Sindri - 01.10.1920, Page 38

Sindri - 01.10.1920, Page 38
32 SAGA GASLVSINGARIN.NAR SINDRI gandbrennara og notað vatnsgas som ljósmeti. Með »platínu- ljósi« sínu, svo nefndu Incandescenceljósi, ruddi Gillard braut fyrir vatnsgasglóðarljósinu. Síðar var gerð mikil endurbót á gaslogaljósinu. Arið 1879 heppnaðist Frederik Siemens að búa til lampa, þar sem lofthitun var notuð. Með því að hita fyrir fram brensluloftið, eins og Faraday hafði bent á (1819), þá fjekst heitari logi með meira ljósmagni. Hægt var einnig að láta þennan lofthitunarlampa brenna niður á við, og var hann þess vegna hinn fyrsti »invertlampi«, en svo eru þeir lampar venjulega nefndir, er snúa niður. Wenham gerði síðar nokkrar endurbætur á þessari lampagerð. En þrátt fyrir þessar bæfur gátu sjálflýsandi gaslogaljós þó ekki staðist. Dagar þeirra voru taldir vegna »incandescenceljósanna«, sem nú voru farin að ryðja sjer rúm. Clamond hjelt áfram að vinna á þeim grundvelli þar sem Cruickshank og Gillard höfðu byrjað, og með því að nota niðurbrennandi loga á sama hátt og Siemens, fann hann árið 1881 upp brennara,1 þar sem í stað platínu voru hafðar smáar körfur úr magnesíu og þess háttar súrefnissamböndum sem voru látnar hanga í platínuþræði. Við brensluna var aðeins notað andrúmsloft sem var hitað fyrir fram með því að leiða það í gegnum leirpípu sem hituð var utan frá. Eftir 1880 komu ýmsar uppástungur um ljóslíkami (glóefni) úr sömu efn- um: kalki, magnesíu og zirkonjörð, og komu þær frá Khotin- sky,'2 3 Lungren 8 og Somzje.4 5 6 Einnig má nefna platínuvírskápu þá er Astralíumennirnir Galopin og Evansb notuðu sem glóefni. Um sama leyti (1884) heppnaðist Svíanum Otto Fahnehjelmc í Stokkhólmi að end- urbæta mjög glólampann, er hann fann upp magnesíukambs- ljósið. Var það notað til lýsingar, einkum þegar hið skarpa, 1 Þýskt einkaleyfi nr. 16640 og sömul. enskt einkaleyfi nr. 2110, 1880. Journal fiir G. u. W. 1882, bls. 542. 2 Þýskt einkaleyfi nr. 14688. Journal fiir G. u. W. 1882, bls. 60. 3 Ameríkst einkaleyfi 365832, 367534. 4 Þýskt einkaleyfi 26988 og 27848. 5 Journal of Franklin Inst. 1900, 406. 6 Þýskt einkaleyfi 29498. Journal fiir G. u. W. 1885, bls. 326, 533 og 801.

x

Sindri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.