Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Blaðsíða 9
hópi fólks gefinn einkaréttur til að nýta sjáv- arauðlindina fyrir ekkert. Það sem einum er leyft er öðrum meinað. Þetta er skýrt dæmi um siðlausa stjórnsýslu. Þetta gæti hafa staðist sem neyðarúrræði til skamms tíma með þeim rökum að verið væri að forða fiskistofnum frá hruni. En þar sem misbeiting ríkisvaldsins til að úthluta forréttindum af þessu tagi er ský- laust brot á grundvallarreglum íslenskrar stjórnskipunar – nefnilega jafnræði fyrir lög- um og atvinnufrelsinu – fær þetta kerfi ekki staðist til frambúðar. Það fær heldur ekki stað- ist að þjóðin fái engan arð af auðlind sem lögum samkvæmt er hennar sameign. Fyrir daga kvótakerfisins voru íslenskir bankar bara venjulegir sparisjóðir – venju- legir viðskiptabankar. Kvótakerfið bjó til nýj- an eignaaðal á Íslandi. Bankakerfið tók óveidd- an fisk í sjó sem gott og gilt veð. Þar með gengu kvótarnir kaupum og sölum. Þeir eru ófáir sem tekið hafa milljarða verðmæti út úr sjávarútveginum sem stofnfé í eignarhalds- og fjárfestingarfélögum. Tungumálið kom orðum yfir þetta. Þeir ganga undir heitinu sægreifar. Eftir að bankarnir voru einkavæddir 2001-02 hófst mikið kapphlaup um markaðshlutdeild inn- og útlána. Greiður aðgangur að ódýru lánsfé erlendis var ásamt kvótaauðnum elds- neytið sem knúði áfram kappaksturshetjurnar. Ólígarkar allra landa sameinist! Þá fer margt að skýrast með samanburðinn við Rússland. Sumir íslensku ólígarkanna hófust til auðs og áhrifa fyrir kvótaauðinn, þótt ekki væri það algilt fremur en í Rússlandi. Í Rúss- landi voru helstu auðklíkurnar sjö talsins. Á Ís- landi ditto. Í báðum löndum lögðu auðklíkurnar áherslu á að eignast einkavædda banka, fjár- málastofnanir, og ná þannig valdi yfir sparifé landsmanna. Yfirráð yfir fjölmiðlum voru talin ómissandi. Heimamarkaðurinn varð brátt of lítill leikvöllur fyrir auðjöfrana. Þar með hófst útrásin mikla. Í báðum löndum var leitað eftir blessun stjórnvalda á útrásinni. Hún fékkst greiðlega – bæði í Kreml og á Bessastöðum. En það hófst ekki bara útrás – heldur líka út- streymi fjár eftir leynilegum leiðum inn á felu- reikninga í skattaparadísum Karíbahafsins og víðar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum má finna sambýli rússnesku og íslensku ólígark- anna á þessum afviknu stöðum þar sem illa fengið fé er í felum fyrir hnýsni yfirvalda og ásælni skattayfirvalda. Þarna er að finna fjár- sjóðina sem fjármagna hið alþjóðlega lúxuslíf sem útrásarvíkingar allra landa ástunda í spila- vítum heimsins. Og eitt má ekki gleymast sem er sameiginlegt einkenni: Þeir þurfa allir að eiga fótboltalið. Annars teljast þeir vart menn með mönnum. Það er svona sem ójafnaðarþjóðfélagið verð- ur til, jafnt á Íslandi sem annars staðar. Einu sinni flutti Stefán jónsson, fréttamaður, faðir ofur-Kára, sem þá var þingmaður Alþýðu- bandalagsins sáluga, tillögu á þingi um að launamunur á Íslandi skyldi aldrei vera meiri en einn á móti þremur. Þetta studdist við hefð- bundin hlutaskipti til sjós, sem eru – nota bene – árangurstengd. Þá var verið að býsnast yfir því að launamunur væri orðinn einn á móti sex. Nú eru nefnd dæmi um að launamunur á Ís- landi hafi mælst einn á móti þrjú hundruð. Reyndar hafa mun hærri tölur verið nefndar. En það segir sig sjálft að slíkar tölur liggja ekki á lausu. Auðræðið gengur fyrir banka- leynd og pukri. Reyndar er það aðeins á færi færustu sérfræðinga að rekja slóð auðkýfing- anna í gegnum krossvensl þeirra um eign- arhaldsfélög innan lands og utan og allt til pálmaeyja skattfrelsisins. Síðan skiptir það meginmáli að hafa góða endurskoðendur í þjónustu sinni. Kunni þeir sitt fag þá er ekki allt sem sýnist. Enron-dæmið ameríska kenndi heiminum það að endurskoðun er skapandi fræðigrein. Hún náði hæstum hæðum hjá al- þjóðavæddu endurskoðunarfyrirtæki sem bar með stolti norrænt nafn – Andersen – sem er nú ekki til lengur. En fræðin hafa haldið áfram að vaxa og dafna. Þetta byrjaði allt saman með uppreisn frjáls- hyggjunnar gegn áþján velferðarríkisins. Í vel- ferðarríkjum eftirstríðsáranna hafði lýðræð- islegt ríkisvald þrengt að frelsi fjármagnsins með sköttum, dýrri samfélagsþjónustu, um- ferðarreglum á fjármagnsmörkuðum og eft- irliti – allt í nafni samfélagslegrar ábyrgðar og jöfnuðar. Talsmenn fjármagnsins – höf- uðspámenn eins og Hayek og Friedman – töldu þessi afskipti ríkisvaldsins boða skerðingu á frelsi einstaklingsins og vera stein í götu fram- faranna. Spámennirnir eignuðust lærisveina vítt og breitt um veröldina. Hér á landi gekk Eimreiðarhópurinn – menntaskólaklíka sem í voru bæði Davíð Odds- son og Geir H. Haarde – undir gunnfána frjáls- hyggjunnar. Helsti lærisveinn galdramannsins heitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og hef- ur lengi stundað trúboðið á vegum Háskóla Ís- lands. Á seinni árum hafa sprottið upp há- skóladeildir og heilir háskólar til að útskrifa lærisveina og meyjar í trúboðinu. Hugmyndafræði, ekki hagfræði Og um hvað snýst svo þetta trúboð? Fyrsta boðorð er að afskipti ríkisins af markaðnum eru af hinu illa. Ríkið er ævinlega partur af vandanum en ekki af lausninni. Markaðirnir leita ævinlega jafnvægis og leiðrétta sig sjálfir. Því ber að forðast afskipti ríkisins. Það ber að einkavæða allt, því að ekki er vel séð fyrir fé án hirðis. Afnema ber allar reglur og eftirlit. Fjár- magnið skal flæða frjálst um heiminn, án hindrana við landamæri þjóðríkja. Þau ríki sem virða þessar leikreglur munu uppskera ríku- lega. Þar verður ör hagvöxtur í krafti tækni- nýjunga, knúinn áfram af afli samkeppninnar. Að vísu verður tilhneiging til ójöfnuðar fyrst í stað. En hafið ekki áhyggjur: Molar munu hrjóta af borðum auðkýfinganna. Auðurinn mun smám saman seytla niður. Auðsköpunin mun að lokum lyfta öllum bátum. En þau ríki sem láta sér þetta ekki að kenningu verða, þau munu taka út sína refsingu. Þau munu ekki standast samkeppnina í alþjóðavæddum heimi. Þau munu heltast úr lestinni og verða stöðn- uninni að bráð. Velferðarríki Evrópu – með sín miklu ríkisafskipti, háa skatta og íþyngjandi velferðarþjónustu – eru þar með dauðadæmd. Þetta er fræðikenningin að baki ójafn- aðarþjóðfélaginu. Hún hefur ráðið lögum og lofum í hinni amerísk/ensku háborg heims- kapítalismans sl. aldarfjórðung. Hin pólitísku stjúpfeðgin trúboðsins voru Reagan og Thatch- er. Trúboðið er kennt í nafni vísindanna í há- skólum þessara landa. Þaðan er fagnaðar- erindið breitt út um allan heim. Þessi hugmyndafræði hefur ráðið ríkjum í öllum helstu alþjóðastofnunum sem stýra fjármálum og viðskiptum heimsins. Gallinn er bara sá að þetta eru engin vísindi. Þetta er bara hug- myndafræði í þjónustu auðmagnsins og þeirra sem því ráða. Alls staðar þar sem þessar kenn- ingar hafa verið einráðar í framkvæmd hafa þær skilið eftir sig sviðna jörð. Tugir þróun- arríkja sem hafa, vegna skuldsetningar, lent í gjörgæslu Alþjóðabankans og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, hafa ekki borið þess bætur. Van- ræksla á byggingu innviða (svo sem með orku- öflun og samgöngum) og mannauðs (menntun og heilbrigðisþjónusta) hefur gert þessi þjóð- félög ósamkeppnishæf, auk þess sem erlendar auðklíkur hafa lagt undir sig auðlindir þessara landa, með þeim afleiðingum að arðurinn streymir úr landi. Skefjalaus innflutningur hef- ur lagt innlenda framleiðslu í rúst. Hagvöxtur hefur reynst vera neikvæður og lífskjör hafa ekki aðeins staðnað heldur farið versnandi. Kommúnistar með öfugu formerki Sem betur fer er heimurinn smám saman að átta sig á þessu. Þau þróunarríki sem bestum árangri hafa náð, hafa varpað þessum kreddum fyrir róða. Asíumódelið, sem bestum árangri hefur náð í efnahahagsuppbyggingu og útrým- ingu fátæktar, byggir á allt öðrum grunn- hugmyndum. Loks hefur komið á daginn að velferðarríki Norðurlanda og Evrópu eru fjarri því að vera eftirbátar annarra þegar að því kemur að meta árangur þjóða á hinum sam- ræmdu prófum alþjóðavæðingarinnar. Norð- urlönd eru í efstu sætunum í flestum þeirra prófa sem mæla eftirsóknarverðan árangur. Skóli reynslunnar hefur afhjúpað frjálshygg- jutrúboðið fyrir það sem það er: Gervivísindi sem hafa ekki staðist dóm reynslunnar. Hug- myndafræðilegt trúboð í þjónustu auðsdýrk- unar sem hefur valdið ómælanlegum skaða þar sem trúboðunum hefur verið gefinn laus taum- ur. Þetta er vúdúhagfræði af verstu sort. Þessi vúdúhagfræði hefur ráðið ríkjum í Bandaríkjunum, háborg kapítalismans, sl. átta ár. Afleiðingarnar eru bankakreppa sem breið- ist ört út um heiminn og hefur þegar valdið miklum skaða. Hættan er sú að sá stjórnlausi ofvöxtur, sem hlaupið hefur í fjármálakerfi heimsins, eigi eftir að draga heimsbyggðina með sér í fallinu ofan í djúpan öldudal heims- kreppu. Um allan heim fer nú fram tvísýn varnarbarátta gegn því yfirvofandi hruni sem nýfrjálshyggjan hefur stefnt okkur í. Sú varn- arbarátta fer hvarvetna fram á vegum og að frumkvæði ríkisvaldsins. Ríkisvaldið hefur neyðst til að þjóðnýta hverja fjármálastofn- unina á fætur annarri. Menn eru í óðaönn að dusta rykið af regluverki fyrri tíðar og að herða á öllum leikreglum til þess að koma í veg fyrir að blindingsleikur fjármagnsins keyri okkur öll í þrot.Völd seðlabanka og eftirlitsstofnana eru aukin og hert. Ástandið minnir marga á fall kommúnismans, enda er niðurstaðan sú að margt er líkt með skyldum: Frjálshygg- jutrúboðarnir minna um margt á kommúnista fyrri tíðar, bara með öfugum formerkjum. þjóð í leit að sjálfri sér Morgunblaðið/Kristinn Höfundur var formaður Alþýðuflokksins 1984- 96. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Lesbók 9 kur í.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.