Sindri - 01.10.1920, Page 24

Sindri - 01.10.1920, Page 24
18 NÁMUIÐNAÐUR SINDRI óþekkjanlegt. Þessi breyting eða rotnun bergtegundanna af áhrifum loftsins er kölluð veðrun. Það er sjaldnast að steinafræðingurinn geti haft nægileg áhöld með sjer á rannsóknarferðum út um sveitir, til að geta sagt ákveðið á staðnum hvaða bergtegund sje um að ræða og hver sje samsetning hennar. Hann verður því að taka óveðruð sýnishorn með sjer þangað, sem nægileg áhöld eru fyrir hendi, rannsaka þau þar og leysa upp í frumefni sín. Slík uppleysing og athugun á steinum og málmum er nefnd MÁLMFRÆÐI (Metallurgy) og fer fram í málmfræðideild efnarannsóknarstofunnar. Hún byggist aðallega á efnafræði og er því allítarleg þekking á þeirri fræðigrein nauðsynleg. Hin endanlega vinsla málmanna og verðmætanna úr samböndum sínum í jörðunni (hráefnun- um) byggist aðallega á málmfræðinni og efnafræðinni, svo og hagnýting hvers þess efnis, sem finst í samböndum við hrá- efnin, þótt annars væri að engu metið. Þegar ákveðið er að virkja beri einhverja námu, annaðhvort vegna þess, að þörfin heimti efni það, sem um er að ræða, enda þótt vinsla þess gefi lítinn eða engan hreinan arð, eða af því, að náman eða jarðlögin eru svo auðug að arðberandi efni, að töluverður hagur er að vinslunni, þá er byrjað að grafa — náman opnuð — og þá kemur til kasta NÁMUFRÆÐINNAR. Hún fjallar um öll þau efni er að námugreftrinum lúta, að gera hann haganlega, öruggan og arðberandi. • Námufræðin skiftist í eftirfarandi aðalgreinar: a. Námupitti (Shafts), það er lóðrjett göng eða pitti niður í jörðina, hvernig best er að grafa þá og gera þá örugga. b. Námugöng og jarðgöng (Tunnels), lárjett og skáhöll göng neðanjarðar; gröft þeirra og öryggi. c. Námugröft (Excavation); hvernig jörðin er holuð út og verðmætin tekin úr henni án þess að slys hljótist af. Undir

x

Sindri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.