Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 13

Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 13
A R K I R 13 færið ónotað, til að segja honum til syndanna. Hún sá n ú margar leiðir til að særa hann og auðmýkja. Ilann var hjartalaus og iligjarn, og átti ekki neitt af metnaðargirnd nje viljafestu. Honum mundi verða alveg sama um, þótt hann fyndi hana liggjandi dauða á gólfinu þegar hann kæmi heim. Klukkan hálf fjögur var barið að dyrum. ]?að var pósturinn. „Gjörið þjer svo vel, frú. Verið þjer sælar“. Hún stóð eftir í forstofunni með af- langt, gult umslag. llún opnaði það hægt og rólega og gekk inn í stofuni. Og þar hneig hún niður í fyrsta stól- inn sem hún kom að, og- skalf af geðs- hræringu. Brjefið var frá málaflutningsmönn- unum Kent og Lichtberg. þeir skrif- uðu, að frændi hennar, vel efnaður, hefði dáið nýlega í Arizona, og hefði arfleitt hana að öllum eigum sínum, sem, eftir því sem málaflutningsmenn- irnir vissu best, mundu gefa af sjer í árlega rentu sex þúsund krónur. þegar hún hafði náð sjer eftir þess- ar frjettir, hugsaði hún fyrst um Karl. í gær hefði hún getað látið hann fá hlut í hamingju sinni. I dag stóð hann fyrir utan. Iiann kom henni ekki við. Ákvörðun hennar um að yfirgefa hann var óhögguð, Og hún fór að leita í blöðunum að auglýsingum um húsnæði til leigu. En Karl kom hvað eftir annað fram í huga hennar. Hún hugsaði með sjer, hvort hann mundi nú ekki koma skríð- andi til hennar. Nei, þó hann kæmi skríðandi og bæði um fyrirgefningu, mundi hún aldrei fyrirgefa honum. — Alt í einu heyrði hún forstofudyrn- ar opnaðar. það var Karl. Hann opnaði dyrnar að borðstofunni og kallaði: „Ellen — Ellen!“ Hún var inni í svefnherberginu. „Jeg hefi beðið eftir þjer“, sagði hún. „Jeg þarf að tala nokkur orð við þig, áður en jeg fer“. Hann leit á hana, og hún las von- brigðin úr augum hans. „Ætlarðu virkilega að fara frá mjer?“ „Já“. Hún leit á hann storkandi. „Mjer — mjer þykir það mjög leið- inlegt“, sagði hann. „Svo-o?“ sagði hún, og var efi í málróm hennar. Hann ypti öxlum. Fyrst þú ekki trúir mjer, þá--------“. Ilann fór með hendina ofan í brjóst- vasann og dró upp úr honum nokkra peningaseðla. „Jeg hefi veðsett úrið mitt, úrfest- ina og sígarettuveskið, og fekk hundr- að krónur fyrir. Jeg vonaði, að það væri ekki alvara þín, sem þú sagðir í morgun. Og svo hugsaði jeg með mjer, að við gætum borðað miðdegisverð á kaffihúsi og farið svo á eftir í leikhús- ið. Og svo er það alls ekki ómögulegt, að við getum farið til Iluleröd í sumar“. Ellen starði á hann, orðlaus af undrun. „Jeg hefi hugsað um það, sem þú sagðir“, hjelt hann áfram, „og jeg held, að þú hafir að miklu leyti rjett fyrir þjer. það er heimskulegt að fórna allri æsku sinni á altari sparseminnar. Hjerna eru peningar, sem við getum

x

Arkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkir
https://timarit.is/publication/741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.