Sindri - 01.10.1920, Page 54

Sindri - 01.10.1920, Page 54
48 INNLENDUR IÐNAÐUR SINDRI töldu fyrirtækja alls 51 tegund. Eins og myndirnar á bls. 46 sýna, var öllu einkar haganlega fyrir komið á sýningu þessari og var hún forgöngumönnunum til mesta sóma. Sýningar eins og þessi eru mjög algengar erlendis og bera oft mjög góðan árangur. Þær vekja eftirtekt á iðnaðinum og greiða þar með fyrir sölu á honum. Kaupsýslumenn sækja þær jafnan og gera þar innkaup sín. — Vonandi verða fleiri slíkar sýningar haldnar hjer á næstunni. Milli myndanna frá sýningunni eru myndir af bræðrunum, Sigurjón vinstra megin og Einar hægra megin. NVTT TÍMARIT. Radio-Électricité — París. Tímarit þetta, sem er um loft- skeytafræði, hóf göngu sína í júnímánuði síðastliðnum og hefir I. F. I. verið sent fyrsta hefti þess. Er það málgagn fjelags þess er gefur það út: »La Société de Publications Radio- Techniques«, og er tilgangur þess, eins og nafnið bendir til, sá, að útbreiða þekkingu á fræðum þéssum. Helstu ritgerðir í fyrsta heftinu eru: »Grafisk« kenning »Audion« lampanna og útreikningur sveiflananna. Neðanjarðar loftskeytastöð í París (Trocadéro-stöðin). Þrískautalamparnir í loftskeytafræðinni o. fl. — Ritið kemur út mánaðarlega, 62 + 14 bls. og kostar árgangurinn 36 franka með burðargjaldi. Pappír og allur frá- gangur hinn vandaðasti.

x

Sindri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.