Árdís - 01.01.1963, Side 57

Árdís - 01.01.1963, Side 57
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 55 honum, jafnvel þó hún vissi að hún hefði ekkert getað gjört honum til hjálpar. Eftir lát Franklins flutti hún búferlum til New York og þar hélt hún áfram að vinna fyrir áhugamálum sínum. Svo var hún kosin í nefnd Bandaríkjanna á þing Sameinuðu þjóðanna og þar starfaði hún með dugnaði og réttsýni. Má því réttilega segja að hún hafi varið mest af æfi sinni til að bæta kjör alþýðunnar. Alla æfi fann Eleanor sárt til þess að hún átti fáa vini. Svo segir hún sjálf frá, að fjölskyldunni og bróðir undanskildum, var það aðeins Miss Thompson (Tommy) sem hún treysti og trúði fyrir sínum innstu tilfinningum og hugsunum, en minning Eleanor Roosevelt lifir og mun lifa í hjörtum og hugum samtíðar manna hennar víðsvegar um heim. Þeir minnast hennar með þakklæti og kalla hana vin. „This I Remember“ — sjálfsæfisaga Eleanor Roosevelt. Allt metur rétt hin mikla náð um manna hug og vilja; eitt hjartans orð um eilífð skráð á orku, er himnar skilja. Nú les hún herrans hulin ráð um hlut og örlög þjóða, þar sést í lífsbók sérhver dáð hins sanna, fagra og góða.

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.