Sindri - 01.10.1920, Side 14

Sindri - 01.10.1920, Side 14
8 ALDAR-AFMÆLI RAFSEGULSINS SINDRI Sje tengivírnum snúið þannig í lárjetta fletinum, að vaxandi horn verði milli hans og segul-norðurs, þá eykst skekkja nál- arinnar, fari hreyfing vírsins til sömu handar og nálin. En skekkjan minkar ef vírinn er færður í öfuga átt. Ef tengivírinn er lagður samsíða nálinni í sama lárjettum fleti og hún hreyfist í, en henni haidið kyrri með andvægi, þá hrekur hann nálina hvorki í austur nje vestur, heldur skekkir hana að eins í lóðfletinum, þannig að það segulskaut, sem rafafl afturskautsins kemur inn hjá hallast niður, ef vírinn er vestan til við það, en lyftist upp ef vírinn er austan til við það. Ef vírinn er settur lóðbeint á flötinn gegn um bæði segul- skaut jarðarinnar, annaðhvort fyrir ofan eða neðan nálina, þá er hún kyr nema vírinn sje mjög nálægt nálarskauti, því þá lyftist það, ef rafafl afturskautsins kemur inn úr vestri, en hallast niður, ef það kemur inn frá austri. Ef tengivírinn er settur lóðbeinn beint yfir nálarskautinu og efsti hluti vírsins tekur við rafi afturskautsins, þá hörfar nálar- skautið austur á við. En sje vírinn settur fram undan ein- hverjum stað á nálinni milli enda og miðju, hrekkur skautið í vestur. Ef framskautsrafið kemur inn um efri hluta vírsins verða áhrifin gagnstæð. Ef tengivírinn er beygður þannig að hann verður samsíða sjálfum sjer beggja vegna bugðunnar, eða tveir samsíða armar, þá mun hann draga að sjer eða hrinda frá sjer segulskaut- unum eftir því hvernig ástatt er. Ef vírinn er settur gagnvart öðru hvoru segulskautinu þannig að flötur bugðunnar stefni á segulnorður og sje eystri armurinn tengdur við afturskaut gal- vansfestarinnar, en vestri armurinn við hitt, mun nálægara skautið hrökkva fyrir, annað hvort í austur eða vestur, eftir legu bugðunnar. Ef eystri armurinn er tengdur við fram- skautið og vestri armurinn við hitt, þá dregst það segul- skautið að, sem nær er. Ef bugðuflöturinn er settur lóðbeinn einhversstaðar fram undan nálinni milli enda og miðju, verða verkanirnar öfugar. Látúnsnál, sem hengd er upp á sama hátt og segulnálin, hreyfist ekki fyrir áhrif tengivírsins. Eigi hreyfast heldur gler-

x

Sindri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.