Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 10

Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 10
10 ARKIR hærri og hærri, og nú var farið að braka og bresta í honum. Ennþá einu sinni gat jeg komist á fætur, og nú stóð jeg upp við skilrúm- ið, riðandi til og frá. Skipið ruggaði afarmikið og jeg átti erfitt með að halda jafnvæginu. Alt í einu rann jeg til á gólfinu, sem var löðrandi í olíu. Jeg fjell á grúfu og lenti með andlitið svo fast á kran- anum, að hann opnaðist og vatnið streymdi snarkandi inn í glóandi ket- ilinn. Mjer sortnaði fyrir augum og fanst alt hringsnúast, — svo misti jeg meðvitundina. pegar jeg raknaði við aftur, sat stýrimaðurinn yfir mjer og þvoði blóð- ið af höfðinu á mjer.“------------------------------- Jensen þagnaði um stund og fleygði vindilstúfnum út fyrir borðstokkinn. „En endirinn á sögunni?" spurði jeg. „Hvernig fór svo? Hver fann yður?“ „Já, endirinn er fljótsagður. þegar enginn var til að gæta vjelarinnar, hefir að öllum líkindum ekki liðið lang- ur tími þangað til ássveifin hefir hitn- að. þegar það kemur fyrir, og ekki er borið á hana, þá fer vjelin að ,skrækja‘, eins og við köllum það. Stýrimanninn fór að gruna, að alt mundi ekki með feldu, þegar hann heyrði vjelina llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllillllllllllllllllllllllllllllilill Ibúar Indlands eru nin 300 miljónir; yfirráö- endur þeirra eru aðeins nokkur þúsund Eng- ingar. - A Spáni er oftar sólskin en nokkru öðru landi i Evrópu; að meðaltali er þar sólskin 3000 klukkustundir á ári. A Englandi aftur á móti er talið að sólin sjáist 1400 kl.stundir aö meðal- tali árlega. „skrækja“ svona, og fór og vakti fyrsta vjelstjóra, sem fór strax niður. Ilann sagði mjer seinna, að hann hefði í fyrstu ekki sjeð handa sinna skil. Svo datt hann um „svarta Jack“; strax á eftir fann hann mig, og kall- aði þá á mannhjálp. Næstu átta daga lá jeg með óráði og hitasótt og þvaðraði óaflátanlega um vatnskrana, ketilsprengingar, „svarta Jack“ og visky. — það var ekki fyr en löngu seinna, að jeg gat sagt þeim frá, hvað fyrir hafði kom- ið og í hvaða hættu við höfðum verið. „Svarti Jack“ var settur í járn og síðan sendur heim aftur, þar sem hann að öllum líkindum situr enn í fangelsi. þegar við komum til Kaup- mannahafnar, var jeg fluttur á sjúkra- hús, og þar var jeg undir læknishendi í tvo mánuði. Höggið, sem jeg fjekk um leið og jeg datt á vatnskrannann, hafði skemt í mjer augun, og læknun- um hepnaðist ekki heldur að bjarga sjóninni á hægra auganu“. „En hvernig var það með hinn kynd- arann ?“ spurði jeg. „Hvernig fór fyrir honum ?“ „Hann fundu þeir steindauðan inni við eldstórnar. „Svarti Jack“ hafði molað á honum hauskúpuna með kola- hamrinum. — Nál Kleópötni, miimisvarði sá sem nú stend- ur i London og oft liefir verið getið, er höggv- inn úr hfeilum stoini. Hann er 70 ensk fet á hæð og vegur 186 tonn. — Potosi-silfurnámurnar i Boliviu hafa vej’ið starfræktar siðan 1545 og taliö að úrþeiinhafi verið unnið sill'ur er svarar til ellefu miljörð- um króna.

x

Arkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkir
https://timarit.is/publication/741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.