Sindri - 01.10.1920, Side 17

Sindri - 01.10.1920, Side 17
SINDRI Iðnaðar-hugleiðingar. EFTIR GíSLA GuÐMUNDSSON, GERLAFRÆÐING, FORST0ÐUMANN RANNSÓKNARSTOFU RÍKISINS. Yfirlit. Eftir stuftan inngang víkur höf. sjer að iðnaðargreinum þeim er liann samkvæmt reynslu sinni og tilraunum álítur að verði haganlega reknar hjer á landi. — Land vort er í raun og veru auðugt af ýmsum hráefnum, sem hæglega má vinna með innlendu afli. — I fyrsta kaflanum ritar höf. um lýsisvinslu og niðursuðu mjólkur. Sem stendur er lýsið flutt út aðeins hálfunnið og nokkuð af því flutt inn aftur unnið. Bendir höf. á hversu öfugt þetta sje, og jafnframt til hvers megi nota lýsið hjer, og þau efni sem fram koma við hreinsun þess. Af niðursoðinni mjólk eru feiknin öll flutt inn árlega. Mætti hæglega auka mjólkurframleiðsluna í landinu og „sjóða niður“. Sýnt er fram á, að hæglega megi nota hvera- hita til slíks. — Seinna er rætt um aðrar iðnaðargreinar er höf. telur að vel borgi sig að reka hjer. RITSTJ. Dr. Helgi Pjeturss gat þess einu sinni í greinarkorni nokkru, að hann áliti himnaríkissælu aðallega fólgna í aukinni starf- semi og vandvirkni. Þetta er einkar fögur hugsun og vilji menn athuga þetta nánar, má brátt kornast að raun um, að sæla felst í mikilvirkni og vandvirkni. Starfslöngunin er með- fædd og meðvitundin um að hafa lokið vel sjerhverju starfi gerir menn sæla. Auk hinnar andlegu sælu, sem vandvirknin hefir í för með sjer, skapar hún líkamleg gæði eða velmegun, því allir vilja skifta við vandvirka menn; það má því segja, að vandvirknin verði »látin í askana« og þess vegna er áríðandi, að hver einstaklingur og þjóðin í heild sinni sje vandvirk, að öðrum kosti verða viðskifti vor út á við ávalt ótrygg. Það vantar mikið á að vjer íslendingar getum yfirleitt talist mikil- virkir og vandvirkir, en að því marki verðum vjer að' keppa. Skilyrðin eru hjer fyrir mikilvirka menn, landið lítt unnið, iðn- aður lítill og á lágu stigi, en margskonar iðnaðargreinar geta

x

Sindri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.