sænsk þjóðlög í út- varpið einhverntíma um hátíðina, og er þess atriðis getið á öðrum stað hér í blaðinu. Þá verður útvarpað píanótónleikum þeirra Þórunnar Jóhannsdóttur og Willi ----------------------------------------«> Piel og ennfremur flytur Jón Nordal frumsamin verk, bæði einn, og með að- stoð Ingvars Jónassonar fiðluleikara. Þá er og í ráði að Árni Kristjánsson komi fram í útvarpinu einhvern hátíðis- daginn- Flensborgarkvartettinn, sem hér var í haust, var tekinn upp á segulband, og er gert ráð fyrir að útvarpað verði flutn- ingi hans á Silungakvintettinum eftir Schubert, en meðferð hans á þessu ynd- islega tónverki var með ágætum. Og svo á þrettándanum mun Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn .Jóns Þórarins- sonar syngja út jólin. Einsöngvarar kórsins verða Ásgeir Hallsson, Gunnar Kristinsson og Sigurður Björnsson. Enn- fremur aðstoða kórinn þeir Ernst Nor- man (flauta) og Carl Billich (píanó). ÚTVARPSTÍÐINDI 17

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.